Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Kristín Ólafsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 6. mars 2019 11:30 R Kelly í viðtalinu við Gayle King. Bandaríski tónlistarmaðurinn R Kelly þvertekur fyrir það að hafa misnotað konur og stúlkur áratugum saman og segir að ásakanirnar gegn honum séu „heimskulegar,“ „ekki sannar“ og „ósanngjarnar.“ Þetta kemur fram í viðtali við hann við CBS News sem birtist í tveimur hlutum í dag og á morgun. Kelly hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum en þrjár þeirra voru undir lögaldri þegar hann á að hafa brotið gegn þeim. Fjallað er um viðtalið á vef The Guardian en hér fyrir neðan má sjá brot úr því sem CBS birti á Youtube í gær. Konurnar sem undanfarið hafa sakað Kelly um að hafa brotið gegn sér hafa meðal annars sagt frá því að hann hafi brotið gegn þeim kynferðislega sem og beitt þær andlegu ofbeldi. „Þetta er ekki satt! Ekki satt! Hvort sem það eru gamlir orðrómar, nýir orðrómar, framtíðarorðrómar. Ekki sannir!“ segir Kelly í viðtalinu sem blaðamaðurinn Gayle King tekur. King spyr Kelly meðal annars út í það hvort hann hafi haldið stúlkum nauðugum en ásakanirnar snúa meðal annars að því að tónlistarmaðurinn hafi haldið úti nokkurs konar sértrúarsöfnuði, heilaþvegið hóp kvenna og beitt þær harðræði og ofbeldi. Kelly svaraði því til að hann þyrfti ekki að halda konum nauðugum. „Af hverju myndi ég gera það? Hversu heimskulegt væri það fyrir R. Kelly, eftir allt sem ég hef gengið í gegnum í fjarlægri fortíð? […] Hversu heimskur þyrfti ég að vera til að gera það?“ Tónlistarmanninum varð síðan heitt í hamsi, röddin brast og hann táraðist. „Ég gerði þetta ekki. Þetta er ekki ég. Ég er að berjast fyrir fjárans lífi mínu.“ Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir „Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 18. janúar 2019 11:45 R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45 R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Kelly var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. 23. febrúar 2019 21:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn R Kelly þvertekur fyrir það að hafa misnotað konur og stúlkur áratugum saman og segir að ásakanirnar gegn honum séu „heimskulegar,“ „ekki sannar“ og „ósanngjarnar.“ Þetta kemur fram í viðtali við hann við CBS News sem birtist í tveimur hlutum í dag og á morgun. Kelly hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum en þrjár þeirra voru undir lögaldri þegar hann á að hafa brotið gegn þeim. Fjallað er um viðtalið á vef The Guardian en hér fyrir neðan má sjá brot úr því sem CBS birti á Youtube í gær. Konurnar sem undanfarið hafa sakað Kelly um að hafa brotið gegn sér hafa meðal annars sagt frá því að hann hafi brotið gegn þeim kynferðislega sem og beitt þær andlegu ofbeldi. „Þetta er ekki satt! Ekki satt! Hvort sem það eru gamlir orðrómar, nýir orðrómar, framtíðarorðrómar. Ekki sannir!“ segir Kelly í viðtalinu sem blaðamaðurinn Gayle King tekur. King spyr Kelly meðal annars út í það hvort hann hafi haldið stúlkum nauðugum en ásakanirnar snúa meðal annars að því að tónlistarmaðurinn hafi haldið úti nokkurs konar sértrúarsöfnuði, heilaþvegið hóp kvenna og beitt þær harðræði og ofbeldi. Kelly svaraði því til að hann þyrfti ekki að halda konum nauðugum. „Af hverju myndi ég gera það? Hversu heimskulegt væri það fyrir R. Kelly, eftir allt sem ég hef gengið í gegnum í fjarlægri fortíð? […] Hversu heimskur þyrfti ég að vera til að gera það?“ Tónlistarmanninum varð síðan heitt í hamsi, röddin brast og hann táraðist. „Ég gerði þetta ekki. Þetta er ekki ég. Ég er að berjast fyrir fjárans lífi mínu.“
Bandaríkin MeToo Mál R. Kelly Tengdar fréttir „Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 18. janúar 2019 11:45 R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45 R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Kelly var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. 23. febrúar 2019 21:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
„Öllum var sama því við vorum svartar stelpur“ Fjöldi kvenna hefur undanfarin misseri stigið fram og sakað bandaríska R&B-tónlistarmanninn R Kelly um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi. 18. janúar 2019 11:45
R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45
R. Kelly ekki látinn laus nema gegn milljón dollara tryggingu Kelly var handtekinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn fjórum konum, þar af þremur undir lögaldri. 23. febrúar 2019 21:53