Japanskeisari afsalar sér völdum Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2019 08:00 Akihito keisari í keisarahöllinni í Tókýó í morgun. Þegar hann lætur af völdum á miðnætti lýkur Heisei-tímabilinu í Japan og við tekur Reiwa-tímabilið. Vísir/EPA Akihito, keisari Japans, verður fyrsti keisari landsins til að afsala sér völdum í meira en tvö hundruð ár í dag. Hann telur sig ekki lengur færan um að sinna embættisskyldum sínum vegna aldurs og hrakandi heilsu. Embætti keisara er táknrænt og því fylgja engin völd. Naruhito krónprins tekur við af föður sínum á morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Formleg athöfn þar sem Akihito lætur af embætti fer fram í keisarahöllinni klukkan fimm síðdegis að staðartíma, klukkan átta að morgni að íslenskum tíma. Tæknilega verður Akihito þó keisari til miðnættis. Hann er fyrsti keisarinn til að láta viljandi af völdum frá árinu 1817. Akihito er 85 ára gamall en hann tók við embætti keisara árið 1989. Skoðanakannanir benda til þess að Japanar skilji ákvörðun hans um að stíga til hliðar. Naruhito, verðandi keisari, er 59 ára gamall og varð krónprins þegar hann var 28 ára gamall. Hann er menntaður frá Oxford-háskóla á Englandi og er giftur Masako Owada prinsessu. Saman eiga þau dótturina Aiko prinsessu sem er átján ára gömul. Samkvæmt núgildandi lögum gæti hún ekki erft embætti föður síns. Næstur í valdaröðinni er Fumihito, bróðir Naruhito, og Hisahito, tólf ára gamall sonur hans. Japan Kóngafólk Tengdar fréttir Akihito Japanskeisari hélt síðustu afmælisræðu sína Akihito Japanskeisari er þakklátur fyrir að ríkið hafi ekki dregist inn í neina styrjöld á þrjátíu ára valdatíð sinni. 24. desember 2018 09:00 Mikill mannfjöldi fagnaði 85 ára afmæli Japanskeisara Yfir áttatíuþúsund manns söfnuðust saman við keisarahöllina í Tókýó í dag, 85 ára afmælisdag Akihito keisara. 23. desember 2018 09:57 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Akihito, keisari Japans, verður fyrsti keisari landsins til að afsala sér völdum í meira en tvö hundruð ár í dag. Hann telur sig ekki lengur færan um að sinna embættisskyldum sínum vegna aldurs og hrakandi heilsu. Embætti keisara er táknrænt og því fylgja engin völd. Naruhito krónprins tekur við af föður sínum á morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Formleg athöfn þar sem Akihito lætur af embætti fer fram í keisarahöllinni klukkan fimm síðdegis að staðartíma, klukkan átta að morgni að íslenskum tíma. Tæknilega verður Akihito þó keisari til miðnættis. Hann er fyrsti keisarinn til að láta viljandi af völdum frá árinu 1817. Akihito er 85 ára gamall en hann tók við embætti keisara árið 1989. Skoðanakannanir benda til þess að Japanar skilji ákvörðun hans um að stíga til hliðar. Naruhito, verðandi keisari, er 59 ára gamall og varð krónprins þegar hann var 28 ára gamall. Hann er menntaður frá Oxford-háskóla á Englandi og er giftur Masako Owada prinsessu. Saman eiga þau dótturina Aiko prinsessu sem er átján ára gömul. Samkvæmt núgildandi lögum gæti hún ekki erft embætti föður síns. Næstur í valdaröðinni er Fumihito, bróðir Naruhito, og Hisahito, tólf ára gamall sonur hans.
Japan Kóngafólk Tengdar fréttir Akihito Japanskeisari hélt síðustu afmælisræðu sína Akihito Japanskeisari er þakklátur fyrir að ríkið hafi ekki dregist inn í neina styrjöld á þrjátíu ára valdatíð sinni. 24. desember 2018 09:00 Mikill mannfjöldi fagnaði 85 ára afmæli Japanskeisara Yfir áttatíuþúsund manns söfnuðust saman við keisarahöllina í Tókýó í dag, 85 ára afmælisdag Akihito keisara. 23. desember 2018 09:57 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Akihito Japanskeisari hélt síðustu afmælisræðu sína Akihito Japanskeisari er þakklátur fyrir að ríkið hafi ekki dregist inn í neina styrjöld á þrjátíu ára valdatíð sinni. 24. desember 2018 09:00
Mikill mannfjöldi fagnaði 85 ára afmæli Japanskeisara Yfir áttatíuþúsund manns söfnuðust saman við keisarahöllina í Tókýó í dag, 85 ára afmælisdag Akihito keisara. 23. desember 2018 09:57