Búa sig undir að hljóta þunga dóma: „Gíslataka og hefndaraðgerð í eðli sínu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. mars 2019 15:31 Guðmundur Arngrímsson, sem hefur fylgst grannt með gangi mála, segir að ákærðu séu farnir að gera sér grein fyrir þeim veruleika sem blasir við þeim sem í versta falli gæti verið 25 ára fangelsisvist. Réttarhöldin yfir tólf aðskilnaðarsinnum í Katalóníu hófust um miðjan febrúar á þessu ári en talið er að þau gætu staðið yfir í allt að mánuð. Guðmundur Arngrímsson, sem hefur fylgst grannt með gangi mála, segir að ákærðu séu farnir að gera sér grein fyrir þeim veruleika sem blasir við þeim sem í versta falli gæti verið 25 ára fangelsisvist. Guðmundur varpaði ljósi á málið í útvarpsþættinum Bítið í morgun. „Það eru fleiri hundruð vitni á vegum ákæruvaldsins. Þetta er náttúrulega hálfgerð gíslataka og hefndaraðgerð í eðli sínu,“ segir Guðmundur um réttarhöldin. Í hópi hinna ákærðu eru fyrrverandi ráðherrar katalónsku heimastjórnarinnar, formenn félagasamtaka sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu og fyrrverandi forseti katalónska þingsins. Ákærurnar eru þrenns konar og snúast allar um framgöngu ákærðu í tengslum við atkvæðagreiðslu um sjálfsákvörðunarrétt Katalóníu sem fór fram 1. október 2017 sem blásið var til í óþökk spænskra stjórnvalda. Níu af tólf ákærðu eru ákærðir fyrir uppreisn en Guðmundur bendir á að í skilgreiningu spænsku stjórnarskrárinnar á uppreisn komi skýrt fram að uppreisn sé ofbeldisfull og stefni að ofbeldisfullum markmiðum. Guðmundur og kærasta hans Victòria Marcó Soler fylgjast náið með gangi mála í Katalóníu.Guðmundur HrafnHann segir að ákæruvaldið sýni fram á tvenns konar sönnunargögn í því sambandi sem sé annars vegar skemmdir á lögreglubílum þegar þúsundir manna komu saman fyrir utan innanríkisráðuneytið 20. september 2017 og hins vegar myndband sem sýni mótmælanda kasta umferðarkeilu í átt á lögreglumanni. Verjendur hinna ákærðu benda á að þeir ekki hafa haft í frammi ofbeldi af neinu tagi. Það lítilvæga „ofbeldi“ sem ákæruvaldið tali um hafi ekki verið framið af þeim sem nú sitja á sakamannabekk. Guðmundur segir að það sé afar sorglegt að fylgjast með réttarhöldunum. Hann segir að undanfarið hafi stjórnvöld og fjölmiðlar undirbúið spænsku þjóðina fyrir að það falli þungur dómur í málinu. Flestir hinna ákærðu hafa setið sleitulaust í fangelsi frá haustmánuðum ársins 2017 og Guðmundur segir að margir þingmannanna geri sér grein fyrir því að þeir séu ekki að fara að losna úr fangelsi fyrir að vilja standa vörð um lýðræðislegan rétt Katalóníumanna. Hinir ákærðu standa frammi fyrir refsiramma sem er 15-25 ára fangelsisvist.Líta svo á að þetta sé eins og fyrir manneskju að missa útlim „Þetta er náttúrulega bara farsi að öllu leyti,“ segir Guðmundur. Þegar Guðmundur er spurður út í sjónarmið Spánverja segir hann að þeir sýni sjálfsákvörðunarrétti Katalóníumanna engan skilning. „Þeir líta á þetta sem landið sitt. Þetta eru réttmætar kröfur, vel að merkja. Það stendur í stjórnarskránni spænsku, sem var skrifuð sem eins konar friðarplagg 1979, að ytri landamæri Spánar séu óuppleysanleg,“ segir Guðmundur sem bendir á að í henni sé ekki gert ráð fyrir lýðræði sem miði að því að stofna ríki innan landamæra Spánar. „Þeir líta á þetta eins og ef manneskja myndi hreinlega missa útlim,“ segir Guðmundur og bendir á að Spánverjum sé mjög heitt í hamsi yfir málinu.Sjálfsákvörðunarrétturinn er réttur, ekki glæpur, segja mótmælendur sem hafa ítrekað látið í sér heyra frá því aðskilnaðarsinnarnir tólf voru handteknir.Vísir/EPAVilja ekki missa spón úr aski sínum Guðmundur segir að málið snúist ekki aðeins um hugmyndina um sameinaðan Spán heldur líka hinn efnahagslega þátt. „Katalónar eru með langmesta framleiðslu per íbúa á Spáni og þarna er mesta fjárfestingin. og Þetta er náttúrulega, sögulega séð, sterkasta svæði á Spáni. Þarna var mikill efna- og vefiðnaður og bankastarfsemi frá því um 14-1500,“ segir Guðmundur sem segir Spánverja ekki vilja missa þennan spón úr aski sínum. „Það er mjög vinsælt kosningatrix fyrir spænska stjórnmálaflokka, þegar í harðbakkann slær, að lofa einhverjum þrengingum upp á katalóna. Það er ekkert sem þjappar spænskri þjóð eins mikið saman eins og að því að miða að því að sækja meira fé þangað.“ Guðmundur segir Katalónía hafi ekki farið varhluta af pólaríseringu stjórnmálanna sem hefur verið áberandi í Evrópu. Hann segir að það sé lítil sem engin samsvörun á milli pólitískra átta annars vegar á Spáni og hins vegar í Katalóníu. „Ríkjandi stjórnmálaflokkur á Spáni sem hefur verið með kannski 30% fylgi er kannski með 3 eða 4% fylgi í Katalóníu.“ Guðmundur telur þó að ekki líði á löngu þar til réttur Katalóníubúa verði virtur. Charles Puidgemont, fyrrverandi forseti heimstjórnar Katalóníu, segir að viðurkenning á sjálfstæðri Katalóníu sé orðin það mikil í alþjóðasamfélaginu að úr þeirri stöðu sem komin er upp verði ekki aftur snúið. Guðmundur bendir þá á að mikill meirihluti ungs fólks styðji réttinn til sjálfsákvörðunar og því sé þróunin í átt að sjálfstæði óhjákvæmileg. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Rósa Björk segir að fangelsun stjórnmálamanna sé ólíðandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir alþingismaður fylgdist með réttarhöldum Katalóna í Madríd og fundaði með katalónskum stjórnmálamönnum. Hún segir réttarhöldin pólitísk og málið snúast um mannréttindi og tjáningarfrelsi. 18. febrúar 2019 08:45 Segir ekkert eðlilegt við réttarhöldin Réttarhöld yfir átján katalónskum aðskilnaðarsinnum hefjast í dag. Verjandi eins hinna ákærðu Katalóna segir hæstarétt Spánar afbrigðilegan og að dómurinn sé löngu ákveðinn. Spænskur lagaprófessor kemur dómskerfinu til varnar. 12. febrúar 2019 07:15 Amnesty vill fylgjast með réttarhöldum Katalóna Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International hafa sent hæstarétti Spánar bréf þar sem samtökin biðja formlega um leyfi fyrir því að fá að fylgjast með komandi réttarhöldum yfir tólf stjórnmálamönnum og aðgerðasinnum. 18. janúar 2019 08:30 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Réttarhöldin yfir tólf aðskilnaðarsinnum í Katalóníu hófust um miðjan febrúar á þessu ári en talið er að þau gætu staðið yfir í allt að mánuð. Guðmundur Arngrímsson, sem hefur fylgst grannt með gangi mála, segir að ákærðu séu farnir að gera sér grein fyrir þeim veruleika sem blasir við þeim sem í versta falli gæti verið 25 ára fangelsisvist. Guðmundur varpaði ljósi á málið í útvarpsþættinum Bítið í morgun. „Það eru fleiri hundruð vitni á vegum ákæruvaldsins. Þetta er náttúrulega hálfgerð gíslataka og hefndaraðgerð í eðli sínu,“ segir Guðmundur um réttarhöldin. Í hópi hinna ákærðu eru fyrrverandi ráðherrar katalónsku heimastjórnarinnar, formenn félagasamtaka sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu og fyrrverandi forseti katalónska þingsins. Ákærurnar eru þrenns konar og snúast allar um framgöngu ákærðu í tengslum við atkvæðagreiðslu um sjálfsákvörðunarrétt Katalóníu sem fór fram 1. október 2017 sem blásið var til í óþökk spænskra stjórnvalda. Níu af tólf ákærðu eru ákærðir fyrir uppreisn en Guðmundur bendir á að í skilgreiningu spænsku stjórnarskrárinnar á uppreisn komi skýrt fram að uppreisn sé ofbeldisfull og stefni að ofbeldisfullum markmiðum. Guðmundur og kærasta hans Victòria Marcó Soler fylgjast náið með gangi mála í Katalóníu.Guðmundur HrafnHann segir að ákæruvaldið sýni fram á tvenns konar sönnunargögn í því sambandi sem sé annars vegar skemmdir á lögreglubílum þegar þúsundir manna komu saman fyrir utan innanríkisráðuneytið 20. september 2017 og hins vegar myndband sem sýni mótmælanda kasta umferðarkeilu í átt á lögreglumanni. Verjendur hinna ákærðu benda á að þeir ekki hafa haft í frammi ofbeldi af neinu tagi. Það lítilvæga „ofbeldi“ sem ákæruvaldið tali um hafi ekki verið framið af þeim sem nú sitja á sakamannabekk. Guðmundur segir að það sé afar sorglegt að fylgjast með réttarhöldunum. Hann segir að undanfarið hafi stjórnvöld og fjölmiðlar undirbúið spænsku þjóðina fyrir að það falli þungur dómur í málinu. Flestir hinna ákærðu hafa setið sleitulaust í fangelsi frá haustmánuðum ársins 2017 og Guðmundur segir að margir þingmannanna geri sér grein fyrir því að þeir séu ekki að fara að losna úr fangelsi fyrir að vilja standa vörð um lýðræðislegan rétt Katalóníumanna. Hinir ákærðu standa frammi fyrir refsiramma sem er 15-25 ára fangelsisvist.Líta svo á að þetta sé eins og fyrir manneskju að missa útlim „Þetta er náttúrulega bara farsi að öllu leyti,“ segir Guðmundur. Þegar Guðmundur er spurður út í sjónarmið Spánverja segir hann að þeir sýni sjálfsákvörðunarrétti Katalóníumanna engan skilning. „Þeir líta á þetta sem landið sitt. Þetta eru réttmætar kröfur, vel að merkja. Það stendur í stjórnarskránni spænsku, sem var skrifuð sem eins konar friðarplagg 1979, að ytri landamæri Spánar séu óuppleysanleg,“ segir Guðmundur sem bendir á að í henni sé ekki gert ráð fyrir lýðræði sem miði að því að stofna ríki innan landamæra Spánar. „Þeir líta á þetta eins og ef manneskja myndi hreinlega missa útlim,“ segir Guðmundur og bendir á að Spánverjum sé mjög heitt í hamsi yfir málinu.Sjálfsákvörðunarrétturinn er réttur, ekki glæpur, segja mótmælendur sem hafa ítrekað látið í sér heyra frá því aðskilnaðarsinnarnir tólf voru handteknir.Vísir/EPAVilja ekki missa spón úr aski sínum Guðmundur segir að málið snúist ekki aðeins um hugmyndina um sameinaðan Spán heldur líka hinn efnahagslega þátt. „Katalónar eru með langmesta framleiðslu per íbúa á Spáni og þarna er mesta fjárfestingin. og Þetta er náttúrulega, sögulega séð, sterkasta svæði á Spáni. Þarna var mikill efna- og vefiðnaður og bankastarfsemi frá því um 14-1500,“ segir Guðmundur sem segir Spánverja ekki vilja missa þennan spón úr aski sínum. „Það er mjög vinsælt kosningatrix fyrir spænska stjórnmálaflokka, þegar í harðbakkann slær, að lofa einhverjum þrengingum upp á katalóna. Það er ekkert sem þjappar spænskri þjóð eins mikið saman eins og að því að miða að því að sækja meira fé þangað.“ Guðmundur segir Katalónía hafi ekki farið varhluta af pólaríseringu stjórnmálanna sem hefur verið áberandi í Evrópu. Hann segir að það sé lítil sem engin samsvörun á milli pólitískra átta annars vegar á Spáni og hins vegar í Katalóníu. „Ríkjandi stjórnmálaflokkur á Spáni sem hefur verið með kannski 30% fylgi er kannski með 3 eða 4% fylgi í Katalóníu.“ Guðmundur telur þó að ekki líði á löngu þar til réttur Katalóníubúa verði virtur. Charles Puidgemont, fyrrverandi forseti heimstjórnar Katalóníu, segir að viðurkenning á sjálfstæðri Katalóníu sé orðin það mikil í alþjóðasamfélaginu að úr þeirri stöðu sem komin er upp verði ekki aftur snúið. Guðmundur bendir þá á að mikill meirihluti ungs fólks styðji réttinn til sjálfsákvörðunar og því sé þróunin í átt að sjálfstæði óhjákvæmileg.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Rósa Björk segir að fangelsun stjórnmálamanna sé ólíðandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir alþingismaður fylgdist með réttarhöldum Katalóna í Madríd og fundaði með katalónskum stjórnmálamönnum. Hún segir réttarhöldin pólitísk og málið snúast um mannréttindi og tjáningarfrelsi. 18. febrúar 2019 08:45 Segir ekkert eðlilegt við réttarhöldin Réttarhöld yfir átján katalónskum aðskilnaðarsinnum hefjast í dag. Verjandi eins hinna ákærðu Katalóna segir hæstarétt Spánar afbrigðilegan og að dómurinn sé löngu ákveðinn. Spænskur lagaprófessor kemur dómskerfinu til varnar. 12. febrúar 2019 07:15 Amnesty vill fylgjast með réttarhöldum Katalóna Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International hafa sent hæstarétti Spánar bréf þar sem samtökin biðja formlega um leyfi fyrir því að fá að fylgjast með komandi réttarhöldum yfir tólf stjórnmálamönnum og aðgerðasinnum. 18. janúar 2019 08:30 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Rósa Björk segir að fangelsun stjórnmálamanna sé ólíðandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir alþingismaður fylgdist með réttarhöldum Katalóna í Madríd og fundaði með katalónskum stjórnmálamönnum. Hún segir réttarhöldin pólitísk og málið snúast um mannréttindi og tjáningarfrelsi. 18. febrúar 2019 08:45
Segir ekkert eðlilegt við réttarhöldin Réttarhöld yfir átján katalónskum aðskilnaðarsinnum hefjast í dag. Verjandi eins hinna ákærðu Katalóna segir hæstarétt Spánar afbrigðilegan og að dómurinn sé löngu ákveðinn. Spænskur lagaprófessor kemur dómskerfinu til varnar. 12. febrúar 2019 07:15
Amnesty vill fylgjast með réttarhöldum Katalóna Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International hafa sent hæstarétti Spánar bréf þar sem samtökin biðja formlega um leyfi fyrir því að fá að fylgjast með komandi réttarhöldum yfir tólf stjórnmálamönnum og aðgerðasinnum. 18. janúar 2019 08:30