May heldur til Brussel til viðræðna á fimmtudag Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2019 14:32 Skammur tími er til stefnu fyrir May að ná samkomulagi því Bretar eiga að yfirgefa ESB 29. mars. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna að sannfæra evrópska ráðamenn um að þeir verði að samþykkja lagalega bindandi breytingar á fyrirkomulagi írskra landamæra í útgöngusamningi þeirra þegar hún fundar með þeim í Brussel á fimmtudag. Að öðrum kosti sé hætta á að Bretar gangi úr Evrópusambandinu án samnings sem gæti valdið usla. Nú þegar aðeins 52 dagar eru til útgöngunnar liggur enn ekki fyrir hverjar forsendur útgöngunnar verða. Breska þingið hafnaði útgöngusamningi May við Evrópusambandið með afgerandi meirihluta í síðasta mánuði. Þingið vill að May semji upp á nýtt um svonefnda baktryggingu um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Með henni giltu reglur Evrópusambandsins um viðskipti enn á Norður-Írlandi eftir útgöngu Breta á meðan samið væri um varanlega lausn. Baktryggingin er afar óvinsæl hjá hörðustu talsmönnum Brexit í Íhaldsflokki May sem óttast að hún gæti orðið varanleg. Henni er ætlað að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnum landamærum á milli Írlands, sem verður áfram í sambandinu, og Norður-Írlands sem er hluti Bretlands. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu sagt að þeir séu ekki til viðræðu um að semja um baktrygginguna. Líkurnar á því að Bretar gangi úr sambandinu án samnings hafa því aukist. Óttast er að það gæti leitt til upplausnar í Bretlandi.Reuters-fréttastofan segir að May ætli að gera leiðtogum Evrópusambandsins ljóst að þeir verði að fallast á breytingar á baktryggingunni á fimmtudag. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, tekur þá á móti henni í Brussel. „Afstaða Evrópusambandsins er ljós. Við búumst enn og aftur við og bíðum eftir að heyra hvað forsætisráðherrann hefur að segja okkur,“ segir Margaritis Schinas, talsmaður sambandsins. May heimsækir Norður-Írland í dag þar sem hún er sögð freista þess að fullvissa leiðtoga um að útgangan úr Evrópusambandinu raski ekki friðarsamkomulaginu sem kennt er við föstudaginn langa árið 1998. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að reyna að sannfæra evrópska ráðamenn um að þeir verði að samþykkja lagalega bindandi breytingar á fyrirkomulagi írskra landamæra í útgöngusamningi þeirra þegar hún fundar með þeim í Brussel á fimmtudag. Að öðrum kosti sé hætta á að Bretar gangi úr Evrópusambandinu án samnings sem gæti valdið usla. Nú þegar aðeins 52 dagar eru til útgöngunnar liggur enn ekki fyrir hverjar forsendur útgöngunnar verða. Breska þingið hafnaði útgöngusamningi May við Evrópusambandið með afgerandi meirihluta í síðasta mánuði. Þingið vill að May semji upp á nýtt um svonefnda baktryggingu um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Með henni giltu reglur Evrópusambandsins um viðskipti enn á Norður-Írlandi eftir útgöngu Breta á meðan samið væri um varanlega lausn. Baktryggingin er afar óvinsæl hjá hörðustu talsmönnum Brexit í Íhaldsflokki May sem óttast að hún gæti orðið varanleg. Henni er ætlað að koma í veg fyrir að koma þurfi upp hefðbundnum landamærum á milli Írlands, sem verður áfram í sambandinu, og Norður-Írlands sem er hluti Bretlands. Forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa fram að þessu sagt að þeir séu ekki til viðræðu um að semja um baktrygginguna. Líkurnar á því að Bretar gangi úr sambandinu án samnings hafa því aukist. Óttast er að það gæti leitt til upplausnar í Bretlandi.Reuters-fréttastofan segir að May ætli að gera leiðtogum Evrópusambandsins ljóst að þeir verði að fallast á breytingar á baktryggingunni á fimmtudag. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, tekur þá á móti henni í Brussel. „Afstaða Evrópusambandsins er ljós. Við búumst enn og aftur við og bíðum eftir að heyra hvað forsætisráðherrann hefur að segja okkur,“ segir Margaritis Schinas, talsmaður sambandsins. May heimsækir Norður-Írland í dag þar sem hún er sögð freista þess að fullvissa leiðtoga um að útgangan úr Evrópusambandinu raski ekki friðarsamkomulaginu sem kennt er við föstudaginn langa árið 1998.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira