Skoða aðgerðir gegn fleirum í ríkisstjórn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2019 23:00 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. AP/J. Scott Applewhite Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. Dómsmálanefnd fulltúradeildarinnar samþykkti í gær að lýsa William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í vanvirðingu gagnvart þinginu vegna neitunar hans að afhenda þinginu skýrslu Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu, án útstrikana, og gögn rannsakenda. Hann neitaði stefnu þingsins eftir að Trump krafðist trúnaðar vegna rannsóknarinnar. Starfsmenn Hvíta húsið berjast nú með kjafti og klóm gegn þó nokkrum rannsóknum Demókrata gagnvart Trump og ríkisstjórn hans. Allir þingmenn fulltrúadeildarinnar eiga eftir að greiða atkvæði um vanvirðingu Barr en í dag sagði Pelosi að það sé ekki víst hvenær það verði, því mögulega standi til að halda sambærilegar atkvæðagreiðslur um fleiri aðila.Blaðamenn Politico segja það til marks um að Demókratar gætu tekið nokkrar vikur í það að íhuga stöðu sína, áður en gripið verði til frekari aðgerða gegn Barr, og þá mögulega öðrum.Á blaðamannafundi sem hún hélt í dag sagði Pelosi að Bandaríkin stæðu nú frammi fyrir stjórnarskrárkrísu og ljóst væri að ríkisstjórn Trump væri ekki að standa við skyldur sínar gagnvart lögunum.Meðal þeirra sem kemur til greina að saka um vanvirðingu er Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögmaður Hvíta hússins. Hann ákvað nýverið að afhenda þingmönnum ekki skjöl frá starfstíma hans í Hvíta húsinu vegna skipanna sem hann fékk frá Hvíta húsinu. McGahn var mikilvægt vitni í rannsókn Robert Mueller, Rússarannsókninni svokölluðu, og lýsti hann tilvikum þar sem Trump skipaði honum að reka Mueller úr starfi sínu og binda enda á rannsóknina.Sjá einnig: Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsókninaPelosi hefur stigið varlega til jarðar síðan Mueller skilaði skýrslu sinni og reynt að draga úr væntingum Demókrata varðandi það hvort þingið hefji ferli til að mögulega kæra Trump fyrir embættisbrot. Samkvæmt New York Times er hún þeirrar skoðunar að Demókratar þurfi að einbeita sér að málefnum sem þau græddu verulega á í kosningunum í fyrra. Til dæmis heilbrigðisþjónustu. Hún ítrekaði þá skoðun sína á blaðamannafundinum í dag en lokaði ekki á mögulega kæru gegn Trump. „Við ætlum að gera það sem er rétt. Það er bara þannig og það sem við gerum mun byggja á staðreyndum, lögum og föðurlandsást. Ekki flokkslínum eða einhverju öðru,“ sagði Pelosi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Trump yngri stefnt og gert að mæta fyrir þingnefnd Donald Trump yngri, syni forseta Bandaríkjanna, hefur verið stefnt af leyniþjónustumálnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 8. maí 2019 22:53 Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forseti Tæplega fjögur hundruð fyrrverandi alríkissaksóknarar, sem hafa unnið undir ríkisstjórnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrata, segja það fullvíst að Donald Trump hefði verið ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, á grundvelli Rússarannsóknarinnar svokölluðu, ef hann væri ekki forseti. 6. maí 2019 18:15 Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30 Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22 Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnum Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðingur Hvíta hússins, ætlar ekki að afhenda þingmönnum skjöl frá starfstíma hans fyrir forsetaembættið, þó honum hafi verið stefnt af þingmönnum. 7. maí 2019 23:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, gaf í skyn í dag að Demókratar í fulltrúadeildinni gætu sakað fleiri núverandi og fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta, um vanvirðingu gagnvart þinginu. Dómsmálanefnd fulltúradeildarinnar samþykkti í gær að lýsa William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í vanvirðingu gagnvart þinginu vegna neitunar hans að afhenda þinginu skýrslu Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu, án útstrikana, og gögn rannsakenda. Hann neitaði stefnu þingsins eftir að Trump krafðist trúnaðar vegna rannsóknarinnar. Starfsmenn Hvíta húsið berjast nú með kjafti og klóm gegn þó nokkrum rannsóknum Demókrata gagnvart Trump og ríkisstjórn hans. Allir þingmenn fulltrúadeildarinnar eiga eftir að greiða atkvæði um vanvirðingu Barr en í dag sagði Pelosi að það sé ekki víst hvenær það verði, því mögulega standi til að halda sambærilegar atkvæðagreiðslur um fleiri aðila.Blaðamenn Politico segja það til marks um að Demókratar gætu tekið nokkrar vikur í það að íhuga stöðu sína, áður en gripið verði til frekari aðgerða gegn Barr, og þá mögulega öðrum.