Nafngreindu óvænt drenginn sem myrti Aleshu MacPhail Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 21:17 Aaron Thomas Campbell má sjá til vinstri á mynd. Fórnarlamb hans, hin sex ára Alesha MacPhail, er til hægri á mynd. Mynd/Samsett Fjölmiðlum í Bretlandi var í gær leyft að nafngreina drenginn sem fundinn var sekur um morðið á hinni sex ára Aleshu MacPhail. Drengurinn heitir Aaron Thomas Campbell en þetta er í fyrsta sinn sem nafngreiningarbanni á grundvelli aldurs er aflétt í Skotlandi, að því er fram kemur í frétt The Guardian. Alesha fannst látin í rústum gistiheimilis á skosku eyjunni Bute í fyrrasumar. Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. Pilturinn, sem nú hefur komið fram að er áðurnefndur Campbell, var handtekinn í sumar grunaður um að hafa tekið Aleshu úr rúmi hennar, nauðgað henni og loks myrt hana. Hann var fundinn sekur um morðið og nauðgunina nú í febrúar.Sjá einnig: Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Lög í Skotlandi kveða á um að ungmenni undir lögaldri, sem hafa stöðu sakbornings, þolanda eða vitnis í sakamálum, séu ekki nafngreind opinberlega í umfjöllun um málin. Campbell hafði því ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum þar til nú. Því má þakka formlegri beiðni nokkurra breskra fjölmiðla, þar sem farið var fram á að Campbell yrði nafngreindur á grundvelli almannahagsmuna. Dómarinn í málinu varð við beiðninni og sagði ákvörðun sína m.a. grundvallast á því hversu ógeðfelldur glæpurinn hefði verið. Hann lagði jafnframt áherslu á sérstöðu málsins en þetta er í fyrsta sinn sem banni af þessu tagi er aflétt í Skotlandi. Þá var einnig tekið tillit til þess að Campbell hafði reynt að koma sökinni yfir á annan ungling, hinn átján ára Toni McLachlan. MacLachlan naut ekki nafnleyndar, þar sem hann hafði náð lögaldri, og þótti ósanngjarnt að hinn raunverulegi morðingi gæti falið sig á bak við áðurnefnt lagaákvæði. Gert er ráð fyrir að dómur falli í máli Campbells þann 21. mars næstkomandi en hann á yfir höfði sér fangelsisvist. Þá verður hann ævilangt á skrá yfir kynferðisafbrotamenn í Bretlandi. Bretland Skotland Tengdar fréttir Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37 Minnast sex ára stúlku sem fannst látin í hótelrústum Fyrstu fregnir af hvarfi stúlkunnar bárust á mánudag þegar amma hennar birti færslu þess efnis á Facebook. Voru notendur samfélagsmiðilsins beðnir um að hjálpa til við leitina að MacPhail. 3. júlí 2018 15:46 Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Fjölmiðlum í Bretlandi var í gær leyft að nafngreina drenginn sem fundinn var sekur um morðið á hinni sex ára Aleshu MacPhail. Drengurinn heitir Aaron Thomas Campbell en þetta er í fyrsta sinn sem nafngreiningarbanni á grundvelli aldurs er aflétt í Skotlandi, að því er fram kemur í frétt The Guardian. Alesha fannst látin í rústum gistiheimilis á skosku eyjunni Bute í fyrrasumar. Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. Pilturinn, sem nú hefur komið fram að er áðurnefndur Campbell, var handtekinn í sumar grunaður um að hafa tekið Aleshu úr rúmi hennar, nauðgað henni og loks myrt hana. Hann var fundinn sekur um morðið og nauðgunina nú í febrúar.Sjá einnig: Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Lög í Skotlandi kveða á um að ungmenni undir lögaldri, sem hafa stöðu sakbornings, þolanda eða vitnis í sakamálum, séu ekki nafngreind opinberlega í umfjöllun um málin. Campbell hafði því ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum þar til nú. Því má þakka formlegri beiðni nokkurra breskra fjölmiðla, þar sem farið var fram á að Campbell yrði nafngreindur á grundvelli almannahagsmuna. Dómarinn í málinu varð við beiðninni og sagði ákvörðun sína m.a. grundvallast á því hversu ógeðfelldur glæpurinn hefði verið. Hann lagði jafnframt áherslu á sérstöðu málsins en þetta er í fyrsta sinn sem banni af þessu tagi er aflétt í Skotlandi. Þá var einnig tekið tillit til þess að Campbell hafði reynt að koma sökinni yfir á annan ungling, hinn átján ára Toni McLachlan. MacLachlan naut ekki nafnleyndar, þar sem hann hafði náð lögaldri, og þótti ósanngjarnt að hinn raunverulegi morðingi gæti falið sig á bak við áðurnefnt lagaákvæði. Gert er ráð fyrir að dómur falli í máli Campbells þann 21. mars næstkomandi en hann á yfir höfði sér fangelsisvist. Þá verður hann ævilangt á skrá yfir kynferðisafbrotamenn í Bretlandi.
Bretland Skotland Tengdar fréttir Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37 Minnast sex ára stúlku sem fannst látin í hótelrústum Fyrstu fregnir af hvarfi stúlkunnar bárust á mánudag þegar amma hennar birti færslu þess efnis á Facebook. Voru notendur samfélagsmiðilsins beðnir um að hjálpa til við leitina að MacPhail. 3. júlí 2018 15:46 Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37
Minnast sex ára stúlku sem fannst látin í hótelrústum Fyrstu fregnir af hvarfi stúlkunnar bárust á mánudag þegar amma hennar birti færslu þess efnis á Facebook. Voru notendur samfélagsmiðilsins beðnir um að hjálpa til við leitina að MacPhail. 3. júlí 2018 15:46
Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56