Játaði loks morðið á Aleshu og dæmdur í lífstíðarfangelsi Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2019 14:40 Aaron Thomas Campbell má sjá til vinstri á mynd. Fórnarlamb hans, hin sex ára Alesha MacPhail, er til hægri á mynd. Mynd/Samsett Unglingspilturinn sem nauðgaði og myrti hina sex ára Aleshu MacPhail var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann hafði áður þvertekið fyrir sekt sína en játaði loks glæpi sína í aðdraganda dómsuppkvaðningarinnar í Glasgow dag. Alesha fannst látin í rústum gistiheimilis á skosku eyjunni Bute í fyrrasumar en málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. Pilturinn, Aaron Campbell, var handtekinn í sumar grunaður um að hafa tekið Aleshu úr rúmi hennar, nauðgað henni og loks myrt hana. Hann var svo fundinn sekur um morðið og nauðgunina nú í febrúar. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Campbell hafi játað glæpi sína í samtali við sálfræðing, sem tók af honum skýrslu áður en dómurinn var kveðinn upp í dag. Campbell var að lokum dæmdur í lífstíðarfangelsi og mun ekki geta sótt um reynslulausn fyrr en að lokinni 27 ára afplánun.Móðir Aleshu, Georgina Lochrane, gengur út úr dómsal í febrúar síðastliðnum.Getty/Jeff J MitchellHaft er eftir Campbell í skýrslu sálfræðingsins að hann hafi farið inn á heimili föður Aleshu á eyjunni Bute í leit að kannabis, en sá síðarnefndi hafði selt honum efnið í gegnum tíðina. Þar gekk hann fram á Aleshu þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu og sá þar „tækifæri“ í hendi sér. „Það eina sem ég hugsaði um var að drepa hana, um leið og ég sá hana,“ er haft eftir Campbell í skýrslunni. Dómarinn sem kvað dóminn upp sagði glæpinn hafa valdið „viðbjóði og vantrú“ í bresku samfélagi. Þá lýsti hann Campbell sem „köldum, harðbrjósta, vægðarlausum og hættulegum einstaklingi.“ Campbell hafi jafnframt sýnt af sér ótrúlegan hroka og „stórkostlegan skort á iðrun“ við réttarhöldin. Áður hafði Campbell haldið því fram að hann hefði aldrei hitt Aleshu og sakaði kærustu föður hennar, hina átján ára Toni MacLachlan, um morðið. Hún reyndist vitanlega alveg saklaus. Þá greina fjölmiðlar frá því að fjölskyldumeðlimir Aleshu, sem voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna í dag, hafi hrópað fúkyrði að Campbell eftir að dómurinn var kveðinn upp. Bretland Skotland Tengdar fréttir Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37 Nafngreindu óvænt drenginn sem myrti Aleshu MacPhail Drengurinn heitir Aaron Thomas Campbell en þetta er í fyrsta sinn sem nafngreiningarbanni á grundvelli aldurs er aflétt í Skotlandi. 23. febrúar 2019 21:17 Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Unglingspilturinn sem nauðgaði og myrti hina sex ára Aleshu MacPhail var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi. Hann hafði áður þvertekið fyrir sekt sína en játaði loks glæpi sína í aðdraganda dómsuppkvaðningarinnar í Glasgow dag. Alesha fannst látin í rústum gistiheimilis á skosku eyjunni Bute í fyrrasumar en málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. Pilturinn, Aaron Campbell, var handtekinn í sumar grunaður um að hafa tekið Aleshu úr rúmi hennar, nauðgað henni og loks myrt hana. Hann var svo fundinn sekur um morðið og nauðgunina nú í febrúar. Breskir fjölmiðlar greina frá því að Campbell hafi játað glæpi sína í samtali við sálfræðing, sem tók af honum skýrslu áður en dómurinn var kveðinn upp í dag. Campbell var að lokum dæmdur í lífstíðarfangelsi og mun ekki geta sótt um reynslulausn fyrr en að lokinni 27 ára afplánun.Móðir Aleshu, Georgina Lochrane, gengur út úr dómsal í febrúar síðastliðnum.Getty/Jeff J MitchellHaft er eftir Campbell í skýrslu sálfræðingsins að hann hafi farið inn á heimili föður Aleshu á eyjunni Bute í leit að kannabis, en sá síðarnefndi hafði selt honum efnið í gegnum tíðina. Þar gekk hann fram á Aleshu þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu og sá þar „tækifæri“ í hendi sér. „Það eina sem ég hugsaði um var að drepa hana, um leið og ég sá hana,“ er haft eftir Campbell í skýrslunni. Dómarinn sem kvað dóminn upp sagði glæpinn hafa valdið „viðbjóði og vantrú“ í bresku samfélagi. Þá lýsti hann Campbell sem „köldum, harðbrjósta, vægðarlausum og hættulegum einstaklingi.“ Campbell hafi jafnframt sýnt af sér ótrúlegan hroka og „stórkostlegan skort á iðrun“ við réttarhöldin. Áður hafði Campbell haldið því fram að hann hefði aldrei hitt Aleshu og sakaði kærustu föður hennar, hina átján ára Toni MacLachlan, um morðið. Hún reyndist vitanlega alveg saklaus. Þá greina fjölmiðlar frá því að fjölskyldumeðlimir Aleshu, sem voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna í dag, hafi hrópað fúkyrði að Campbell eftir að dómurinn var kveðinn upp.
Bretland Skotland Tengdar fréttir Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37 Nafngreindu óvænt drenginn sem myrti Aleshu MacPhail Drengurinn heitir Aaron Thomas Campbell en þetta er í fyrsta sinn sem nafngreiningarbanni á grundvelli aldurs er aflétt í Skotlandi. 23. febrúar 2019 21:17 Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Táningurinn kennir konu um morðið á hinni sex ára gömlu Aleshu Málið vakti mikinn óhug á Bretlandseyjum á sínum tíma. 12. febrúar 2019 08:37
Nafngreindu óvænt drenginn sem myrti Aleshu MacPhail Drengurinn heitir Aaron Thomas Campbell en þetta er í fyrsta sinn sem nafngreiningarbanni á grundvelli aldurs er aflétt í Skotlandi. 23. febrúar 2019 21:17
Lát Aleshu rannsakað sem morð Lögregla á skosku eyjunni Bute hefur staðfest að andlát hinnar sex ára Aleshu MacPhail sé nú rannsakað sem morð. 4. júlí 2018 09:56