Á blaðamannafundi sem hún hélt í dag sagði Pelosi að Bandaríkin stæðu nú frammi fyrir stjórnarskrárkrísu og ljóst væri að ríkisstjórn Trump væri ekki að standa við skyldur sínar gagnvart lögunum.Meðal þeirra sem kemur til greina að saka um vanvirðingu er Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögmaður Hvíta hússins. Hann ákvað nýverið að afhenda þingmönnum ekki skjöl frá starfstíma hans í Hvíta húsinu vegna skipanna sem hann fékk frá Hvíta húsinu. McGahn var mikilvægt vitni í rannsókn Robert Mueller, Rússarannsókninni svokölluðu, og lýsti hann tilvikum þar sem Trump skipaði honum að reka Mueller úr starfi sínu og binda enda á rannsóknina.Sjá einnig: Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsókninaPelosi hefur stigið varlega til jarðar síðan Mueller skilaði skýrslu sinni og reynt að draga úr væntingum Demókrata varðandi það hvort þingið hefji ferli til að mögulega kæra Trump fyrir embættisbrot. Samkvæmt New York Times er hún þeirrar skoðunar að Demókratar þurfi að einbeita sér að málefnum sem þau græddu verulega á í kosningunum í fyrra. Til dæmis heilbrigðisþjónustu. Hún ítrekaði þá skoðun sína á blaðamannafundinum í dag en lokaði ekki á mögulega kæru gegn Trump. „Við ætlum að gera það sem er rétt. Það er bara þannig og það sem við gerum mun byggja á staðreyndum, lögum og föðurlandsást. Ekki flokkslínum eða einhverju öðru,“ sagði Pelosi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Trump yngri stefnt og gert að mæta fyrir þingnefnd Donald Trump yngri, syni forseta Bandaríkjanna, hefur verið stefnt af leyniþjónustumálnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 8. maí 2019 22:53 Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forseti Tæplega fjögur hundruð fyrrverandi alríkissaksóknarar, sem hafa unnið undir ríkisstjórnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrata, segja það fullvíst að Donald Trump hefði verið ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, á grundvelli Rússarannsóknarinnar svokölluðu, ef hann væri ekki forseti. 6. maí 2019 18:15 Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30 Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39 Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22 Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnum Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðingur Hvíta hússins, ætlar ekki að afhenda þingmönnum skjöl frá starfstíma hans fyrir forsetaembættið, þó honum hafi verið stefnt af þingmönnum. 7. maí 2019 23:00 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Sjá meira
Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48
Trump yngri stefnt og gert að mæta fyrir þingnefnd Donald Trump yngri, syni forseta Bandaríkjanna, hefur verið stefnt af leyniþjónustumálnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 8. maí 2019 22:53
Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forseti Tæplega fjögur hundruð fyrrverandi alríkissaksóknarar, sem hafa unnið undir ríkisstjórnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrata, segja það fullvíst að Donald Trump hefði verið ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, á grundvelli Rússarannsóknarinnar svokölluðu, ef hann væri ekki forseti. 6. maí 2019 18:15
Ríkisþingmenn New York opna á afhendingu skattaskýrslna Trump Þingmenn New York ríkis hafa samþykkt lagafrumvarp sem mun gera þingmönnum Bandaríkjaþings kleift að koma höndum yfir skattskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 8. maí 2019 22:30
Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. 8. maí 2019 21:39
Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22
Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnum Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðingur Hvíta hússins, ætlar ekki að afhenda þingmönnum skjöl frá starfstíma hans fyrir forsetaembættið, þó honum hafi verið stefnt af þingmönnum. 7. maí 2019 23:00
Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10