„Skrýtin tilfinning að þurfa að segja barni frá svona illmennsku í heiminum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2019 08:36 Árásarmenn hófu skothríð í tveimur moskum í Christchurch í nótt, um klukkan 13:40 að nýsjálenskum tíma. EPA/EFE Íbúar í nýsjálensku borginni Christchurch, þar sem minnst 49 voru skotnir til bana í hryðjuverkaárás á tvær moskur í nótt, eru skelfingu lostnir, að sögn Íslendings sem búsettur er í borginni. Hann segir Christchurch rólega borg og að enginn hafi búist við því að svo hryllileg voðaverk yrðu framin þar.Strax ljóst að ástandið var alvarlegt Svavar Gísli Ragnarsson hefur verið búsettur í Christchurch síðastliðin sjö ár ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum. Hann var á leið á spítala í nágrenninu með mat handa starfsfólki þegar fréttastofa náði tal af honum í morgun. Skotárásin var gerð um klukkan 13:40 að staðartíma en Svavar segist hafa fengið fyrstu fregnir af henni um tuttugu mínútum síðar.Svavar Gísli Ragnarsson.Mynd/Aðsend„Um tvöleytið fór ég að heyra af því að það hefði orðið skotárás hérna einhvers staðar, og ekki langt frá okkur. Svo rétt um 14:30 byrjaði ég að keyra heim úr miðborginni í úthverfið og þá sá ég að það voru lögreglubílar og sjúkrabílar alls staðar, fram og til baka. Og mér fannst svo merkilegt að sjá að þeir voru allir að keyra í mismunandi áttir,“ segir Svavar. Þá lýsir hann því að hann hafi séð hóp þungvopnaðra lögreglumanna koma út af lögreglustöð í götunni hjá sér. „Maður sá strax þá að það var eitthvað mikið um að vera.“Skólar dætranna í „lockdown“ Svavar sá fljótlega fram á að komast ekki heim þar sem búið var að loka götum víða í borginni. „Og meira að segja leiðin sem ég fer heim, það var þar sem þeir náðu fyrsta skotmanninum. Og því ástæða fyrir því að ég gat ekki farið þá leið.“ Svavar og fjölskylda hans búa í Búa í Prebbleton, smábæ rétt fyrir utan Christchurch. Hann segir að skólum dætra sinna, sem eru fimm og sjö ára, hafi verið lokað fljótlega eftir árásina og mátti enginn fara þangað inn eða út. „[…] sem er svolítið svona sérstök tilfinning, að geta ekki sótt börnin þín. Við fórum bæði heim, ég og eiginkonan var heima, biðum aðeins þar og fréttum svo að leikskólinn væri að hleypa inn foreldrum en ef foreldrar færu inn máttu þeir ekki fara út aftur. Þannig að eiginkonan fór á leikskólann til að vera með litlu og ég beið við miðlana til að bíða eftir fréttum um að við mættum sækja skólastelpuna.“Lögregla hefur verið með mikinn viðbúnað í Christchurch.Vísir/GEttyTrúir því enginn að þetta hafi gerst Hjónin komu dætrunum loks heim um sexleytið en Svavar segir að stúlkunum hafi ekki verið sagt af árásinni í skólanum. Hann hafi sjálfur stiklað á stóru um árásina við eldri dóttur sína en ekki sagt þeirri yngri neitt. „[Það er] skrýtin tilfinning að þurfa að segja barni frá svona illmennsku í heiminum.“ Aðspurður segir Svavar að íbúar Christchurch séu slegnir yfir árásinni. Hann lýsir því að hrætt fólk hafi leitað skjóls á skyndibitastaðnum sem hann rekur í borginni, The Kiwi Viking, á meðan lögregluaðgerðir stóðu sem hæst síðdegis. „Það eru bara allir í sjokki. Það trúir enginn að þetta gerist í þessu þjóðfélagi hér. Christschurch er alveg einstaklega róleg borg, sérstaklega eftir jarðskjálftann. Borgin er búin að taka svo ægilega langan tíma að taka við sér aftur, þannig að hún er ægilega róleg, sérstaklega á kvöldin og annað. Og náttúrulega bara skrýtið að við erum oft búin að vera þarna í Hagley park, og þetta er innan við þrjá kílómetra frá okkur á báða vegu, það sem gerðist.“ Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Krikketlið frá Bangladess rétt slapp í skotárásinni á Nýja Sjálandi Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 08:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Íbúar í nýsjálensku borginni Christchurch, þar sem minnst 49 voru skotnir til bana í hryðjuverkaárás á tvær moskur í nótt, eru skelfingu lostnir, að sögn Íslendings sem búsettur er í borginni. Hann segir Christchurch rólega borg og að enginn hafi búist við því að svo hryllileg voðaverk yrðu framin þar.Strax ljóst að ástandið var alvarlegt Svavar Gísli Ragnarsson hefur verið búsettur í Christchurch síðastliðin sjö ár ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum. Hann var á leið á spítala í nágrenninu með mat handa starfsfólki þegar fréttastofa náði tal af honum í morgun. Skotárásin var gerð um klukkan 13:40 að staðartíma en Svavar segist hafa fengið fyrstu fregnir af henni um tuttugu mínútum síðar.Svavar Gísli Ragnarsson.Mynd/Aðsend„Um tvöleytið fór ég að heyra af því að það hefði orðið skotárás hérna einhvers staðar, og ekki langt frá okkur. Svo rétt um 14:30 byrjaði ég að keyra heim úr miðborginni í úthverfið og þá sá ég að það voru lögreglubílar og sjúkrabílar alls staðar, fram og til baka. Og mér fannst svo merkilegt að sjá að þeir voru allir að keyra í mismunandi áttir,“ segir Svavar. Þá lýsir hann því að hann hafi séð hóp þungvopnaðra lögreglumanna koma út af lögreglustöð í götunni hjá sér. „Maður sá strax þá að það var eitthvað mikið um að vera.“Skólar dætranna í „lockdown“ Svavar sá fljótlega fram á að komast ekki heim þar sem búið var að loka götum víða í borginni. „Og meira að segja leiðin sem ég fer heim, það var þar sem þeir náðu fyrsta skotmanninum. Og því ástæða fyrir því að ég gat ekki farið þá leið.“ Svavar og fjölskylda hans búa í Búa í Prebbleton, smábæ rétt fyrir utan Christchurch. Hann segir að skólum dætra sinna, sem eru fimm og sjö ára, hafi verið lokað fljótlega eftir árásina og mátti enginn fara þangað inn eða út. „[…] sem er svolítið svona sérstök tilfinning, að geta ekki sótt börnin þín. Við fórum bæði heim, ég og eiginkonan var heima, biðum aðeins þar og fréttum svo að leikskólinn væri að hleypa inn foreldrum en ef foreldrar færu inn máttu þeir ekki fara út aftur. Þannig að eiginkonan fór á leikskólann til að vera með litlu og ég beið við miðlana til að bíða eftir fréttum um að við mættum sækja skólastelpuna.“Lögregla hefur verið með mikinn viðbúnað í Christchurch.Vísir/GEttyTrúir því enginn að þetta hafi gerst Hjónin komu dætrunum loks heim um sexleytið en Svavar segir að stúlkunum hafi ekki verið sagt af árásinni í skólanum. Hann hafi sjálfur stiklað á stóru um árásina við eldri dóttur sína en ekki sagt þeirri yngri neitt. „[Það er] skrýtin tilfinning að þurfa að segja barni frá svona illmennsku í heiminum.“ Aðspurður segir Svavar að íbúar Christchurch séu slegnir yfir árásinni. Hann lýsir því að hrætt fólk hafi leitað skjóls á skyndibitastaðnum sem hann rekur í borginni, The Kiwi Viking, á meðan lögregluaðgerðir stóðu sem hæst síðdegis. „Það eru bara allir í sjokki. Það trúir enginn að þetta gerist í þessu þjóðfélagi hér. Christschurch er alveg einstaklega róleg borg, sérstaklega eftir jarðskjálftann. Borgin er búin að taka svo ægilega langan tíma að taka við sér aftur, þannig að hún er ægilega róleg, sérstaklega á kvöldin og annað. Og náttúrulega bara skrýtið að við erum oft búin að vera þarna í Hagley park, og þetta er innan við þrjá kílómetra frá okkur á báða vegu, það sem gerðist.“
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Krikketlið frá Bangladess rétt slapp í skotárásinni á Nýja Sjálandi Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 08:15 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31
Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53
Krikketlið frá Bangladess rétt slapp í skotárásinni á Nýja Sjálandi Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 08:15