Roger Stone meinað að tjá sig eftir meinta ógnun Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2019 08:34 Roger Stone fyrir utan dómshúsið í gær. AP/Jacquelyn Martin Roger Stone, sem er ráðgjafi og vinur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til fjölda ára, hefur verið meinað að tjá sig um Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og Rússarannsóknina svokölluðu. Alríkisdómari gaf út þessa skipun í gærkvöldi eftir að Stone hafði birt mynd af henni á Instagram þar sem búið var að setja skotmark á myndina. Dómarinn Amy Berman Jackson gerði Stone ljóst að ef hann myndi tjá sig um málið myndi hann fara í fangelsi. Hún sagði einnig að ummæli Stone gætu ógnað fólki sem kæmi að málinu. „Í dag gaf ég þér annað tækifæri. Þetta er ekki hafnabolti. Þá færð ekki þriðja tækifærið,“ er haft eftir Jackson á vef NBC News. Þá sagði hún að afsökunarbeiðni Stone hefði ekki verið einlæg.Áður en hún kvað upp úrskurð sinn baðst Stone afsökunar og sagðist hafa gert heimskuleg mistök. „Ég álasa sjáfum mér, ekki jafn mikið og konan mín gerir þó,“ sagði Stone og hélt hann því fram að um dómgreindarleysi hefði verið að ræða. Í sama mund hélt hann því fram að krossinn á myndinni sem hann birti á mánudaginn, og eyddi svo, hefði í rauninni ekki verið skotmark.Myndin sem um ræðir var af Jackson og þar hafði Stone skrifað að „djúpríkis-launmorðinginn“ Robert Mueller hefði tryggt að Jackson yrði yfir máli Stone þar sem hún hefði verið skipuð af Barack Obama. Þá sagði Stone að Jackson hefði fellt niður ákæru gegn Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, og fangelsað Paul Manafort, annan kosningastjóra Trump, áður en hann hefði verið dæmdur fyrir nokkurn glæp.Stone skrifaði einnig #fixisin til marks um að þegar væri búið að ákveða niðurstöðu málaferlanna gegn honum og bað hann fólk um að styðja hann fjárhagslega. Stone hefur verið ákærður fyrir að ljúga að þingmönnum um samskipti sín við Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016, standa í vegi réttvísinnar og reyna að hafa áhrif á vitni. Hann neitar sök.In his latest Instagram post, Roger Stone attacks Judge Amy Berman Jackson, the federal judge overseeing his case.There is a crosshair in the upper left corner of the picture. pic.twitter.com/tbjLI0S81c— Kyle Griffin (@kylegriffin1) February 18, 2019 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Roger Stone, sem er ráðgjafi og vinur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til fjölda ára, hefur verið meinað að tjá sig um Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og Rússarannsóknina svokölluðu. Alríkisdómari gaf út þessa skipun í gærkvöldi eftir að Stone hafði birt mynd af henni á Instagram þar sem búið var að setja skotmark á myndina. Dómarinn Amy Berman Jackson gerði Stone ljóst að ef hann myndi tjá sig um málið myndi hann fara í fangelsi. Hún sagði einnig að ummæli Stone gætu ógnað fólki sem kæmi að málinu. „Í dag gaf ég þér annað tækifæri. Þetta er ekki hafnabolti. Þá færð ekki þriðja tækifærið,“ er haft eftir Jackson á vef NBC News. Þá sagði hún að afsökunarbeiðni Stone hefði ekki verið einlæg.Áður en hún kvað upp úrskurð sinn baðst Stone afsökunar og sagðist hafa gert heimskuleg mistök. „Ég álasa sjáfum mér, ekki jafn mikið og konan mín gerir þó,“ sagði Stone og hélt hann því fram að um dómgreindarleysi hefði verið að ræða. Í sama mund hélt hann því fram að krossinn á myndinni sem hann birti á mánudaginn, og eyddi svo, hefði í rauninni ekki verið skotmark.Myndin sem um ræðir var af Jackson og þar hafði Stone skrifað að „djúpríkis-launmorðinginn“ Robert Mueller hefði tryggt að Jackson yrði yfir máli Stone þar sem hún hefði verið skipuð af Barack Obama. Þá sagði Stone að Jackson hefði fellt niður ákæru gegn Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, og fangelsað Paul Manafort, annan kosningastjóra Trump, áður en hann hefði verið dæmdur fyrir nokkurn glæp.Stone skrifaði einnig #fixisin til marks um að þegar væri búið að ákveða niðurstöðu málaferlanna gegn honum og bað hann fólk um að styðja hann fjárhagslega. Stone hefur verið ákærður fyrir að ljúga að þingmönnum um samskipti sín við Wikileaks í aðdraganda forsetakosninganna 2016, standa í vegi réttvísinnar og reyna að hafa áhrif á vitni. Hann neitar sök.In his latest Instagram post, Roger Stone attacks Judge Amy Berman Jackson, the federal judge overseeing his case.There is a crosshair in the upper left corner of the picture. pic.twitter.com/tbjLI0S81c— Kyle Griffin (@kylegriffin1) February 18, 2019
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira