Kenna Bandaríkjunum um og skamma Japana fyrir afskipti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. mars 2019 08:45 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, er væntanlega á sama máli og ríkismiðlarnir. Nordicphotos/AFP Ríkismiðlar í einræðisríkinu Norður-Kóreu fjölluðu í gær um hinn árangurslausa leiðtogafund sem Kim Jong-un einræðisherra og Donald Trump Bandaríkjaforseti áttu í Hanoi í síðustu viku. Vonir stóðu til þess að þeir myndu undirrita yfirlýsingu um kjarnorkuafvopnun Asíuríkisins en af því varð ekki þar sem Bandaríkjamenn vildu ekki fallast á kröfu Norður-Kóreumanna um afléttingu viðskiptaþvingana. Samkvæmt suðurkóreskum greinendum eru þvinganirnar við það að knésetja hagkerfi ríkisins algjörlega. „Almenningur, bæði hér heima og utanlands, vonaðist til að þessi annar leiðtogafundur Alþýðulýðveldisins og Bandaríkjanna í Hanoi bæri árangur en varð fyrir vonbrigðum og kennir Bandaríkjunum um hinn árangurslausa leiðtogafund,“ sagði í dagblaðinu Rodong Sinmun. Dagblaðið sagði svo frá því að Japanar væru að reyna að reka fleyg á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. „Einungis afturhaldsseggirnir í Japan hafa tekið meinfýsna afstöðu í málinu og fagna árangursleysinu eins og um góðar fréttir hafi verið að ræða,“ skrifaði blaðamaður og hélt áfram: „Markmið Japana er, í örvæntingu þeirra, að spilla sambandi Norður-Kóreu og Bandaríkjanna vegna þess að þeir hafa verið skildir út undan í viðræðunum um frið á Kóreuskaga og í heimshlutanum. Þeir eru fyrirlitlegir, rétt eins og þeir sem verðskulda löðrung.“ Þá var vikið að hinum „ósvífna“ Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans. Hann sagður reyna á sama tíma að fá Norður-Kóreumenn til friðarviðræðna við sig. „Japanar hafa framið of marga glæpi til þess að við getum tekist á við þá. Það hefst ekkert upp úr því að eiga í viðræðum við dverga sem hanga í skottinu á Bandaríkjamönnum.“ Japanar voru í þokkabót sagðir með „svört hjörtu“ og ættu að reiða miskabætur af hendi fyrir „fyrri glæpi og gefast upp á þeim draumi sínum að verða hernaðarrisi“. „Örlög hins yfirgefna Japans eru að bíða eftir því að ríkið heyri sögunni til,“ sagði svo enn fremur. Þessi harðnandi afstaða einræðisríkisins birtist sömuleiðis í frétt um sameiginlegar svonefndar Dong Maeng hernaðaræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem standa nú yfir, eftir að Bandaríkin tilkynntu um að æfingum sem kallaðar hafa verið Key Resolve og Foal Eagle hefði verið aflýst. „Þessar aðgerðir […] eru gróft brot gegn sameiginlegri yfirlýsingu Alþýðulýðveldisins og Bandaríkjanna og yfirlýsingum suðurs og norðurs,“ sagði í Rodong Sinmun. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Japan Norður-Kórea Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Ríkismiðlar í einræðisríkinu Norður-Kóreu fjölluðu í gær um hinn árangurslausa leiðtogafund sem Kim Jong-un einræðisherra og Donald Trump Bandaríkjaforseti áttu í Hanoi í síðustu viku. Vonir stóðu til þess að þeir myndu undirrita yfirlýsingu um kjarnorkuafvopnun Asíuríkisins en af því varð ekki þar sem Bandaríkjamenn vildu ekki fallast á kröfu Norður-Kóreumanna um afléttingu viðskiptaþvingana. Samkvæmt suðurkóreskum greinendum eru þvinganirnar við það að knésetja hagkerfi ríkisins algjörlega. „Almenningur, bæði hér heima og utanlands, vonaðist til að þessi annar leiðtogafundur Alþýðulýðveldisins og Bandaríkjanna í Hanoi bæri árangur en varð fyrir vonbrigðum og kennir Bandaríkjunum um hinn árangurslausa leiðtogafund,“ sagði í dagblaðinu Rodong Sinmun. Dagblaðið sagði svo frá því að Japanar væru að reyna að reka fleyg á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. „Einungis afturhaldsseggirnir í Japan hafa tekið meinfýsna afstöðu í málinu og fagna árangursleysinu eins og um góðar fréttir hafi verið að ræða,“ skrifaði blaðamaður og hélt áfram: „Markmið Japana er, í örvæntingu þeirra, að spilla sambandi Norður-Kóreu og Bandaríkjanna vegna þess að þeir hafa verið skildir út undan í viðræðunum um frið á Kóreuskaga og í heimshlutanum. Þeir eru fyrirlitlegir, rétt eins og þeir sem verðskulda löðrung.“ Þá var vikið að hinum „ósvífna“ Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans. Hann sagður reyna á sama tíma að fá Norður-Kóreumenn til friðarviðræðna við sig. „Japanar hafa framið of marga glæpi til þess að við getum tekist á við þá. Það hefst ekkert upp úr því að eiga í viðræðum við dverga sem hanga í skottinu á Bandaríkjamönnum.“ Japanar voru í þokkabót sagðir með „svört hjörtu“ og ættu að reiða miskabætur af hendi fyrir „fyrri glæpi og gefast upp á þeim draumi sínum að verða hernaðarrisi“. „Örlög hins yfirgefna Japans eru að bíða eftir því að ríkið heyri sögunni til,“ sagði svo enn fremur. Þessi harðnandi afstaða einræðisríkisins birtist sömuleiðis í frétt um sameiginlegar svonefndar Dong Maeng hernaðaræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem standa nú yfir, eftir að Bandaríkin tilkynntu um að æfingum sem kallaðar hafa verið Key Resolve og Foal Eagle hefði verið aflýst. „Þessar aðgerðir […] eru gróft brot gegn sameiginlegri yfirlýsingu Alþýðulýðveldisins og Bandaríkjanna og yfirlýsingum suðurs og norðurs,“ sagði í Rodong Sinmun.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Japan Norður-Kórea Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent