Brýnt að bregðast við vanda Landsréttar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. apríl 2019 07:15 Benedikt var meðal framsögumanna á málstofu um Landsrétt á Lagadögum í síðustu viku. FBL/ernir Landsréttarmálið var ekki til umræðu í ríkisstjórn í vikunni en tæpar fjórar vikur eru síðan Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm þess efnis að það samræmdist ekki ákvæði sáttmálans um réttláta málsmeðferð að dómarar sem ekki voru skipaðir í samræmi við réttar málsmeðferðarreglur dæmi mál. Landsréttur starfar ekki af fullum krafti eftir dóminn og töluverð óvissa ríkir bæði vegna mögulegs málskots til efri deildar MDE og þess hvernig skipan Landsréttar verður á næstu misserum og til frambúðar vegna dómsins. „Ég tel mjög brýnt að brugðist verði við eins fljótt og auðið er því það er augljóst að Landsréttur getur ekki sinnt sínu hlutverki með góðu móti þegar fjórir dómarar af fimmtán eru ekki að störfum,“ segir Benedikt Bogason, stjórnarformaður Dómstólasýslunnar. Benedikt segir að því lengri töf sem verði á því að ákvarðanir verði teknar um viðbrögð við dóminum, því meiri dráttur verði á meðferð mála við Landsrétt. „Það er mjög bagalegt ef þetta tefst lengi, því ef dráttur byrjar að verða á meðferð mála getur sá vandi undið upp á sig á skömmum tíma og orðið erfiður viðureignar,“ segir Benedikt. Þær ákvarðanir sem þarf að taka í kjölfar dómsins eru tvíþættar. Annars vegar þarf að ákveða hvort málinu verði skotið til efri deildar MDE en mjög skiptar skoðanir hafa verið um það meðal stjórnmálamanna, dómara og fræðimanna. Hins vegar þarf ákveða til hvaða ráðstafana verður gripið til að tryggja eðlilega virkni Landsréttar en ákvarðanir þess efnis bíða væntanlega þangað til fyrir liggur hvort leitað verði endurskoðunar dómsins. Verði slíkrar endurskoðunar leitað þarf að tryggja virkni réttarins meðan óvissa ríkir um endanlega niðurstöðu en sú óvissa gæti varað í tvö ár. Verði hins vegar ákveðið að una dómi þarf að ákveða hvernig eigi að bregðast við dóminum og koma í veg fyrir áframhaldandi brot gegn ákvæði sáttmálans. Benedikt segir Dómstólasýsluna hafa bent á einu raunhæfu leiðina úr vanda Landsréttar, í erindi til stjórnvalda strax í sömu viku og dómur MDE var kveðinn upp. Í erindinu er lagt til að dómurum við Landsrétt verði fjölgað um fjóra en til þess þarf lagabreytingu. Aðspurður segist Benedikt ekki hafa fengið viðbrögð frá stjórnvöldum við erindinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir framgöngu dómsmálaráðherra þungamiðju dóms MDE um gróft brot Björg Thorarensen, prófessor, metur stöðuna og dóm MDE þannig að einungis þeir dómarar sem skipaðir voru þvert á mat hæfisnefndar séu ólögmætt skipaðir. 20. mars 2019 16:20 Dómarar þurfi sjálfir að biðja um leyfi frá störfum á launum Dómarar sem ekki taka þátt í störfum við Landsrétt verða ekki settir í leyfi nema að eigin ósk. Ekki hægt að setja dómara tímabundið við réttinn nema vegna leyfa. Varaforseti dómsins telur hægt að skipa dómarana 15 aftur með lögum. 1. apríl 2019 07:45 Spyr um kostnað við dómaraskipun Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur beint fyrirspurn til dómsmálaráðherra og óskar skriflegs svars um kostnað ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt. 26. mars 2019 06:07 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Landsréttarmálið var ekki til umræðu í ríkisstjórn í vikunni en tæpar fjórar vikur eru síðan Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm þess efnis að það samræmdist ekki ákvæði sáttmálans um réttláta málsmeðferð að dómarar sem ekki voru skipaðir í samræmi við réttar málsmeðferðarreglur dæmi mál. Landsréttur starfar ekki af fullum krafti eftir dóminn og töluverð óvissa ríkir bæði vegna mögulegs málskots til efri deildar MDE og þess hvernig skipan Landsréttar verður á næstu misserum og til frambúðar vegna dómsins. „Ég tel mjög brýnt að brugðist verði við eins fljótt og auðið er því það er augljóst að Landsréttur getur ekki sinnt sínu hlutverki með góðu móti þegar fjórir dómarar af fimmtán eru ekki að störfum,“ segir Benedikt Bogason, stjórnarformaður Dómstólasýslunnar. Benedikt segir að því lengri töf sem verði á því að ákvarðanir verði teknar um viðbrögð við dóminum, því meiri dráttur verði á meðferð mála við Landsrétt. „Það er mjög bagalegt ef þetta tefst lengi, því ef dráttur byrjar að verða á meðferð mála getur sá vandi undið upp á sig á skömmum tíma og orðið erfiður viðureignar,“ segir Benedikt. Þær ákvarðanir sem þarf að taka í kjölfar dómsins eru tvíþættar. Annars vegar þarf að ákveða hvort málinu verði skotið til efri deildar MDE en mjög skiptar skoðanir hafa verið um það meðal stjórnmálamanna, dómara og fræðimanna. Hins vegar þarf ákveða til hvaða ráðstafana verður gripið til að tryggja eðlilega virkni Landsréttar en ákvarðanir þess efnis bíða væntanlega þangað til fyrir liggur hvort leitað verði endurskoðunar dómsins. Verði slíkrar endurskoðunar leitað þarf að tryggja virkni réttarins meðan óvissa ríkir um endanlega niðurstöðu en sú óvissa gæti varað í tvö ár. Verði hins vegar ákveðið að una dómi þarf að ákveða hvernig eigi að bregðast við dóminum og koma í veg fyrir áframhaldandi brot gegn ákvæði sáttmálans. Benedikt segir Dómstólasýsluna hafa bent á einu raunhæfu leiðina úr vanda Landsréttar, í erindi til stjórnvalda strax í sömu viku og dómur MDE var kveðinn upp. Í erindinu er lagt til að dómurum við Landsrétt verði fjölgað um fjóra en til þess þarf lagabreytingu. Aðspurður segist Benedikt ekki hafa fengið viðbrögð frá stjórnvöldum við erindinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir framgöngu dómsmálaráðherra þungamiðju dóms MDE um gróft brot Björg Thorarensen, prófessor, metur stöðuna og dóm MDE þannig að einungis þeir dómarar sem skipaðir voru þvert á mat hæfisnefndar séu ólögmætt skipaðir. 20. mars 2019 16:20 Dómarar þurfi sjálfir að biðja um leyfi frá störfum á launum Dómarar sem ekki taka þátt í störfum við Landsrétt verða ekki settir í leyfi nema að eigin ósk. Ekki hægt að setja dómara tímabundið við réttinn nema vegna leyfa. Varaforseti dómsins telur hægt að skipa dómarana 15 aftur með lögum. 1. apríl 2019 07:45 Spyr um kostnað við dómaraskipun Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur beint fyrirspurn til dómsmálaráðherra og óskar skriflegs svars um kostnað ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt. 26. mars 2019 06:07 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Segir framgöngu dómsmálaráðherra þungamiðju dóms MDE um gróft brot Björg Thorarensen, prófessor, metur stöðuna og dóm MDE þannig að einungis þeir dómarar sem skipaðir voru þvert á mat hæfisnefndar séu ólögmætt skipaðir. 20. mars 2019 16:20
Dómarar þurfi sjálfir að biðja um leyfi frá störfum á launum Dómarar sem ekki taka þátt í störfum við Landsrétt verða ekki settir í leyfi nema að eigin ósk. Ekki hægt að setja dómara tímabundið við réttinn nema vegna leyfa. Varaforseti dómsins telur hægt að skipa dómarana 15 aftur með lögum. 1. apríl 2019 07:45
Spyr um kostnað við dómaraskipun Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur beint fyrirspurn til dómsmálaráðherra og óskar skriflegs svars um kostnað ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt. 26. mars 2019 06:07
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent