Myndband Baghdadi gæti leitt til árása Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2019 13:00 Abu Bakr al-Baghdadi. Vísir/AP Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Íslamska ríkisins, hefur verið hundeltur í fimm ár. Bandaríkin hafa heitið 25 milljónum dala til höfuðs hans og þrátt fyrir að hann hafi haldið til á einhverju mesta átakasvæði nútímans hefur hann ekki verið gómaður. Þar að auki hafa þó nokkrar tilraunir verið gerðar til að bana honum, bæði með loftárásum og árásum sérsveita, en án árangurs. Kalífadæmi ISIS-liða er fallið og meirihluti vígamanna hryðjuverkasamtakanna í Sýrlandi og Írak hefur verið felldur. Þrátt fyrir að reglulega hafi borist fregnir af því að Baghdadi hafi verið felldur birtu samtökin myndband af honum í gær þar sem hann talaði um tiltölulega nýlegar vendingar og er óhætt að segja að hann sé á lífi. Eftir að hann steig í pontu í al-Nuri moskunni í Mosul árið 2014 og lýsti yfir stofnun kalífadæmis Íslamska ríkisins hvarf Baghdadi og sendi hann ekki annað myndband frá sér, fyrr en í gær. Þó hafði hann sent frá sér hljóðskilaboð þar sem hann stappaði stálinu í vígamenn sína og ISIS-liða og stuðningsmenn þeirra um heim allan. Nýju skilaboðin sendi hann í kjölfar falls kalífadæmisins og í kjölfar mannskæðra árása í Srí Lanka, sem Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á. Skilaboðin eru skýr. Íslamska ríkið er enn til staðar. Hann stjórnar þeim enn og þau geta enn skipulagt og framkvæmt hryðjuverkaárásir í gegnum dóttursamtök hryðjuverkasamtakanna víða um heim. Í Írak og Sýrlandi er talið að þúsundir ISIS-liða hafi farið í felur áður en kalífadæmið féll og þó samtökin hafi tapað yfirráðasvæði í Mið-Austurlöndum hefur þeim vaxið ásmegin annars staðar eins og í Asíu og Afríku.Vísir/GraphicNewsHvar hefur Baghdadi haldið til? Lítið sem ekkert er vitað um ferðir hans og verustaði undanfarinna fimm ára. Enn er þó talið að hann sé í eyðimörkinni á milli Sýrlands og Írak. Mögulega í Anbar-héraði í Írak. New York Times hefur eftir starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna að Baghdadi komi ekki nálægt raftækjum og komi skipunum sínum líklegast á framfæri í gegnum sérstaka sendiboða. Í samtali við NYT segir Colin P. Clarke, sérfræðingur frá Soufan Center, hugveitu um öryggismál á heimsvísu, að skilaboð Baghdadi muni stappa stálinu í vígamenn samtakanna og mögulega ýta undir fleiri árásir einstaklinga sem aðhyllast málstað hryðjuverkasamtakanna (Svokallaðar „lone wolf“ árásir. Clarke segir markmið Baghdadi hafa meðal annars verið að tryggja sig í sessi sem leiðtoga ISIS og systur- og dóttursamtaka um heim allan. Guardian segir sérfræðinga þó halda því fram að Baghdadi hafi minni stjórn á samtökunum en áður. Fyrr á árinu, þegar sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra sátu um bæinn Baghouz, síðasta bæ kalífadæmis ISIS, bárust fregnir af því að erlendir vígamenn, sem töldu sig hafa verið svikna, hafi reynt að ráða Baghdadi af dögum. Þeir börðust við lífverði Baghdadi en töpuðu og voru teknir af lífi. Þá var Baghdadi sagður hafa flúið inn í eyðimörkina á landamærum Sýrlands og Írak. Guardian hefur eftir starfsmönnum leyniþjónusta að óánægja með gengi ISIS hafi leitt til átakanna og er talið að Abu Muhammad al-Husseini al-Hashimi, háttsettur meðlimur samtakanna og frændi Baghdadi, hafi reynt að velta honum úr sessi. Hashimi er sagður hafa gefið út bók þar sem hann kallaði eftir uppreisn gegn Baghdadi og því að lýst væri yfir hollystu við nýjan leiðtoga samtakanna á heimsvísu. Í kjölfar birtingar myndbandsins sögðu hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna að ekkert lát yrði á leit þeirra að leiðtogum Íslamska ríkisins. Írak Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Íslamska ríkisins, hefur verið hundeltur í fimm ár. Bandaríkin hafa heitið 25 milljónum dala til höfuðs hans og þrátt fyrir að hann hafi haldið til á einhverju mesta átakasvæði nútímans hefur hann ekki verið gómaður. Þar að auki hafa þó nokkrar tilraunir verið gerðar til að bana honum, bæði með loftárásum og árásum sérsveita, en án árangurs. Kalífadæmi ISIS-liða er fallið og meirihluti vígamanna hryðjuverkasamtakanna í Sýrlandi og Írak hefur verið felldur. Þrátt fyrir að reglulega hafi borist fregnir af því að Baghdadi hafi verið felldur birtu samtökin myndband af honum í gær þar sem hann talaði um tiltölulega nýlegar vendingar og er óhætt að segja að hann sé á lífi. Eftir að hann steig í pontu í al-Nuri moskunni í Mosul árið 2014 og lýsti yfir stofnun kalífadæmis Íslamska ríkisins hvarf Baghdadi og sendi hann ekki annað myndband frá sér, fyrr en í gær. Þó hafði hann sent frá sér hljóðskilaboð þar sem hann stappaði stálinu í vígamenn sína og ISIS-liða og stuðningsmenn þeirra um heim allan. Nýju skilaboðin sendi hann í kjölfar falls kalífadæmisins og í kjölfar mannskæðra árása í Srí Lanka, sem Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á. Skilaboðin eru skýr. Íslamska ríkið er enn til staðar. Hann stjórnar þeim enn og þau geta enn skipulagt og framkvæmt hryðjuverkaárásir í gegnum dóttursamtök hryðjuverkasamtakanna víða um heim. Í Írak og Sýrlandi er talið að þúsundir ISIS-liða hafi farið í felur áður en kalífadæmið féll og þó samtökin hafi tapað yfirráðasvæði í Mið-Austurlöndum hefur þeim vaxið ásmegin annars staðar eins og í Asíu og Afríku.Vísir/GraphicNewsHvar hefur Baghdadi haldið til? Lítið sem ekkert er vitað um ferðir hans og verustaði undanfarinna fimm ára. Enn er þó talið að hann sé í eyðimörkinni á milli Sýrlands og Írak. Mögulega í Anbar-héraði í Írak. New York Times hefur eftir starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna að Baghdadi komi ekki nálægt raftækjum og komi skipunum sínum líklegast á framfæri í gegnum sérstaka sendiboða. Í samtali við NYT segir Colin P. Clarke, sérfræðingur frá Soufan Center, hugveitu um öryggismál á heimsvísu, að skilaboð Baghdadi muni stappa stálinu í vígamenn samtakanna og mögulega ýta undir fleiri árásir einstaklinga sem aðhyllast málstað hryðjuverkasamtakanna (Svokallaðar „lone wolf“ árásir. Clarke segir markmið Baghdadi hafa meðal annars verið að tryggja sig í sessi sem leiðtoga ISIS og systur- og dóttursamtaka um heim allan. Guardian segir sérfræðinga þó halda því fram að Baghdadi hafi minni stjórn á samtökunum en áður. Fyrr á árinu, þegar sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra sátu um bæinn Baghouz, síðasta bæ kalífadæmis ISIS, bárust fregnir af því að erlendir vígamenn, sem töldu sig hafa verið svikna, hafi reynt að ráða Baghdadi af dögum. Þeir börðust við lífverði Baghdadi en töpuðu og voru teknir af lífi. Þá var Baghdadi sagður hafa flúið inn í eyðimörkina á landamærum Sýrlands og Írak. Guardian hefur eftir starfsmönnum leyniþjónusta að óánægja með gengi ISIS hafi leitt til átakanna og er talið að Abu Muhammad al-Husseini al-Hashimi, háttsettur meðlimur samtakanna og frændi Baghdadi, hafi reynt að velta honum úr sessi. Hashimi er sagður hafa gefið út bók þar sem hann kallaði eftir uppreisn gegn Baghdadi og því að lýst væri yfir hollystu við nýjan leiðtoga samtakanna á heimsvísu. Í kjölfar birtingar myndbandsins sögðu hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna að ekkert lát yrði á leit þeirra að leiðtogum Íslamska ríkisins.
Írak Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira