#Metoo málað á styttu af kossinum sögufræga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2019 11:14 Styttan er staðsett í Sarasota í Flórída-ríki Bandaríkjanna. Mynd/Lögreglan í Sarasota Aðeins degi efir að Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa lést voru unnin skemmdarverk á styttu af honum og Gretu Zimmer Friedman. Styttan endurskapaði eina sögufrægustu ljósmynd allra tíma. #Metoo var málað með rauðu á styttuna. Mendonsa lést á mánudaginn, 95 ára að aldri, en hann birtist á einni frægustu ljósmynd sögunnar frá árinu 1945 þar sem sést til hans smella rembingskossi á Friedman á Times-torgi í New York eftir að fréttir bárust af uppgjöf Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Myndin hefur alla jafna þótt vera merki um þá miklu gleði sem braust út eftir að í ljós kom að seinni heimstyrjöldin væri á enda en tugir þúsunda komu saman á Times-torgi til að fagna tíðindunum þann 14. ágúst 1945.Ljósmyndin sögufræga.GettyÁ undanförnum árum hafa þó ýmsir bent á að á myndinni megi sjá skýrt dæmi um kynferðislegt ofbeldi þar sem Mendoza hafi ekki haft leyfi til að kyssa hana.Í viðtali árið 2005 sagði Friedman frá því að Mendonsa hafi gripið hana og að það hafi ekki verið hennar val að verða kysst á þessu augnabliki. Kossinn hafi þó verið einhvers konar gleðiathöfn. Þá hefur sonur hennar sagt að Friedman hafi aldrei litið á kossinn í neikvæðu ljósi.Ætla má að þeir sem frömdu skemmdarverkin hafi með því að mála #Metoo á styttuna, sem staðsett er í Sarasota í Flórída-ríki, ætlað sér að beina athyglinni að kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Myllumerkið hefur verið notað frá árinu 2017 þegar fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, stigu fram og sögðu frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina. Bandaríkin MeToo Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Maðurinn á kossamyndinni frægu frá 1945 er látinn Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa er látinn, 95 ára að aldri. 18. febrúar 2019 23:55 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Aðeins degi efir að Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa lést voru unnin skemmdarverk á styttu af honum og Gretu Zimmer Friedman. Styttan endurskapaði eina sögufrægustu ljósmynd allra tíma. #Metoo var málað með rauðu á styttuna. Mendonsa lést á mánudaginn, 95 ára að aldri, en hann birtist á einni frægustu ljósmynd sögunnar frá árinu 1945 þar sem sést til hans smella rembingskossi á Friedman á Times-torgi í New York eftir að fréttir bárust af uppgjöf Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Myndin hefur alla jafna þótt vera merki um þá miklu gleði sem braust út eftir að í ljós kom að seinni heimstyrjöldin væri á enda en tugir þúsunda komu saman á Times-torgi til að fagna tíðindunum þann 14. ágúst 1945.Ljósmyndin sögufræga.GettyÁ undanförnum árum hafa þó ýmsir bent á að á myndinni megi sjá skýrt dæmi um kynferðislegt ofbeldi þar sem Mendoza hafi ekki haft leyfi til að kyssa hana.Í viðtali árið 2005 sagði Friedman frá því að Mendonsa hafi gripið hana og að það hafi ekki verið hennar val að verða kysst á þessu augnabliki. Kossinn hafi þó verið einhvers konar gleðiathöfn. Þá hefur sonur hennar sagt að Friedman hafi aldrei litið á kossinn í neikvæðu ljósi.Ætla má að þeir sem frömdu skemmdarverkin hafi með því að mála #Metoo á styttuna, sem staðsett er í Sarasota í Flórída-ríki, ætlað sér að beina athyglinni að kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Myllumerkið hefur verið notað frá árinu 2017 þegar fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, stigu fram og sögðu frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina.
Bandaríkin MeToo Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Maðurinn á kossamyndinni frægu frá 1945 er látinn Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa er látinn, 95 ára að aldri. 18. febrúar 2019 23:55 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Sjá meira
Maðurinn á kossamyndinni frægu frá 1945 er látinn Bandaríkjamaðurinn George Mendonsa er látinn, 95 ára að aldri. 18. febrúar 2019 23:55