Franskur kardináli dæmdur fyrir að hylma yfir kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2019 14:19 Barbarin segist ætla að senda páfa afsagnarbréf sitt. Vísir/EPA Erkibiskupinn í Lyon ætlar að segja af sér eftir að hann var dæmdur sekur um að hylma yfir ásakanir um kynferðisbrot gegn prestum í biskupsdæmi hans. Hann er hæst setti ráðamaður kaþólsku kirkjunnar sem hefur hlotið dóm vegna kynferðisbrota gegn börnum. Dómstóll í Lyon dæmdi Philippe Barbarin í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag. Hann var sakaður um að hafa á árunum 2014 og 2015 hylmt yfir með presti sem var sakaður um kynferðisbrot gegn skátadrengjum á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Réttað verður yfir prestinum síðar á þessu ári, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Barbarin hefur hafnað því að hafa leynt ásökununum gegn prestinum. Brotin sem presturinn er sakaður um áttu sér stað tugum ára áður en Barbarin tók við sem erkibiskup í Lyon árið 2002. Lögmaður Barbarin segir að hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. Ekki liggur fyrir hvort að Frans páfi ætli að samþykkja afsögn Barbarin sem hefur enn stöðu kardinála kaþólsku kirkjunnar. Barbarin sagði eftir að dómurinn lá fyrir að fórnarlömb misnotkunarinnar og fjölskyldur þeirra væru í „bænum hans“. Frakkland Páfagarður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Erkibiskupinn í Lyon ætlar að segja af sér eftir að hann var dæmdur sekur um að hylma yfir ásakanir um kynferðisbrot gegn prestum í biskupsdæmi hans. Hann er hæst setti ráðamaður kaþólsku kirkjunnar sem hefur hlotið dóm vegna kynferðisbrota gegn börnum. Dómstóll í Lyon dæmdi Philippe Barbarin í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag. Hann var sakaður um að hafa á árunum 2014 og 2015 hylmt yfir með presti sem var sakaður um kynferðisbrot gegn skátadrengjum á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Réttað verður yfir prestinum síðar á þessu ári, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Barbarin hefur hafnað því að hafa leynt ásökununum gegn prestinum. Brotin sem presturinn er sakaður um áttu sér stað tugum ára áður en Barbarin tók við sem erkibiskup í Lyon árið 2002. Lögmaður Barbarin segir að hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. Ekki liggur fyrir hvort að Frans páfi ætli að samþykkja afsögn Barbarin sem hefur enn stöðu kardinála kaþólsku kirkjunnar. Barbarin sagði eftir að dómurinn lá fyrir að fórnarlömb misnotkunarinnar og fjölskyldur þeirra væru í „bænum hans“.
Frakkland Páfagarður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira