Páfi skikkar presta og nunnur til að tilkynna brot til yfirmanna Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2019 19:10 Frans páfi í Páfagarði í dag. AP/Alessandra Tarantino Frans páfi gaf út ný kirkjulög í dag sem kveður á um að allir prestar og aðrir starfsmenn kaþólsku kirkjunnar eiga að tilkynna grun um kynferðisbrot og yfirhylmingar þeim tengdum til yfirmanna sinna innan kirkjunnar. Lögin segja þó ekki að brot eigi að tilkynna til lögreglu og í rauninni eiga biskupar að halda utan um þessi mál. Kirkjan hefur lengi verið gagnrýnd harðlega vegna aðgerðaleysis og jafnvel yfirhylminga biskupa vegna kynferðisbrota. Páfinn sjálfur hefur verið sakaður um að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans Theodore McCarrick frá árinu 2013.Lögin innihalda þó ákvæði um að fórnarlömb kynferðisbrota geti í einhverjum tilfellum tilkynnt þau brot beint til Vatíkansins. Fórnarlömb kynferðisbrota og talsmenn þeirra segja lög páfans þó skref í rétta átt, samkvæmt AP fréttaveitunni.Samkvæmt lögunum myndu allir sem tilkynna möguleg brot hljóta vernd og eiga öll biskupsdæmi kirkjunnar að búa yfir leiðum sem fólk getur notað til að tilkynna grun um kynferðisbrot með nafnleynd. Lögin fela einnig í sér starfsferla varðandi það ef biskupar sjálfir, kardinálar eða aðrir háttsettir starfsmenn kirkjunnar verða fyrir ásökunum.Samkvæmt Reuters eru reglur sem þessar til staðar í biskupsdæmum í sumum ríkjum eins og Bandaríkjunum. Þau vantar þó víða.Markmiðið að bregðast við gagnrýni Með þessum lögum vill Frans bregðast við gífurlegri gagnrýni sem kirkjan hefur orðið fyrir á undanförnum árum vegna kynferðisbrota innan kirkjunnar og ásakana um yfirhylmingar sem hafa dregið verulega úr trúverðugleika kirkjunnar og grafið undan páfatíð hans. „Fólk verður að vita að biskupar þjóna þeim,“ hefur AP eftir Charles Scicluna, erkibiskupi sem hefur lengi starfað við að rannsaka kynferðisbrot innan kirkjunnar. „Þeir eru ekki hafnir yfir lögin og ef þeir brjóta af sér verður að tilkynna þá.“ Eins og áður segir hafa lögin verið gagnrýnd þar sem þau skikka starfsmenn kirkjunnar ekki til að tilkynna brot eða grun um brot til lögreglu. Þess í stað standa eldri tilmæli um að fylgja eigi lögum hvers lands eða héraðs fyrir sig varðandi það hvort nauðsynlegt sé að tilkynna brot til lögreglu. Vatíkanið segir kirkjuna ekki geta skikkað fólk til að fara til lögreglunnar vegna fjölbreytileika laga um heim allan. Páfagarður Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira
Frans páfi gaf út ný kirkjulög í dag sem kveður á um að allir prestar og aðrir starfsmenn kaþólsku kirkjunnar eiga að tilkynna grun um kynferðisbrot og yfirhylmingar þeim tengdum til yfirmanna sinna innan kirkjunnar. Lögin segja þó ekki að brot eigi að tilkynna til lögreglu og í rauninni eiga biskupar að halda utan um þessi mál. Kirkjan hefur lengi verið gagnrýnd harðlega vegna aðgerðaleysis og jafnvel yfirhylminga biskupa vegna kynferðisbrota. Páfinn sjálfur hefur verið sakaður um að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans Theodore McCarrick frá árinu 2013.Lögin innihalda þó ákvæði um að fórnarlömb kynferðisbrota geti í einhverjum tilfellum tilkynnt þau brot beint til Vatíkansins. Fórnarlömb kynferðisbrota og talsmenn þeirra segja lög páfans þó skref í rétta átt, samkvæmt AP fréttaveitunni.Samkvæmt lögunum myndu allir sem tilkynna möguleg brot hljóta vernd og eiga öll biskupsdæmi kirkjunnar að búa yfir leiðum sem fólk getur notað til að tilkynna grun um kynferðisbrot með nafnleynd. Lögin fela einnig í sér starfsferla varðandi það ef biskupar sjálfir, kardinálar eða aðrir háttsettir starfsmenn kirkjunnar verða fyrir ásökunum.Samkvæmt Reuters eru reglur sem þessar til staðar í biskupsdæmum í sumum ríkjum eins og Bandaríkjunum. Þau vantar þó víða.Markmiðið að bregðast við gagnrýni Með þessum lögum vill Frans bregðast við gífurlegri gagnrýni sem kirkjan hefur orðið fyrir á undanförnum árum vegna kynferðisbrota innan kirkjunnar og ásakana um yfirhylmingar sem hafa dregið verulega úr trúverðugleika kirkjunnar og grafið undan páfatíð hans. „Fólk verður að vita að biskupar þjóna þeim,“ hefur AP eftir Charles Scicluna, erkibiskupi sem hefur lengi starfað við að rannsaka kynferðisbrot innan kirkjunnar. „Þeir eru ekki hafnir yfir lögin og ef þeir brjóta af sér verður að tilkynna þá.“ Eins og áður segir hafa lögin verið gagnrýnd þar sem þau skikka starfsmenn kirkjunnar ekki til að tilkynna brot eða grun um brot til lögreglu. Þess í stað standa eldri tilmæli um að fylgja eigi lögum hvers lands eða héraðs fyrir sig varðandi það hvort nauðsynlegt sé að tilkynna brot til lögreglu. Vatíkanið segir kirkjuna ekki geta skikkað fólk til að fara til lögreglunnar vegna fjölbreytileika laga um heim allan.
Páfagarður Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira