Zuckerberg óttast alræðisríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. apríl 2019 08:00 Zuckerberg óttast ekki afleiðingarnar. Nordicphotos/AFP Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, varar við því að ríki heims geri kröfu um að stafræn gögn um ríkisborgara verði vistuð í hverju landi fyrir sig. Það gæti leitt til þess að alræðisríki steli upplýsingum um þegna sína og nýti í annarlegum tilgangi. Þetta sagði Zuckerberg í um níutíu mínútna viðtali við sagnfræðinginn Yuval Noah Harari sem birtist í gær. Kæmi til þess að krafa sem þessi yrði gerð sagði Zuckerberg að Facebook myndi einfaldlega neita að hlýða. Fyrirtækið myndi ekki setja upp gagnaver í alræðisríkjum og þannig stefna viðskiptavinum sínum í hættu. Slík lög eru nú þegar til staðar í Rússlandi og Kína. „Ef ég væri í ríkisstjórn gæti ég sent herinn á svæðið og tekið þau gögn sem ég vildi. Tekið þau til þess að stunda eftirlit eða gera árásir. Mér finnst það hljóma eins og afar slæm framtíð. En við erum ekki á þeirri vegferð. Sem aðili sem er að byggja upp vefþjónustu, eða bara sem almennur borgari, vil ég ekki sjá þessa þróun,“ sagði Zuckerberg og bætti við: „Ef ríkisstjórn getur nálgast persónuleg gögn þín getur hún komist að því hver þú ert, læst þig inni, meitt þig og fjölskyldu þína og valdið þér alvarlegum líkamlegum skaða.“ Zuckerberg sagði aukinheldur í símtali með hluthöfum fyrr í vikunni að Facebook gerði sér fullkomlega grein fyrir því að starfsemi fyrirtækisins í alræðisríkjum gæti verið bönnuð ef það hlýddi ekki kröfum sem þessum. Viðtalið við Harari sagði Zuckerberg að væri liður í átaki hans fyrir árið 2019 þar sem hann ætlaði að ræða oftar og ítarlegar um framtíð veraldarvefsins og stafræns samfélags á opinberum vettvangi. Leiða má líkur að því að Zuckerberg hafi tekið þessa ákvörðun eftir þá álitshnekki sem hann og Facebook og hafa beðið undanfarin misseri. Facebook hefur gengið í gegnum erfiða og alvarlega röð hneykslismála sem snúa mörg hver að öryggi stafrænna, persónulegra gagna. Til dæmis má nefna Cambridge Analytica-hneykslið, þar sem ráðgjafarfyrirtæki nýtti gögn Facebook-notenda í pólitískum tilgangi, öryggisgalla sem ollu því að hakkarar komust yfir milljónir lykilorða og gerðu persónulegar ljósmyndir óvart aðgengilegar öllum, deilingu persónulegra gagna með öðrum stórfyrirtækjum og notkun öfgamanna á samfélagsmiðlum fyrirtækisins sem auðvelduðu þeim að beita ofbeldi. Þá er ótalinn þáttur Facebook í afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum en gríðarlegur fjöldi falsfrétta komst í mikla dreifingu á samfélagsmiðlinum. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, varar við því að ríki heims geri kröfu um að stafræn gögn um ríkisborgara verði vistuð í hverju landi fyrir sig. Það gæti leitt til þess að alræðisríki steli upplýsingum um þegna sína og nýti í annarlegum tilgangi. Þetta sagði Zuckerberg í um níutíu mínútna viðtali við sagnfræðinginn Yuval Noah Harari sem birtist í gær. Kæmi til þess að krafa sem þessi yrði gerð sagði Zuckerberg að Facebook myndi einfaldlega neita að hlýða. Fyrirtækið myndi ekki setja upp gagnaver í alræðisríkjum og þannig stefna viðskiptavinum sínum í hættu. Slík lög eru nú þegar til staðar í Rússlandi og Kína. „Ef ég væri í ríkisstjórn gæti ég sent herinn á svæðið og tekið þau gögn sem ég vildi. Tekið þau til þess að stunda eftirlit eða gera árásir. Mér finnst það hljóma eins og afar slæm framtíð. En við erum ekki á þeirri vegferð. Sem aðili sem er að byggja upp vefþjónustu, eða bara sem almennur borgari, vil ég ekki sjá þessa þróun,“ sagði Zuckerberg og bætti við: „Ef ríkisstjórn getur nálgast persónuleg gögn þín getur hún komist að því hver þú ert, læst þig inni, meitt þig og fjölskyldu þína og valdið þér alvarlegum líkamlegum skaða.“ Zuckerberg sagði aukinheldur í símtali með hluthöfum fyrr í vikunni að Facebook gerði sér fullkomlega grein fyrir því að starfsemi fyrirtækisins í alræðisríkjum gæti verið bönnuð ef það hlýddi ekki kröfum sem þessum. Viðtalið við Harari sagði Zuckerberg að væri liður í átaki hans fyrir árið 2019 þar sem hann ætlaði að ræða oftar og ítarlegar um framtíð veraldarvefsins og stafræns samfélags á opinberum vettvangi. Leiða má líkur að því að Zuckerberg hafi tekið þessa ákvörðun eftir þá álitshnekki sem hann og Facebook og hafa beðið undanfarin misseri. Facebook hefur gengið í gegnum erfiða og alvarlega röð hneykslismála sem snúa mörg hver að öryggi stafrænna, persónulegra gagna. Til dæmis má nefna Cambridge Analytica-hneykslið, þar sem ráðgjafarfyrirtæki nýtti gögn Facebook-notenda í pólitískum tilgangi, öryggisgalla sem ollu því að hakkarar komust yfir milljónir lykilorða og gerðu persónulegar ljósmyndir óvart aðgengilegar öllum, deilingu persónulegra gagna með öðrum stórfyrirtækjum og notkun öfgamanna á samfélagsmiðlum fyrirtækisins sem auðvelduðu þeim að beita ofbeldi. Þá er ótalinn þáttur Facebook í afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum en gríðarlegur fjöldi falsfrétta komst í mikla dreifingu á samfélagsmiðlinum.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira