Takturinn í stafrófinu Valgerður Snæland Jónsdóttir skrifar 31. mars 2019 20:50 Mamma! Ég sé alveg fyrir mér taktinn í stafrófinu! Keikur, Kvikur, Kotroskin og Kná hafa öll átt í erfiðleikum með að læra að lesa, þó að þau eigi öll mjög styðjandi, hjálpsama, hvetjandi og umhyggjusama foreldra. Þau hafa öll gengið í góða íslenska skóla sem starfa innan ramma þar sem lögð er áhersla á sex grunnþætti sem mynda kjarna menntastefnunnar á Íslandi. Í aðalnámskrá grunnskóla kemur fram að þættirnir sex „varða starfshætti, inntak og umhverfi náms á öllum skólastigum og skapa mikilvæga samfellu í íslensku skólakerfi.“ Grunnþættirnir „læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun“ skipta miklu máli við „að rækta með markvissum hætti þá þekkingu, leikni og viðhorf sem styrkir getu einstaklinga í framtíðinni til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi.“ Keikur, Kvikur, Kotroskin og Kná hafa á einhvern dularfullan hátt orðið útundan og undir hvað varðar þennan kjarna menntastefnunnar. Þau hafa alltaf verið „á eftir“ í náminu, sem þýðir að þau hafa alltaf verið á eftir í námsefninu. Námsbækurnar eru í skólanum, foreldrarnir hafa takmarkaðan aðgang að þeim og geta því ekki fylgst með því sem börnin eiga að vera búin að gera. Keikur, Kvikur, Kotroskin og Kná þekkja þetta vel. Foreldrar þeirra þekkja það vel að námsbækurnar koma hálfunnar heim í annarlok. Margir foreldrar vilja fá að fylgjast betur með því sem börnin eru að gera í skólanum svo þau geti hjálpað þeim og komið í veg fyrir að þau verði á eftir.Dreyma um að vera læs og skrifandi Á tíu árum tókst ekki að kenna þeim Keik, Kvikum, Kotroskinni og Kná að lesa með lestrarkennsluaðferð ríkisins og ríkisútgefna námsefninu. Í tíu ár hafa þau í raun verið að upplifa andstæðurnar við grunnþættina sex sem hægt væri að nefna ólæsi, ósjálfbærni, óheilbrigði, vansæld, einræði, ójafnréttindi og takmörkuð tækifæri til sköpunar. Algengt er að ungmenni í slíkum aðstæðum þrói með sér mikla vantrú á eigin getu. Ein alvarlegasta birtingarmynd eineltis er upplifun einstaklings af því að vera skilinn útundan, að verða eftir, að verða undir í nærsamfélaginu. Keikur, Kvikur, Kotroskin og Kná vita ekki hvert af öðru. Þau þekkjast ekki. Þau eiga það sameiginlegt að hafa fallið á samræmdum prófum, og að vera í brottfallshættu í framhalds-skóla, á sama tíma og þau mældust mjög hátt á viðurkenndum prófum sem eiga að hafa hátt forspárgildi um velgengni í námi. Þau eiga það líka sameiginlegt að þau eru að leita sér hjálpar „úti í bæ“ vegna mikilla lestrarerfiðleika eftir tíu ára nám í grunnskóla. Þau eru á svipuðum aldri. Þau eiga sér öll draum, sama drauminn, drauminn um að verða læs og skrifandi, svo að þau geti lært meira. Þau langar til að geta lesið og skrifað sér til ánægju. Þau eiga sér draum um að mennta sig, hvert á sínu sviði. Þau eiga sér draum um að vera virk og áhyggjulaus á Facebook, Twitter, Instagram og öðrum samfélagsmiðlum. Þau eiga sér draum um að geta spilað borðspil með fjölskyldunni á jólunum án þess að allir viti að þau geta ekki lesið á spjöldin sem eru hluti af jólaspili ársins„Íslenska stafrófið?“ Í viðtölum sem þau óskuðu eftir að komast í hjá lestrarkennara „úti í bæ“, þar sem þau komust að því að það er hægt að læra að lesa og skrifa á margbreytilegan og skapandi hátt, allt eftir hugsunarstíl hvers og eins, voru þau m.a. spurð, hvert fyrir sig, hvernig stafrófið hljómaði. Keikur, 17 ára varð strax mjög áhugasamur um verkefnið: „Meinarðu íslenska stafrófið? ... Ég sé alveg fyrir mér taktinn í stafrófinu!