Þingið fellir útgöngusamning May í þriðja skiptið Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2019 14:49 May beið enn einn ósigurinn í þinginu í dag. Vísir/EPA Meirihluti breska þingsins hafnaði útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, í þriðja skipti í atkvæðagreiðslu nú fyrir stundu. Að óbreyttu hafa Bretar því val um að ganga úr sambandinu 12. apríl eða að fresta útgöngunni til lengri tíma. Samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. Evrópusambandið hafið gefið Bretum frest á útgöngunni, sem átti að vera í dag, til að gefa þeim svigrúm til að samþykkja útgöngusamning til 12. apríl. Fulltrúar þess hafa lýst því yfir að yrði samningurinn ekki samþykktur í Bretlandi féllust þeir aðeins á lengri frestun, allt að árslanga. „Afleiðingar ákvörðunar neðri deildarinnar eru alvarlegar. Ég óttast að við séum að ná endamörkum þessa ferlis í neðri deildinni,“ sagði May eftir atkvæðagreiðsluna. Hún gaf ekkert uppi um hver næstu skref ríkisstjórnar hennar yrðu. Hefði samningurinn verið samþykktur í dag hefði Evrópusambandið verið tilbúið að veita frest á útgöngunni til 22. maí svo hægt væri að ganga frá lausum endum. May hafði heitið því að segja af sér yrði samningurinn hennar loks samþykktur. Þingið hafði kolfellt sama samning í tvígang fyrr á þessu ári. Nú þarf May að reyna að fá lengri frest frá Evrópusambandinu til að komast hjá útgöngu án samnings eftir tvær vikur. Varað hefur verið við alvarlegum efnahagslegum afleiðingum fyrir Bretlandi ef svonefnt hart Brexit verður niðurstaðan. Lengri frestur þýðir að Bretar þurfa að líkindum að taka þátt í Evrópuþingskosningnum sem fara fram í vor. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, lýsti því yfir eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var ljós áðan að hann ætlaði sér að kalla ráðið saman til fundar 10. apríl, tveimur dögum fyrir væntanlega útgöngu Breta. The Guardian segir að hópur þingmanna Íhaldsflokks May sem felldi samninginn í fyrri tvö skiptin sem hann var lagður fyrir þingið hafi stutt samninginn nú. Það hafi hins vegar dugað skammt þar sem þingmenn DUP, norður-írska sambandssinnaflokksins sem ver minnihlutastjórn May falli, og þingmenn Verkalýðsflokksins stóðu á móti. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, kallaði eftir því að May segði af sér. Hann hefur sjálfur sætt harðri gagnrýni fyrir framgöngu sína í Brexit-málum. Undir stjórn hans hefur Verkamannaflokknum ekki orðið neitt ágengt þrátt fyrir ófarir Íhaldsflokks May sem hefur verið klofinn vegna Brexit. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira
Meirihluti breska þingsins hafnaði útgöngusamningi Theresu May, forsætisráðherra, í þriðja skipti í atkvæðagreiðslu nú fyrir stundu. Að óbreyttu hafa Bretar því val um að ganga úr sambandinu 12. apríl eða að fresta útgöngunni til lengri tíma. Samningurinn var felldur með 344 atkvæðum gegn 286. Evrópusambandið hafið gefið Bretum frest á útgöngunni, sem átti að vera í dag, til að gefa þeim svigrúm til að samþykkja útgöngusamning til 12. apríl. Fulltrúar þess hafa lýst því yfir að yrði samningurinn ekki samþykktur í Bretlandi féllust þeir aðeins á lengri frestun, allt að árslanga. „Afleiðingar ákvörðunar neðri deildarinnar eru alvarlegar. Ég óttast að við séum að ná endamörkum þessa ferlis í neðri deildinni,“ sagði May eftir atkvæðagreiðsluna. Hún gaf ekkert uppi um hver næstu skref ríkisstjórnar hennar yrðu. Hefði samningurinn verið samþykktur í dag hefði Evrópusambandið verið tilbúið að veita frest á útgöngunni til 22. maí svo hægt væri að ganga frá lausum endum. May hafði heitið því að segja af sér yrði samningurinn hennar loks samþykktur. Þingið hafði kolfellt sama samning í tvígang fyrr á þessu ári. Nú þarf May að reyna að fá lengri frest frá Evrópusambandinu til að komast hjá útgöngu án samnings eftir tvær vikur. Varað hefur verið við alvarlegum efnahagslegum afleiðingum fyrir Bretlandi ef svonefnt hart Brexit verður niðurstaðan. Lengri frestur þýðir að Bretar þurfa að líkindum að taka þátt í Evrópuþingskosningnum sem fara fram í vor. Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, lýsti því yfir eftir að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var ljós áðan að hann ætlaði sér að kalla ráðið saman til fundar 10. apríl, tveimur dögum fyrir væntanlega útgöngu Breta. The Guardian segir að hópur þingmanna Íhaldsflokks May sem felldi samninginn í fyrri tvö skiptin sem hann var lagður fyrir þingið hafi stutt samninginn nú. Það hafi hins vegar dugað skammt þar sem þingmenn DUP, norður-írska sambandssinnaflokksins sem ver minnihlutastjórn May falli, og þingmenn Verkalýðsflokksins stóðu á móti. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, kallaði eftir því að May segði af sér. Hann hefur sjálfur sætt harðri gagnrýni fyrir framgöngu sína í Brexit-málum. Undir stjórn hans hefur Verkamannaflokknum ekki orðið neitt ágengt þrátt fyrir ófarir Íhaldsflokks May sem hefur verið klofinn vegna Brexit.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Sjá meira