Japanskt geimfar skaut smástirni Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2019 11:30 Yuichi Tsuda. frá JAXA, sýndi blaðamönnum mynd af lendingarstað Hayabusa2 á Ryugu. Vísir/AP Japanska geimfarið Hayabusa2 lenti í nótt á smástirninu Ryugu, sem er í um 300 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni og skaut það með sérstakri byssukúlu. Þetta hljómar ef til vill skringilega en vonast er til þess að þetta sérstaka byssuskot geti varpað ljósi á uppruna vatns og lífs á jörðinni. Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. Talið er að þar megi einnig finna vatn. Í samtali við Guardian sagði vísindamaðurinn John Bridges að ástæða þess að verið væri að kanna Ryugu væri að smástirnið táknaði í raun upphafi sólkerfisins. Plánetur þess hefðu meðal annars orðið til úr smástirnum eins og Ryugu.Með því að skjóta smástirnið gat geimfarið safnað ryki og öðru efni sem kastaðist upp við skotið. Upprunalega stóð til að taka sýni í fyrra en eftir að lendingarför sýndu fram á að yfirborð Ryugu var grýttara en talið var þurfti að undirbúa verkefnið betur.Sjá einnig: Lentu vélmennum á smástirniHayabusa2 hefur verið á braut um Ryugu frá því í júní í fyrra en því var skotið á loft í byrjun desember 2014. Starfsmenn Geimvísindastofnunar Japan, JAXA, áætla að lenda geimfarinu aftur á jörðinni á næsta ári. Það mun verja næstu mánuðum á braut um Ryugu og safna frekari upplýsingum um smástirnið. Samkvæmt JAXA er Hayabusa2 við hestaheilsu, ef svo má að orði komast. Hér má sjá kynningarmyndband JAXA um Hayabusa2, ferðalag geimfarsins og verkefnið sjálft. Everyone, we did it!!! #haya2_TD Thank you so much for your support from all over the world! pic.twitter.com/cHkeTCBgcs— HAYABUSA2@JAXA (@haya2e_jaxa) February 22, 2019 Geimurinn Japan Tækni Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Japanska geimfarið Hayabusa2 lenti í nótt á smástirninu Ryugu, sem er í um 300 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni og skaut það með sérstakri byssukúlu. Þetta hljómar ef til vill skringilega en vonast er til þess að þetta sérstaka byssuskot geti varpað ljósi á uppruna vatns og lífs á jörðinni. Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. Talið er að þar megi einnig finna vatn. Í samtali við Guardian sagði vísindamaðurinn John Bridges að ástæða þess að verið væri að kanna Ryugu væri að smástirnið táknaði í raun upphafi sólkerfisins. Plánetur þess hefðu meðal annars orðið til úr smástirnum eins og Ryugu.Með því að skjóta smástirnið gat geimfarið safnað ryki og öðru efni sem kastaðist upp við skotið. Upprunalega stóð til að taka sýni í fyrra en eftir að lendingarför sýndu fram á að yfirborð Ryugu var grýttara en talið var þurfti að undirbúa verkefnið betur.Sjá einnig: Lentu vélmennum á smástirniHayabusa2 hefur verið á braut um Ryugu frá því í júní í fyrra en því var skotið á loft í byrjun desember 2014. Starfsmenn Geimvísindastofnunar Japan, JAXA, áætla að lenda geimfarinu aftur á jörðinni á næsta ári. Það mun verja næstu mánuðum á braut um Ryugu og safna frekari upplýsingum um smástirnið. Samkvæmt JAXA er Hayabusa2 við hestaheilsu, ef svo má að orði komast. Hér má sjá kynningarmyndband JAXA um Hayabusa2, ferðalag geimfarsins og verkefnið sjálft. Everyone, we did it!!! #haya2_TD Thank you so much for your support from all over the world! pic.twitter.com/cHkeTCBgcs— HAYABUSA2@JAXA (@haya2e_jaxa) February 22, 2019
Geimurinn Japan Tækni Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira