Trump hafi misskilið kröfur Norður-Kóreu Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. mars 2019 08:00 Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu. Getty/Asahi Shimbun Norður-kóresk stjórnvöld segja Bandaríkjaforseta hafa farið með rangt mál á blaðamannafundi sínum í Hanoi í Víetnam í gær. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og sendinefnd hans hafi ekki farið fram á að öllum viðskiptaþvingunum gegn ríki þeirra yrði aflétt, í skiptum fyrir kjarnorkuafvopnun. Fundi þeirra Kim og Donald Trump Bandaríkjaforseta lauk snögglega og án sameiginlegrar niðurstöðu í gær. Vonir höfðu staðið til að leiðtogarnir myndu undirrita nýtt samkomulag um framtíð kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu og viðskiptaþvingana Bandaríkjanna á stjórnvöld í Pjongjang. Eftir að viðræðunum var slitið í gærmorgun hélt Trump blaðamannafund. Þar lýsti forsetinn því að viðræðurnar hafi strandað á kröfum Kim, sem Trump sagði hafa farið fram á algjöra afléttingu viðskiptaþvingana gegn Norður-Kóreu í skiptum fyrir að draga töluvert úr kjarnorkuáætlun sinni - en þó ekki að fullu.Sjá einnig: Gat ekki gengið að kröfum Kim Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir hins vegar að þetta sé ekki alveg sannleikanum samkvæmt hjá Bandaríkjaforseta. Stjórnvöld í Pjongjang hafi ekki farið fram á að öllum viðskiptaþvingunum yrði aflétt, aðeins hluta þeirra. „Þvingunum sem bitna á þegnum okkar og lífsviðurværi þeirra,“ eins og Ri Yong-ho lýsti því í gærkvöldi. Þar að auki hafi Norður-Kóreumenn verið reiðubúnir að loka kjarnorkukljúfi sínum í Yongbyon, sem endurræstur var árið 2016. Kljúfurinn er sagður ein af undirstöðum kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu og lokun hans því talið mikilsvert framlag af hálfu Kim og sendinefndar hans. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu lýsir því að þetta hafi verið besta tilboð sem stjórnvöld hans gátu boðið Bandaríkjunum, í ljósi þess trausts sem ríkir á milli landanna tveggja. Aukinheldur segir Ri að Norður-Kóreumenn hafi getað lofað því að hætta tilraunum sínum á langdrægum eldflaugum. Hann bætti við að stjórnvöld í Pjongjang ættu erfitt með að sjá fyrir sér að annað tækifæri eins og Hanoi-viðræðurnar myndi bjóðast aftur. „Meginkröfur okkar eru ófrávíkjanlegar og tillögur okkar munu ekki breytast, þó svo að Bandaríkin bjóði okkur til annarra viðræðna í framtíðinni,“ segir Ri. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52 Gat ekki gengið að kröfum Kim Forseti og utanríkisráðherra Bandaríkjanna voru sammála um að fundur þeirra með sendinefnd Norður-Kóreu í Hanoi hafi verið góður. 28. febrúar 2019 07:35 Fríaði Kim af ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns Enn tók Bandaríkjaforseti upp hanskann fyrir erlenda alræðisherra þegar hann sagði Kim Jong-un ekki bera ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns sem var pyntaður í Norður-Kóreu. 28. febrúar 2019 13:04 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira
Norður-kóresk stjórnvöld segja Bandaríkjaforseta hafa farið með rangt mál á blaðamannafundi sínum í Hanoi í Víetnam í gær. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og sendinefnd hans hafi ekki farið fram á að öllum viðskiptaþvingunum gegn ríki þeirra yrði aflétt, í skiptum fyrir kjarnorkuafvopnun. Fundi þeirra Kim og Donald Trump Bandaríkjaforseta lauk snögglega og án sameiginlegrar niðurstöðu í gær. Vonir höfðu staðið til að leiðtogarnir myndu undirrita nýtt samkomulag um framtíð kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu og viðskiptaþvingana Bandaríkjanna á stjórnvöld í Pjongjang. Eftir að viðræðunum var slitið í gærmorgun hélt Trump blaðamannafund. Þar lýsti forsetinn því að viðræðurnar hafi strandað á kröfum Kim, sem Trump sagði hafa farið fram á algjöra afléttingu viðskiptaþvingana gegn Norður-Kóreu í skiptum fyrir að draga töluvert úr kjarnorkuáætlun sinni - en þó ekki að fullu.Sjá einnig: Gat ekki gengið að kröfum Kim Utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir hins vegar að þetta sé ekki alveg sannleikanum samkvæmt hjá Bandaríkjaforseta. Stjórnvöld í Pjongjang hafi ekki farið fram á að öllum viðskiptaþvingunum yrði aflétt, aðeins hluta þeirra. „Þvingunum sem bitna á þegnum okkar og lífsviðurværi þeirra,“ eins og Ri Yong-ho lýsti því í gærkvöldi. Þar að auki hafi Norður-Kóreumenn verið reiðubúnir að loka kjarnorkukljúfi sínum í Yongbyon, sem endurræstur var árið 2016. Kljúfurinn er sagður ein af undirstöðum kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu og lokun hans því talið mikilsvert framlag af hálfu Kim og sendinefndar hans. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu lýsir því að þetta hafi verið besta tilboð sem stjórnvöld hans gátu boðið Bandaríkjunum, í ljósi þess trausts sem ríkir á milli landanna tveggja. Aukinheldur segir Ri að Norður-Kóreumenn hafi getað lofað því að hætta tilraunum sínum á langdrægum eldflaugum. Hann bætti við að stjórnvöld í Pjongjang ættu erfitt með að sjá fyrir sér að annað tækifæri eins og Hanoi-viðræðurnar myndi bjóðast aftur. „Meginkröfur okkar eru ófrávíkjanlegar og tillögur okkar munu ekki breytast, þó svo að Bandaríkin bjóði okkur til annarra viðræðna í framtíðinni,“ segir Ri.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52 Gat ekki gengið að kröfum Kim Forseti og utanríkisráðherra Bandaríkjanna voru sammála um að fundur þeirra með sendinefnd Norður-Kóreu í Hanoi hafi verið góður. 28. febrúar 2019 07:35 Fríaði Kim af ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns Enn tók Bandaríkjaforseti upp hanskann fyrir erlenda alræðisherra þegar hann sagði Kim Jong-un ekki bera ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns sem var pyntaður í Norður-Kóreu. 28. febrúar 2019 13:04 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Sjá meira
Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. 28. febrúar 2019 06:52
Gat ekki gengið að kröfum Kim Forseti og utanríkisráðherra Bandaríkjanna voru sammála um að fundur þeirra með sendinefnd Norður-Kóreu í Hanoi hafi verið góður. 28. febrúar 2019 07:35
Fríaði Kim af ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns Enn tók Bandaríkjaforseti upp hanskann fyrir erlenda alræðisherra þegar hann sagði Kim Jong-un ekki bera ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns sem var pyntaður í Norður-Kóreu. 28. febrúar 2019 13:04