Réttarhöldin sögð vera farsi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. febrúar 2019 07:30 Quim Torra forseti Katalóníuhéraðs. vísir/getty Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. Áratuga fangelsisvistar er krafist fyrir meinta uppreisn og uppreisnaráróður. Verjendur fóru með opnunarorð sín og ræddu einna helst um tvennt. Annars vegar sökuðu þeir spænsk stjórnvöld um mannréttindabrot. Hins vegar kvörtuðu þeir yfir meintri hlutdrægni dómstólsins, sögðu réttarhöldin pólitísk og fóru fram á frestun þar sem verjendur hafa enn ekki fengið öll gögn í hendur. Quim Torra, forseti Katalóníu, sagði á blaðamannafundi að hann færi fram á að alþjóðlegum samtökum yrði heimilað að stunda eftirlit með hinum „farsakenndu réttarhöldum“. Þeirri beiðni hefur hæstiréttur áður hafnað og sagt nóg að þeim sé sjónvarpað. „Nú er fyrsta degi réttarhalda, sem aldrei hefðu átt að fara fram, lokið. Það að við séum að horfa upp á kjörna fulltrúa fyrir dómi er árás á lýðræðið,“ sagði Torra. Torra krafðist þess einnig að Pedro Sanchez forsætisráðherra mætti til alvöru viðræðna til þess að ræða um nýja atkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Ellegar gætu katalónskir flokkar ekki stutt fjárlagafrumvarp hans í atkvæðagreiðslu á þinginu í dag. Fái hann ekki þann stuðning er talið að frumvarpið verði fellt og að stjórn sósíalista boði til nýrra kosninga. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Réttarhöldin yfir leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar hófust við hæstarétt Spánar í Madrid í gær. Málið má rekja til sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingar haustið 2017. Áratuga fangelsisvistar er krafist fyrir meinta uppreisn og uppreisnaráróður. Verjendur fóru með opnunarorð sín og ræddu einna helst um tvennt. Annars vegar sökuðu þeir spænsk stjórnvöld um mannréttindabrot. Hins vegar kvörtuðu þeir yfir meintri hlutdrægni dómstólsins, sögðu réttarhöldin pólitísk og fóru fram á frestun þar sem verjendur hafa enn ekki fengið öll gögn í hendur. Quim Torra, forseti Katalóníu, sagði á blaðamannafundi að hann færi fram á að alþjóðlegum samtökum yrði heimilað að stunda eftirlit með hinum „farsakenndu réttarhöldum“. Þeirri beiðni hefur hæstiréttur áður hafnað og sagt nóg að þeim sé sjónvarpað. „Nú er fyrsta degi réttarhalda, sem aldrei hefðu átt að fara fram, lokið. Það að við séum að horfa upp á kjörna fulltrúa fyrir dómi er árás á lýðræðið,“ sagði Torra. Torra krafðist þess einnig að Pedro Sanchez forsætisráðherra mætti til alvöru viðræðna til þess að ræða um nýja atkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Ellegar gætu katalónskir flokkar ekki stutt fjárlagafrumvarp hans í atkvæðagreiðslu á þinginu í dag. Fái hann ekki þann stuðning er talið að frumvarpið verði fellt og að stjórn sósíalista boði til nýrra kosninga.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira