Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2019 23:25 Grænlandsjökull bráðnar nú hratt vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Myndin er af Jakobshafnarjöklinum á vesturströnd Grænlands. Vísir/EPA Sumarbráðnun íss á Grænlandi er þegar hafin og er það sagt rúmum mánuði fyrr en í venjulegi árferði. Hiti á suðausturströnd Grænlands hefur farið allt að tuttugu stigum yfir meðaltal síðustu vikur. Vanalega byrjar Grænlandsjökull ekki að bráðna fyrr en í maí en í vor mældist fyrst bráðnun 7. apríl, að því er segir í frétt Washington Post. Loftihiti hækkaði skyndilega upp í 5°C eftir að meira en tuttugu stiga frost hafði verið þar í byrjun mánaðar. Í kjölfarið kólnaði aðeins aftur en síðustu vikuna hefur hitinn verið um eða yfir frostmarki. Snjó- og ísgagnamiðstöð Bandaríkjanna segir að hraði bráðnunarinnar svo snemma vors sé í hæstu hæðum. Gervihnattamyndir sýni gríðarlega bráðun svo snemma á svæðum við suðausturströndina. Hlýindin eru rakin til hlýs lofts sem hefur streymt norður á bóginn frá Flórída vegna breytinga á skotvindum. Lítil útbreiðsla hafíss í Norður-Íshafinu norður af Skandinavíu hafi magnað hlýnunina. Vísindamenn búast við því að slíkar aðstæður verði tíðari með áframhaldandi hnattrænni hlýnun af völdum manna. Víðar hefur verið hlýtt á norðlægum slóðum í vetur og byrjun vors. Í Alaska hafa þverár Júkonfljóts aldrei losnað fyrr úr klakaböndum og á Skotlandi fór hitinn yfir tuttugu gráður í febrúar. Haf- og loftlagsstofnun Bandaríkjanna staðfesti nýlega að marsmánuður hafi verið sá annar hlýjasti frá því að mælingar hófust. Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Sumarbráðnun íss á Grænlandi er þegar hafin og er það sagt rúmum mánuði fyrr en í venjulegi árferði. Hiti á suðausturströnd Grænlands hefur farið allt að tuttugu stigum yfir meðaltal síðustu vikur. Vanalega byrjar Grænlandsjökull ekki að bráðna fyrr en í maí en í vor mældist fyrst bráðnun 7. apríl, að því er segir í frétt Washington Post. Loftihiti hækkaði skyndilega upp í 5°C eftir að meira en tuttugu stiga frost hafði verið þar í byrjun mánaðar. Í kjölfarið kólnaði aðeins aftur en síðustu vikuna hefur hitinn verið um eða yfir frostmarki. Snjó- og ísgagnamiðstöð Bandaríkjanna segir að hraði bráðnunarinnar svo snemma vors sé í hæstu hæðum. Gervihnattamyndir sýni gríðarlega bráðun svo snemma á svæðum við suðausturströndina. Hlýindin eru rakin til hlýs lofts sem hefur streymt norður á bóginn frá Flórída vegna breytinga á skotvindum. Lítil útbreiðsla hafíss í Norður-Íshafinu norður af Skandinavíu hafi magnað hlýnunina. Vísindamenn búast við því að slíkar aðstæður verði tíðari með áframhaldandi hnattrænni hlýnun af völdum manna. Víðar hefur verið hlýtt á norðlægum slóðum í vetur og byrjun vors. Í Alaska hafa þverár Júkonfljóts aldrei losnað fyrr úr klakaböndum og á Skotlandi fór hitinn yfir tuttugu gráður í febrúar. Haf- og loftlagsstofnun Bandaríkjanna staðfesti nýlega að marsmánuður hafi verið sá annar hlýjasti frá því að mælingar hófust.
Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Tengdar fréttir Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Regn og hlýindi stöðva hundasleðakeppni í Alaska Aflýsa hefur þurft hundasleðakeppnum og stytta leiðir vegna aðstæðna í Alaska þar sem hitinn hefur verið yfir frostmarki undanfarið. Á sama tíma bítur kuldaboli íbúa í miðvesturríkjum Bandaríkjanna fast. 31. janúar 2019 15:58
Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39