Breskur fyrrverandi hermaður ákærður vegna blóðuga sunnudagsins Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2019 13:32 Fjölskyldur þeirra sem voru myrtir á blóðuga sunnudeginum kröfðust réttlætis fyrir þá í Derry í dag. Vísir/Getty Saksóknarar á Bretland telja nægar sannanir fyrir hendi til að ákæra fyrrverandi hermann fyrir morð á tveimur mönnum á mótmælum á Norður-Írlandi á svonefndum „blóðuga sunnudeginum“ árið 1972. Hermaðurinn fyrrverandi verður einnig ákærður fyrir að reyna að drepa fjóra aðra mótmælendur. Breskir hermenn skutu þrettán manns til bana á mótmælum í Derry á Norður-Írlandi 30. janúar árið 1972. Dagurinn hefur gengið undir nafninu „blóðugi sunnudagurinn“ síðan. Ákæran sem tilkynnt var um í dag er á hendur ónefndum breskum hermanni vegna morðsins á James Wray og William McKinney. Saksóknararnir sögðu ekki nægilegar sannanir fyrir hendi til að ákæra sextán aðra hermenn og tvo liðsmenn Írska lýðveldishersins (IRA), að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Liam Wray, bróðir James, sagði fjölskyldunni létt en að hann sé hryggur vegna ættingja þeirra sem fá réttlætinu ekki fullnægt. „Það eru margir sorgmæddir og hryggbrotnir í dag,“ sagði hann. Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir að stjórnvöld muni greiða lögfræðikostnað hermannsins og halda honum uppi. „Við stöndum í skuld við þessa hermenn sem þjónuðu af hugrekki og sæmd til að koma á friði á Norður-Írlandi. Velferð þessar fyrrverandi hermanna er gríðarlega mikilvæg,“ sagði Williamson. Breski herinn hefur sagt að 21 hermaður hafi skotið 108 skotum þegar þeir reyndu að dreifa mótmælendum. Mótmælendurnir höfðu kastað grjóti að hermönnunum þegar þeir reyndu að beina þeim annað. Fjórtán manns féllu af þeim 28 sem voru skotnir. Fjölskyldur þeirra látnu töldu opinbera rannsókn sem var gerð á sínum tíma hvítþvott fyrir herinn. Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, lét rannsaka atburðina aftur árið 1998. Í fimm þúsund blaðsíðna skýrslu Saville lávarðs kom fram að enginn þeirra sem létust hefðu ógnað lífi eða limum og að hermennirnir hefðu misst stjórn á sér. Tuttugu sakborningar voru nefndir í tilvísun Saville til saksóknara en rannsókn hans tók tólf ár. Átján þeirra voru fyrrverandi hermenn en einn þeirra lést í fyrra. David Cameron, þáverandi forsætisráðherra, baðst afsökunar á framferði hermannanna árið 2010. Bretland Írland Norður-Írland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Saksóknarar á Bretland telja nægar sannanir fyrir hendi til að ákæra fyrrverandi hermann fyrir morð á tveimur mönnum á mótmælum á Norður-Írlandi á svonefndum „blóðuga sunnudeginum“ árið 1972. Hermaðurinn fyrrverandi verður einnig ákærður fyrir að reyna að drepa fjóra aðra mótmælendur. Breskir hermenn skutu þrettán manns til bana á mótmælum í Derry á Norður-Írlandi 30. janúar árið 1972. Dagurinn hefur gengið undir nafninu „blóðugi sunnudagurinn“ síðan. Ákæran sem tilkynnt var um í dag er á hendur ónefndum breskum hermanni vegna morðsins á James Wray og William McKinney. Saksóknararnir sögðu ekki nægilegar sannanir fyrir hendi til að ákæra sextán aðra hermenn og tvo liðsmenn Írska lýðveldishersins (IRA), að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Liam Wray, bróðir James, sagði fjölskyldunni létt en að hann sé hryggur vegna ættingja þeirra sem fá réttlætinu ekki fullnægt. „Það eru margir sorgmæddir og hryggbrotnir í dag,“ sagði hann. Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir að stjórnvöld muni greiða lögfræðikostnað hermannsins og halda honum uppi. „Við stöndum í skuld við þessa hermenn sem þjónuðu af hugrekki og sæmd til að koma á friði á Norður-Írlandi. Velferð þessar fyrrverandi hermanna er gríðarlega mikilvæg,“ sagði Williamson. Breski herinn hefur sagt að 21 hermaður hafi skotið 108 skotum þegar þeir reyndu að dreifa mótmælendum. Mótmælendurnir höfðu kastað grjóti að hermönnunum þegar þeir reyndu að beina þeim annað. Fjórtán manns féllu af þeim 28 sem voru skotnir. Fjölskyldur þeirra látnu töldu opinbera rannsókn sem var gerð á sínum tíma hvítþvott fyrir herinn. Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, lét rannsaka atburðina aftur árið 1998. Í fimm þúsund blaðsíðna skýrslu Saville lávarðs kom fram að enginn þeirra sem létust hefðu ógnað lífi eða limum og að hermennirnir hefðu misst stjórn á sér. Tuttugu sakborningar voru nefndir í tilvísun Saville til saksóknara en rannsókn hans tók tólf ár. Átján þeirra voru fyrrverandi hermenn en einn þeirra lést í fyrra. David Cameron, þáverandi forsætisráðherra, baðst afsökunar á framferði hermannanna árið 2010.
Bretland Írland Norður-Írland Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira