Trump skýtur á Biden vegna áreitnisásakana Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2019 12:17 Donald Trump og Joe Biden. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hæddist í gær að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, vegna ásakana um að hann hafi áreitt konur. Minnst fjórar konur hafa sakað Biden um áreitni. Ein segir hann hafa kysst sig á hnakkann árið 2014 og önnur segir hann hafa nuddað nefi sínu við nef hennar árið 2009.Biden neitar því að hafa hagað sér á ósæmandi hátt. Á fjáröflun fyrir Repúblikanaflokkinn í gær hélt Trump ræðu þar sem hann ræddi um forsetakosingarnar 2020. Líklegt þykir að Biden muni bjóða sig fram gegn Trump og var hann eini mótframbjóðandi forsetans sem hann nefndi á nafn. Það gerði Trump þegar hann var að segja frá því að hann hafi viljað kyssa hershöfðingja sem hann hitti í Írak. „Ég sagði; „Hershöfðingi, komdu hér og kysstu mig.“ Mér leið eins og Joe Biden en ég meinti það,“ sagði Trump við hlátur gesta fjáröflunarinnar.Seinna gaf Trump í skyn að sósíalistar og pólitískir andstæðingar Biden í Demókrataflokknum væru að reyna að klekja á honum með þessum ásökunum og hæddist að varaforsetanum fyrrverandi og sagðist hafa ætlað að hringja í varaforsetann fyrrverandi og spyrja hann hvort hann væri að skemmta sér.Sjálfur ítrekað sakaður um áreitni og kynferðisbrot Vel á annan tug kvenna hafa sakað Trump sjálfan um áreitni og kynferðisbrot. Nú síðast sagði Alva Johnson, fyrrverandi starfsmaður forsetaframboðs Trump, að hann hefði kysst hana gegn vilja hennar árið 2016. Trump hefur neitað öllum ásökununum. Þá var birt myndband í aðdraganda kosninganna 2016 sem tekið var upp árið 2005, þar sem Trump stærði sig af því að geta meðal annars kysst konur og gripið í píkurnar á þeim í skjóli frægðar sinnar.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konumÍ kjölfar birtingar myndbandsins gagnrýndi Biden Trump harðlega og sagði að ef þeir væru báðir í menntaskóla myndi hann draga Trump á bakvið íþróttahúsið og lemja hann.Sú umræða stakk kollinum aftur upp í fyrra eftir að Biden sagði aftur að ef þeir væru í menntaskóla myndi hann lemja Trump í klessu. Forsetinn svaraði á Twitter og sagði að hann myndi lemja Biden, ekki öfugt.Hér má sjá nokkur af ummælum Trump frá ræðunni í gær. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hæddist í gær að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, vegna ásakana um að hann hafi áreitt konur. Minnst fjórar konur hafa sakað Biden um áreitni. Ein segir hann hafa kysst sig á hnakkann árið 2014 og önnur segir hann hafa nuddað nefi sínu við nef hennar árið 2009.Biden neitar því að hafa hagað sér á ósæmandi hátt. Á fjáröflun fyrir Repúblikanaflokkinn í gær hélt Trump ræðu þar sem hann ræddi um forsetakosingarnar 2020. Líklegt þykir að Biden muni bjóða sig fram gegn Trump og var hann eini mótframbjóðandi forsetans sem hann nefndi á nafn. Það gerði Trump þegar hann var að segja frá því að hann hafi viljað kyssa hershöfðingja sem hann hitti í Írak. „Ég sagði; „Hershöfðingi, komdu hér og kysstu mig.“ Mér leið eins og Joe Biden en ég meinti það,“ sagði Trump við hlátur gesta fjáröflunarinnar.Seinna gaf Trump í skyn að sósíalistar og pólitískir andstæðingar Biden í Demókrataflokknum væru að reyna að klekja á honum með þessum ásökunum og hæddist að varaforsetanum fyrrverandi og sagðist hafa ætlað að hringja í varaforsetann fyrrverandi og spyrja hann hvort hann væri að skemmta sér.Sjálfur ítrekað sakaður um áreitni og kynferðisbrot Vel á annan tug kvenna hafa sakað Trump sjálfan um áreitni og kynferðisbrot. Nú síðast sagði Alva Johnson, fyrrverandi starfsmaður forsetaframboðs Trump, að hann hefði kysst hana gegn vilja hennar árið 2016. Trump hefur neitað öllum ásökununum. Þá var birt myndband í aðdraganda kosninganna 2016 sem tekið var upp árið 2005, þar sem Trump stærði sig af því að geta meðal annars kysst konur og gripið í píkurnar á þeim í skjóli frægðar sinnar.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konumÍ kjölfar birtingar myndbandsins gagnrýndi Biden Trump harðlega og sagði að ef þeir væru báðir í menntaskóla myndi hann draga Trump á bakvið íþróttahúsið og lemja hann.Sú umræða stakk kollinum aftur upp í fyrra eftir að Biden sagði aftur að ef þeir væru í menntaskóla myndi hann lemja Trump í klessu. Forsetinn svaraði á Twitter og sagði að hann myndi lemja Biden, ekki öfugt.Hér má sjá nokkur af ummælum Trump frá ræðunni í gær.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira