Fyrsta konan sem verður forseti Slóvakíu Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 08:23 Caputova gerði baráttuna gegn spillingu að helsta kosningamáli sínu. Vísir/EPA Zuzana Caputova, frjálslyndur lögmaður og aðgerðarsinni, verður fyrsta konan til að gegna embætti forseta Slóvakíu eftir að hún sigraði í kosningum sem fór fram þar í gær. Reiði almennings vegna spillingar og morðs á ungum rannsóknarblaðamanni og unnustu hans er sögð hafa fleytt Caputovu til sigurs. Caputova, sem er 45 ára gömul, hefur ekki starfað við stjórnmál áður. Henni er lýst sem frjálslyndri og fylgjandi Evrópusamvinnu. Hún hlaut 58,3% atkvæða gegn 41,7% Maros Sefcovic, framkvæmdastjóra hjá Evrópusambandinu. Sefcovic naut stuðnings stjórnarflokksins Smer sem er fjölmennasti flokkurinn á slóvakíska þinginu. Í kosningabaráttunni lofaði Caputova að binda enda á spillingu á bak við tjöldin. Í þakkarræðu sinni í gærkvöldi ávarpaði hún kjósendur á fimm tungumálum til að ná til allra þjóðarbrota sem í landinu búa, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég er glöð, ekki bara yfir úrslitunum, heldur aðallega vegna þess að það er hægt að verða ekki popúlisma að bráð, að segja sannleikann, auka áhugann án herskárrar orðræðu,“ sagði Caputova og virtist þar vísa til uppgangs popúlískra leiðtoga víða í Evrópu. Sem forseti mun Caputova þó hafa takmörkuð völd. Forseti skipar þó forsætisráðherra og getur beitt neitunarvaldi gegn skipunum háttsettra saksóknara og dómara. Þannig er talið ólíklegt að Robert Fico, fyrrverandi forsætisráðherra, verði að ósk sinni um að hætta í stjórnmálum og gerast forseti stjórnlagadómstóls Slóvakíu. Fico hrökklaðist úr embætti sem forsætisráðherra í kjölfar fjölmennustu mótmæla í sögu Slóvakíu eftir kommúnistatímann í fyrra. Mótmælin beindust að spillingu en kveikjan að þeim voru morðin á Jan Kuciak, rannsóknarblaðamanni, og Martinu Kusnirovu, unnustu hans. Kuciak hafði unnið að rannsókn á umfangsmiklu spillingarmáli. Fimm manns hafa verið ákærðir fyrir morðið á parinu, þar á meðal kaupsýslumaðurinn Marian Kocner. Caputova öðlaðist meðal annars frægð þegar hún barðist gegn ólöglegri landfyllingu sem fyrirtæki Kocner vildi gera í heimabæ hennar í fjórtán ár. Slóvakía Tengdar fréttir Caputova sigrar fyrri umferð slóvakísku forsetakosninganna Umhverfislögfræðingurinn Zuzana Caputova sem barist hefur gegn spillingu í stjórnsýslu sigraði fyrstu umferð forsetakosninganna í Slóvakíu. 17. mars 2019 13:17 Í haldi fyrir morð Kuciaks Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. 1. október 2018 07:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Zuzana Caputova, frjálslyndur lögmaður og aðgerðarsinni, verður fyrsta konan til að gegna embætti forseta Slóvakíu eftir að hún sigraði í kosningum sem fór fram þar í gær. Reiði almennings vegna spillingar og morðs á ungum rannsóknarblaðamanni og unnustu hans er sögð hafa fleytt Caputovu til sigurs. Caputova, sem er 45 ára gömul, hefur ekki starfað við stjórnmál áður. Henni er lýst sem frjálslyndri og fylgjandi Evrópusamvinnu. Hún hlaut 58,3% atkvæða gegn 41,7% Maros Sefcovic, framkvæmdastjóra hjá Evrópusambandinu. Sefcovic naut stuðnings stjórnarflokksins Smer sem er fjölmennasti flokkurinn á slóvakíska þinginu. Í kosningabaráttunni lofaði Caputova að binda enda á spillingu á bak við tjöldin. Í þakkarræðu sinni í gærkvöldi ávarpaði hún kjósendur á fimm tungumálum til að ná til allra þjóðarbrota sem í landinu búa, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég er glöð, ekki bara yfir úrslitunum, heldur aðallega vegna þess að það er hægt að verða ekki popúlisma að bráð, að segja sannleikann, auka áhugann án herskárrar orðræðu,“ sagði Caputova og virtist þar vísa til uppgangs popúlískra leiðtoga víða í Evrópu. Sem forseti mun Caputova þó hafa takmörkuð völd. Forseti skipar þó forsætisráðherra og getur beitt neitunarvaldi gegn skipunum háttsettra saksóknara og dómara. Þannig er talið ólíklegt að Robert Fico, fyrrverandi forsætisráðherra, verði að ósk sinni um að hætta í stjórnmálum og gerast forseti stjórnlagadómstóls Slóvakíu. Fico hrökklaðist úr embætti sem forsætisráðherra í kjölfar fjölmennustu mótmæla í sögu Slóvakíu eftir kommúnistatímann í fyrra. Mótmælin beindust að spillingu en kveikjan að þeim voru morðin á Jan Kuciak, rannsóknarblaðamanni, og Martinu Kusnirovu, unnustu hans. Kuciak hafði unnið að rannsókn á umfangsmiklu spillingarmáli. Fimm manns hafa verið ákærðir fyrir morðið á parinu, þar á meðal kaupsýslumaðurinn Marian Kocner. Caputova öðlaðist meðal annars frægð þegar hún barðist gegn ólöglegri landfyllingu sem fyrirtæki Kocner vildi gera í heimabæ hennar í fjórtán ár.
Slóvakía Tengdar fréttir Caputova sigrar fyrri umferð slóvakísku forsetakosninganna Umhverfislögfræðingurinn Zuzana Caputova sem barist hefur gegn spillingu í stjórnsýslu sigraði fyrstu umferð forsetakosninganna í Slóvakíu. 17. mars 2019 13:17 Í haldi fyrir morð Kuciaks Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. 1. október 2018 07:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Caputova sigrar fyrri umferð slóvakísku forsetakosninganna Umhverfislögfræðingurinn Zuzana Caputova sem barist hefur gegn spillingu í stjórnsýslu sigraði fyrstu umferð forsetakosninganna í Slóvakíu. 17. mars 2019 13:17
Í haldi fyrir morð Kuciaks Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. 1. október 2018 07:00