Sádar sakaðir um að hafa brotist inn í síma Amazon-eigandans Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 07:51 Bezos er einn ríkasti maður heims, Auk Amazon á hann meðal annars bandaríska blaðið Washington Post. Vísir/EPA Rannsakandi á vegum Jeffs Bezos, eiganda Amazon, fullyrðir að útsendarar Sádi-Arabíu hafi hakkað sig inn í síma hans og lekið gögnum úr honum. Bandarískt slúðurblað birti fréttir um framhjáhald Bezos og vitnaði meðal annars til textaskilaboða sem hann og hjákonan skiptust á. Bezos sakaði slúðurblaðið National Enquirer um að beita sig kúgun í febrúar. Fullyrti hann að starfsmenn blaðsins hefðu hótað að birta vandræðalegar myndir af honum nema hann segði opinberlega að pólitískar ástæður væru ekki ástæða umfjöllunar þess. Bezos og eiginkona hans skildu skömmu áður en umfjöllun National Enquirer birtist. Útgefandi National Enquirer er vinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta til fjölda ára en Trump hefur verið uppsigað við Bezos, meðal annars vegna þess að Amazon-stjórinn á dagblaðið Washington Post. Það er einn af þeim fjölmiðlum sem forsetinn hefur ítrekað sakað um að flytja „falsfréttir“ þegar það birtir umfjallanir sem eru honum óþægilegar. Útgefandi slúðurblaðsins hefur ítrekað beitt því til að hjálpa Trump, meðal annars með því að kaupa réttinn á vandræðalegum frásögnum um hann og sitja síðan á þeim. Nú segir Gavin de Becker, rannsakandi sem Bezos réði til að komast að því hvernig National Enquirer komst yfir einkaskilaboð hans, að hann og samstarfsmenn hans álykti með mikilli vissu að Sádar hafi haft aðgang að síma Bezos og komist þannig yfir einkaupplýsingar hans. Þeir hafi afhent bandarískum alríkisyfirvöldum niðurstöður sínar. Í grein sem de Becker skrifaði á vefsíðuna Daily Beast í gær tengdi hann símainnbrotið og gagnalekann við umfjöllun Washington Post um morðið á Jamal Khashoggi, sádiarabíska blaðamanninnum sem var drepinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Khashoggi skrifaði pistla fyrir bandaríska blaðið. Bandaríska leyniþjónustan telur líklegt að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur leiðtogi, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem var gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu. Því hafa Sádar neitað og Trump-stjórnin hefur tekið þær neitanir gildar.Breska ríkisútvarpið BBC segir að sádiarabísk yfirvöld hafi enn ekki tjáð sig um ásakanir de Becker. Þau höfnuðu aðild að umfjölluninni um Bezos í febrúar. Amazon Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. 9. janúar 2019 15:32 Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52 Segja bróður hjákonu Bezos hafa lekið myndunum Michael Sanchez, bróðir Lauren Sanchez, hjákonu Jeff Bezos, lak skilaboðum og myndum á milli milljarðamæringsins og systur sinnar til National Enquirer. 11. febrúar 2019 18:15 Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita að hafa lekið skilaboðum Bezos til National Enquirer Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita því að hafa haft nokkuð að gera með það að skilaboðum og vandræðalegum myndum af Jeff Bezos, ríkasta manni heims, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquirer. 11. febrúar 2019 08:20 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Rannsakandi á vegum Jeffs Bezos, eiganda Amazon, fullyrðir að útsendarar Sádi-Arabíu hafi hakkað sig inn í síma hans og lekið gögnum úr honum. Bandarískt slúðurblað birti fréttir um framhjáhald Bezos og vitnaði meðal annars til textaskilaboða sem hann og hjákonan skiptust á. Bezos sakaði slúðurblaðið National Enquirer um að beita sig kúgun í febrúar. Fullyrti hann að starfsmenn blaðsins hefðu hótað að birta vandræðalegar myndir af honum nema hann segði opinberlega að pólitískar ástæður væru ekki ástæða umfjöllunar þess. Bezos og eiginkona hans skildu skömmu áður en umfjöllun National Enquirer birtist. Útgefandi National Enquirer er vinur Donalds Trump Bandaríkjaforseta til fjölda ára en Trump hefur verið uppsigað við Bezos, meðal annars vegna þess að Amazon-stjórinn á dagblaðið Washington Post. Það er einn af þeim fjölmiðlum sem forsetinn hefur ítrekað sakað um að flytja „falsfréttir“ þegar það birtir umfjallanir sem eru honum óþægilegar. Útgefandi slúðurblaðsins hefur ítrekað beitt því til að hjálpa Trump, meðal annars með því að kaupa réttinn á vandræðalegum frásögnum um hann og sitja síðan á þeim. Nú segir Gavin de Becker, rannsakandi sem Bezos réði til að komast að því hvernig National Enquirer komst yfir einkaskilaboð hans, að hann og samstarfsmenn hans álykti með mikilli vissu að Sádar hafi haft aðgang að síma Bezos og komist þannig yfir einkaupplýsingar hans. Þeir hafi afhent bandarískum alríkisyfirvöldum niðurstöður sínar. Í grein sem de Becker skrifaði á vefsíðuna Daily Beast í gær tengdi hann símainnbrotið og gagnalekann við umfjöllun Washington Post um morðið á Jamal Khashoggi, sádiarabíska blaðamanninnum sem var drepinn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Khashoggi skrifaði pistla fyrir bandaríska blaðið. Bandaríska leyniþjónustan telur líklegt að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur leiðtogi, hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi sem var gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandinu. Því hafa Sádar neitað og Trump-stjórnin hefur tekið þær neitanir gildar.Breska ríkisútvarpið BBC segir að sádiarabísk yfirvöld hafi enn ekki tjáð sig um ásakanir de Becker. Þau höfnuðu aðild að umfjölluninni um Bezos í febrúar.
Amazon Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Tengdar fréttir Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. 9. janúar 2019 15:32 Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52 Segja bróður hjákonu Bezos hafa lekið myndunum Michael Sanchez, bróðir Lauren Sanchez, hjákonu Jeff Bezos, lak skilaboðum og myndum á milli milljarðamæringsins og systur sinnar til National Enquirer. 11. febrúar 2019 18:15 Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita að hafa lekið skilaboðum Bezos til National Enquirer Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita því að hafa haft nokkuð að gera með það að skilaboðum og vandræðalegum myndum af Jeff Bezos, ríkasta manni heims, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquirer. 11. febrúar 2019 08:20 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. 9. janúar 2019 15:32
Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Jeff Bezos, eigandi Amazon og Washington Post, segir að forsvarsmenn stórs götublaðs sem tengist Trump forseta hafi hótað að birta af honum kynferðislegar myndir ef hann léti ekki af rannsókn á hvernig blaðið komst yfir smáskilaboð hans. 8. febrúar 2019 07:52
Segja bróður hjákonu Bezos hafa lekið myndunum Michael Sanchez, bróðir Lauren Sanchez, hjákonu Jeff Bezos, lak skilaboðum og myndum á milli milljarðamæringsins og systur sinnar til National Enquirer. 11. febrúar 2019 18:15
Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita að hafa lekið skilaboðum Bezos til National Enquirer Yfirvöld í Sádi-Arabíu neita því að hafa haft nokkuð að gera með það að skilaboðum og vandræðalegum myndum af Jeff Bezos, ríkasta manni heims, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquirer. 11. febrúar 2019 08:20