“ Svo byrjaði Keikur að slá taktinn með fingrunum á borðplötuna sem var fyrir framan hann. Í viðtalinu náði hann ekki alveg nógu góðri tengingu við taktinn eins og hann orðaði það. Honum lá svo mikið á hjarta. Hann langaði svo mikið til að geta farið með stafrófið. Keikur varð órólegur í sætinu. Þegar lestrarkennarinn spurði Keik hvort hann vildi standa upp, þáði hann það. „Ég kann ekki alveg „íslenska“ stafrófið! Ég lærði það í 1. bekk!“ Um leið og Keikur gekk um gólf byrjaði hann að fara með stafrófið ... hægt og með erfiðismunum: “A .. Á .. B ..“ svo kom smá hik. Keikur hélt enn áfram hægt og þvingað: „T .. Þ .. E .. Æ .. G .. H .. L .. Í .. J .. K ..“ Svo hikaði Keikur aftur, steig fast til jarðar, andaði djúpt, hækkaði röddina og hélt áfram: „L M N .. og ... P, er það ekki?“ Svo var eins og Keikur gæfist upp: „Nú man ég bara ekki meir! Ég er ekki góður í að muna svona utanað.“ Kvikur, 18 ára sagði: „Íslenska stafrófið? Það er auðvelt ... A Á B D.“ Kvikur stoppaði, varð svekktur út í sjálfan sig og sagði: „Við fórum oft í röð í skólanum þar sem okkur var raðað eftir stafrófsröð svo ég ætti að muna þetta. Kvikur reyndi aftur og í þetta sinn gerðist það að hann sönglaði ósjálfrátt og ómeðvitað „íslenska“ stafrófssönginn í lágum hljóðum og fyrstu stafirnir fylgdu með: „A Á B D ... E F G ... eftir kemur.“ Kvikum brá. Hann uppgötvaði allt í einu að „eftir kemur“ voru alls ekki bókstafir, þetta voru orð inni í stafrófinu! Kvikur hafði aldrei hugsað út í þetta fyrr. Kvikur skellti upp úr. Kvikum féllust hendur og hann sagði: „.. og svo kemur bara eitthvað bull inni í stafrófinu! Núna sé ég allt í einu mynd af stöfunum renna sér í rennibraut!“ Kná, 16 ára byrjaði eins og fleiri að syngja „íslenska“ starfrófið: „A, Á, B, D ...“ svo gerðist eitthvað. Kná varð vandræðaleg ... og sagði: „Ég kann alveg stafrófið ... ég get bara ekki alltaf sagt það. Mér finnst eins og það vanti eitthvað í það - og þá fer ég að hugsa um það, og svo fer ég að hugsa um eitthvað allt annað. Það er eins og maður sé að svindla með því að hugsa.“ Kná sýndi hugrekki og gerði aðra tilraun: „A Á B D E F G ... L M ...“ Aftur gerðist eitthvað og Kná féllust hendur: „Úff ... Ég er orðin svo þreytt á stöfunum.“ Málið var látið niður falla og næsta spurning í viðtalinu tekin fyrir. Kotroskin, 20 ára var fljót að svara: „Ég veit að ég kann ekki stafrófið! Ég hef aldrei lært það. Ég man ekkert eftir skólagöngunnni minni. Ég var bara ekki til staðar. Ég tók grunnáfanga í íslensku í framhaldsskóla þrisvar og stærðfræði níu sinnum. Ég get svo sem reynt. Svo söng Kotroskin stafrófssönginn: „A B C D ... E F G eftir kemur H I J K ... R S T ...“ Söngurinn náði ekki lengra. Kotroskin sagði: “Ég gleymi alltaf stafrófinu. Ég lærði aldrei allan sönginn. Ég lærði bara svona parta og svo ekki meir. Ég reyndi að læra stafrófið þegar ég var að spila sjóorustu við bróður minn í gamla daga, bókstafirnir voru lárétt í spilinu og tölustafirnir upp og niður. Það var „enska“ stafrófið. Ég veit ekki hvernig á að lýsa þessu. „Íslenska“ stafrófið er meira svona partar fyrir mér.“„Heimurinn hrundi“ Söguþjóðinni er skiljanlega misboðið með síendurteknum fallniðurstöðum í PISA rannsóknum þar sem í ljós kemur að stór hluti nemenda í 9. bekk skilur ekki það sem þeir lesa. Keikur, Kvikur, Kotroskin og Kná eru hluti af þessum hópi. Söguþjóðin tekur niðurstöðurnar afar nærri sér. Keikur, Kvikur, Kotroskin og Kná taka það afar nærri sér að geta hvorki lesið né skrifað eftir tíu vetur í grunnskóla. Þetta gerist þrátt fyrir góða greind og mikla hæfileika nem-enda á ýmsum oft ókönnuðum og ónýttum sviðum. Þetta gerist þrátt fyrir að menntunarramminn sé á sínum stað með læsi, sjálfbærni, heilbrigði, velferð, lýðræði, mannréttindi, jafnrétti og sköpun í kjarna menntastefnunnar, „í anda gildandi laga, reglugerða og alþjóðasamninga“. Þetta gerist þrátt fyrir allar skeiðklukkumælingarnar sem virðast í einstaka skólum hafa þróast út í sjálfstæða lestrakennsluaðferð í sjálfu sér. Hvað varð eiginlega um: „að rækta með markvissum hætti þá þekkingu, leikni og viðhorf sem styrkir getu einstaklinga í framtíðinni til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi“? Keikur, Kvikur, Kotroskin og Kná upplifðu sig útundan í tíu ár, frá því þau fengu fyrstu vinnubókina í skólanum. Einn af kennurum Háskóla Íslands með doktorsgráðu frá erlendum háskóla kvaðast hafa upplifað það sama: „Heimurinn hrundi þegar ég opnaði fyrstu vinnu-bókina.“ Keikur, Kvikur, Kotroskin og Kná hafa komist að því að þau hugsa á annan hátt en höfundar vinnubókanna gera ráð fyrir. Þau voru slegin út um leið og þau byrjuðu á fyrstu blaðsíðunni í 1. bekk. Þau hafa nú uppgötvað að það er ekki gert ráð fyrir þeirra hugsunarstíl í skólakerfinu. Þau læra ekki að lesa með íslensku ríkisaðferðinni þar sem gert er ráð fyrir að allir hugsi eins. Keik, Kvikan, Kotroskna og Kná dreymir um að geta lesið og skrifað svo að þau öðlist styrk til að verða virk í eigin lífi og hæfir þátttakendur í jafnréttis – og lýðræðissamfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Mamma! Hvað þýðir það að stafirnir segja sig sjálfir?“ Keikur, kotroskinn, kvikur og klár sex ára drengur byrjaði í 1. bekk að hausti. Fljótlega breyttist tilhlökkunin í kvíða, áhugaleysi og mótþróa. 9. september 2016 16:48 Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Sjá meira
Mamma! Ég sé alveg fyrir mér taktinn í stafrófinu! Keikur, Kvikur, Kotroskin og Kná hafa öll átt í erfiðleikum með að læra að lesa, þó að þau eigi öll mjög styðjandi, hjálpsama, hvetjandi og umhyggjusama foreldra. Þau hafa öll gengið í góða íslenska skóla sem starfa innan ramma þar sem lögð er áhersla á sex grunnþætti sem mynda kjarna menntastefnunnar á Íslandi. Í aðalnámskrá grunnskóla kemur fram að þættirnir sex „varða starfshætti, inntak og umhverfi náms á öllum skólastigum og skapa mikilvæga samfellu í íslensku skólakerfi.“ Grunnþættirnir „læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun“ skipta miklu máli við „að rækta með markvissum hætti þá þekkingu, leikni og viðhorf sem styrkir getu einstaklinga í framtíðinni til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi.“ Keikur, Kvikur, Kotroskin og Kná hafa á einhvern dularfullan hátt orðið útundan og undir hvað varðar þennan kjarna menntastefnunnar. Þau hafa alltaf verið „á eftir“ í náminu, sem þýðir að þau hafa alltaf verið á eftir í námsefninu. Námsbækurnar eru í skólanum, foreldrarnir hafa takmarkaðan aðgang að þeim og geta því ekki fylgst með því sem börnin eiga að vera búin að gera. Keikur, Kvikur, Kotroskin og Kná þekkja þetta vel. Foreldrar þeirra þekkja það vel að námsbækurnar koma hálfunnar heim í annarlok. Margir foreldrar vilja fá að fylgjast betur með því sem börnin eru að gera í skólanum svo þau geti hjálpað þeim og komið í veg fyrir að þau verði á eftir.Dreyma um að vera læs og skrifandi Á tíu árum tókst ekki að kenna þeim Keik, Kvikum, Kotroskinni og Kná að lesa með lestrarkennsluaðferð ríkisins og ríkisútgefna námsefninu. Í tíu ár hafa þau í raun verið að upplifa andstæðurnar við grunnþættina sex sem hægt væri að nefna ólæsi, ósjálfbærni, óheilbrigði, vansæld, einræði, ójafnréttindi og takmörkuð tækifæri til sköpunar. Algengt er að ungmenni í slíkum aðstæðum þrói með sér mikla vantrú á eigin getu. Ein alvarlegasta birtingarmynd eineltis er upplifun einstaklings af því að vera skilinn útundan, að verða eftir, að verða undir í nærsamfélaginu. Keikur, Kvikur, Kotroskin og Kná vita ekki hvert af öðru. Þau þekkjast ekki. Þau eiga það sameiginlegt að hafa fallið á samræmdum prófum, og að vera í brottfallshættu í framhalds-skóla, á sama tíma og þau mældust mjög hátt á viðurkenndum prófum sem eiga að hafa hátt forspárgildi um velgengni í námi. Þau eiga það líka sameiginlegt að þau eru að leita sér hjálpar „úti í bæ“ vegna mikilla lestrarerfiðleika eftir tíu ára nám í grunnskóla. Þau eru á svipuðum aldri. Þau eiga sér öll draum, sama drauminn, drauminn um að verða læs og skrifandi, svo að þau geti lært meira. Þau langar til að geta lesið og skrifað sér til ánægju. Þau eiga sér draum um að mennta sig, hvert á sínu sviði. Þau eiga sér draum um að vera virk og áhyggjulaus á Facebook, Twitter, Instagram og öðrum samfélagsmiðlum. Þau eiga sér draum um að geta spilað borðspil með fjölskyldunni á jólunum án þess að allir viti að þau geta ekki lesið á spjöldin sem eru hluti af jólaspili ársins„Íslenska stafrófið?“ Í viðtölum sem þau óskuðu eftir að komast í hjá lestrarkennara „úti í bæ“, þar sem þau komust að því að það er hægt að læra að lesa og skrifa á margbreytilegan og skapandi hátt, allt eftir hugsunarstíl hvers og eins, voru þau m.a. spurð, hvert fyrir sig, hvernig stafrófið hljómaði. Keikur, 17 ára varð strax mjög áhugasamur um verkefnið: „Meinarðu íslenska stafrófið? ... Ég sé alveg fyrir mér taktinn í stafrófinu!“ Svo byrjaði Keikur að slá taktinn með fingrunum á borðplötuna sem var fyrir framan hann. Í viðtalinu náði hann ekki alveg nógu góðri tengingu við taktinn eins og hann orðaði það. Honum lá svo mikið á hjarta. Hann langaði svo mikið til að geta farið með stafrófið. Keikur varð órólegur í sætinu. Þegar lestrarkennarinn spurði Keik hvort hann vildi standa upp, þáði hann það. „Ég kann ekki alveg „íslenska“ stafrófið! Ég lærði það í 1. bekk!“ Um leið og Keikur gekk um gólf byrjaði hann að fara með stafrófið ... hægt og með erfiðismunum: “A .. Á .. B ..“ svo kom smá hik. Keikur hélt enn áfram hægt og þvingað: „T .. Þ .. E .. Æ .. G .. H .. L .. Í .. J .. K ..“ Svo hikaði Keikur aftur, steig fast til jarðar, andaði djúpt, hækkaði röddina og hélt áfram: „L M N .. og ... P, er það ekki?“ Svo var eins og Keikur gæfist upp: „Nú man ég bara ekki meir! Ég er ekki góður í að muna svona utanað.“ Kvikur, 18 ára sagði: „Íslenska stafrófið? Það er auðvelt ... A Á B D.“ Kvikur stoppaði, varð svekktur út í sjálfan sig og sagði: „Við fórum oft í röð í skólanum þar sem okkur var raðað eftir stafrófsröð svo ég ætti að muna þetta. Kvikur reyndi aftur og í þetta sinn gerðist það að hann sönglaði ósjálfrátt og ómeðvitað „íslenska“ stafrófssönginn í lágum hljóðum og fyrstu stafirnir fylgdu með: „A Á B D ... E F G ... eftir kemur.“ Kvikum brá. Hann uppgötvaði allt í einu að „eftir kemur“ voru alls ekki bókstafir, þetta voru orð inni í stafrófinu! Kvikur hafði aldrei hugsað út í þetta fyrr. Kvikur skellti upp úr. Kvikum féllust hendur og hann sagði: „.. og svo kemur bara eitthvað bull inni í stafrófinu! Núna sé ég allt í einu mynd af stöfunum renna sér í rennibraut!“ Kná, 16 ára byrjaði eins og fleiri að syngja „íslenska“ starfrófið: „A, Á, B, D ...“ svo gerðist eitthvað. Kná varð vandræðaleg ... og sagði: „Ég kann alveg stafrófið ... ég get bara ekki alltaf sagt það. Mér finnst eins og það vanti eitthvað í það - og þá fer ég að hugsa um það, og svo fer ég að hugsa um eitthvað allt annað. Það er eins og maður sé að svindla með því að hugsa.“ Kná sýndi hugrekki og gerði aðra tilraun: „A Á B D E F G ... L M ...“ Aftur gerðist eitthvað og Kná féllust hendur: „Úff ... Ég er orðin svo þreytt á stöfunum.“ Málið var látið niður falla og næsta spurning í viðtalinu tekin fyrir. Kotroskin, 20 ára var fljót að svara: „Ég veit að ég kann ekki stafrófið! Ég hef aldrei lært það. Ég man ekkert eftir skólagöngunnni minni. Ég var bara ekki til staðar. Ég tók grunnáfanga í íslensku í framhaldsskóla þrisvar og stærðfræði níu sinnum. Ég get svo sem reynt. Svo söng Kotroskin stafrófssönginn: „A B C D ... E F G eftir kemur H I J K ... R S T ...“ Söngurinn náði ekki lengra. Kotroskin sagði: “Ég gleymi alltaf stafrófinu. Ég lærði aldrei allan sönginn. Ég lærði bara svona parta og svo ekki meir. Ég reyndi að læra stafrófið þegar ég var að spila sjóorustu við bróður minn í gamla daga, bókstafirnir voru lárétt í spilinu og tölustafirnir upp og niður. Það var „enska“ stafrófið. Ég veit ekki hvernig á að lýsa þessu. „Íslenska“ stafrófið er meira svona partar fyrir mér.“„Heimurinn hrundi“ Söguþjóðinni er skiljanlega misboðið með síendurteknum fallniðurstöðum í PISA rannsóknum þar sem í ljós kemur að stór hluti nemenda í 9. bekk skilur ekki það sem þeir lesa. Keikur, Kvikur, Kotroskin og Kná eru hluti af þessum hópi. Söguþjóðin tekur niðurstöðurnar afar nærri sér. Keikur, Kvikur, Kotroskin og Kná taka það afar nærri sér að geta hvorki lesið né skrifað eftir tíu vetur í grunnskóla. Þetta gerist þrátt fyrir góða greind og mikla hæfileika nem-enda á ýmsum oft ókönnuðum og ónýttum sviðum. Þetta gerist þrátt fyrir að menntunarramminn sé á sínum stað með læsi, sjálfbærni, heilbrigði, velferð, lýðræði, mannréttindi, jafnrétti og sköpun í kjarna menntastefnunnar, „í anda gildandi laga, reglugerða og alþjóðasamninga“. Þetta gerist þrátt fyrir allar skeiðklukkumælingarnar sem virðast í einstaka skólum hafa þróast út í sjálfstæða lestrakennsluaðferð í sjálfu sér. Hvað varð eiginlega um: „að rækta með markvissum hætti þá þekkingu, leikni og viðhorf sem styrkir getu einstaklinga í framtíðinni til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi“? Keikur, Kvikur, Kotroskin og Kná upplifðu sig útundan í tíu ár, frá því þau fengu fyrstu vinnubókina í skólanum. Einn af kennurum Háskóla Íslands með doktorsgráðu frá erlendum háskóla kvaðast hafa upplifað það sama: „Heimurinn hrundi þegar ég opnaði fyrstu vinnu-bókina.“ Keikur, Kvikur, Kotroskin og Kná hafa komist að því að þau hugsa á annan hátt en höfundar vinnubókanna gera ráð fyrir. Þau voru slegin út um leið og þau byrjuðu á fyrstu blaðsíðunni í 1. bekk. Þau hafa nú uppgötvað að það er ekki gert ráð fyrir þeirra hugsunarstíl í skólakerfinu. Þau læra ekki að lesa með íslensku ríkisaðferðinni þar sem gert er ráð fyrir að allir hugsi eins. Keik, Kvikan, Kotroskna og Kná dreymir um að geta lesið og skrifað svo að þau öðlist styrk til að verða virk í eigin lífi og hæfir þátttakendur í jafnréttis – og lýðræðissamfélagi.
„Mamma! Hvað þýðir það að stafirnir segja sig sjálfir?“ Keikur, kotroskinn, kvikur og klár sex ára drengur byrjaði í 1. bekk að hausti. Fljótlega breyttist tilhlökkunin í kvíða, áhugaleysi og mótþróa. 9. september 2016 16:48
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun