Trump skýtur á Biden vegna áreitnisásakana Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2019 12:17 Donald Trump og Joe Biden. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hæddist í gær að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, vegna ásakana um að hann hafi áreitt konur. Minnst fjórar konur hafa sakað Biden um áreitni. Ein segir hann hafa kysst sig á hnakkann árið 2014 og önnur segir hann hafa nuddað nefi sínu við nef hennar árið 2009.Biden neitar því að hafa hagað sér á ósæmandi hátt. Á fjáröflun fyrir Repúblikanaflokkinn í gær hélt Trump ræðu þar sem hann ræddi um forsetakosingarnar 2020. Líklegt þykir að Biden muni bjóða sig fram gegn Trump og var hann eini mótframbjóðandi forsetans sem hann nefndi á nafn. Það gerði Trump þegar hann var að segja frá því að hann hafi viljað kyssa hershöfðingja sem hann hitti í Írak. „Ég sagði; „Hershöfðingi, komdu hér og kysstu mig.“ Mér leið eins og Joe Biden en ég meinti það,“ sagði Trump við hlátur gesta fjáröflunarinnar.Seinna gaf Trump í skyn að sósíalistar og pólitískir andstæðingar Biden í Demókrataflokknum væru að reyna að klekja á honum með þessum ásökunum og hæddist að varaforsetanum fyrrverandi og sagðist hafa ætlað að hringja í varaforsetann fyrrverandi og spyrja hann hvort hann væri að skemmta sér.Sjálfur ítrekað sakaður um áreitni og kynferðisbrot Vel á annan tug kvenna hafa sakað Trump sjálfan um áreitni og kynferðisbrot. Nú síðast sagði Alva Johnson, fyrrverandi starfsmaður forsetaframboðs Trump, að hann hefði kysst hana gegn vilja hennar árið 2016. Trump hefur neitað öllum ásökununum. Þá var birt myndband í aðdraganda kosninganna 2016 sem tekið var upp árið 2005, þar sem Trump stærði sig af því að geta meðal annars kysst konur og gripið í píkurnar á þeim í skjóli frægðar sinnar.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konumÍ kjölfar birtingar myndbandsins gagnrýndi Biden Trump harðlega og sagði að ef þeir væru báðir í menntaskóla myndi hann draga Trump á bakvið íþróttahúsið og lemja hann.Sú umræða stakk kollinum aftur upp í fyrra eftir að Biden sagði aftur að ef þeir væru í menntaskóla myndi hann lemja Trump í klessu. Forsetinn svaraði á Twitter og sagði að hann myndi lemja Biden, ekki öfugt.Hér má sjá nokkur af ummælum Trump frá ræðunni í gær. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hæddist í gær að Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, vegna ásakana um að hann hafi áreitt konur. Minnst fjórar konur hafa sakað Biden um áreitni. Ein segir hann hafa kysst sig á hnakkann árið 2014 og önnur segir hann hafa nuddað nefi sínu við nef hennar árið 2009.Biden neitar því að hafa hagað sér á ósæmandi hátt. Á fjáröflun fyrir Repúblikanaflokkinn í gær hélt Trump ræðu þar sem hann ræddi um forsetakosingarnar 2020. Líklegt þykir að Biden muni bjóða sig fram gegn Trump og var hann eini mótframbjóðandi forsetans sem hann nefndi á nafn. Það gerði Trump þegar hann var að segja frá því að hann hafi viljað kyssa hershöfðingja sem hann hitti í Írak. „Ég sagði; „Hershöfðingi, komdu hér og kysstu mig.“ Mér leið eins og Joe Biden en ég meinti það,“ sagði Trump við hlátur gesta fjáröflunarinnar.Seinna gaf Trump í skyn að sósíalistar og pólitískir andstæðingar Biden í Demókrataflokknum væru að reyna að klekja á honum með þessum ásökunum og hæddist að varaforsetanum fyrrverandi og sagðist hafa ætlað að hringja í varaforsetann fyrrverandi og spyrja hann hvort hann væri að skemmta sér.Sjálfur ítrekað sakaður um áreitni og kynferðisbrot Vel á annan tug kvenna hafa sakað Trump sjálfan um áreitni og kynferðisbrot. Nú síðast sagði Alva Johnson, fyrrverandi starfsmaður forsetaframboðs Trump, að hann hefði kysst hana gegn vilja hennar árið 2016. Trump hefur neitað öllum ásökununum. Þá var birt myndband í aðdraganda kosninganna 2016 sem tekið var upp árið 2005, þar sem Trump stærði sig af því að geta meðal annars kysst konur og gripið í píkurnar á þeim í skjóli frægðar sinnar.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konumÍ kjölfar birtingar myndbandsins gagnrýndi Biden Trump harðlega og sagði að ef þeir væru báðir í menntaskóla myndi hann draga Trump á bakvið íþróttahúsið og lemja hann.Sú umræða stakk kollinum aftur upp í fyrra eftir að Biden sagði aftur að ef þeir væru í menntaskóla myndi hann lemja Trump í klessu. Forsetinn svaraði á Twitter og sagði að hann myndi lemja Biden, ekki öfugt.Hér má sjá nokkur af ummælum Trump frá ræðunni í gær.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira