Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2019 15:22 Trump-stjórnin reynir nú eftir fremsta megni að stöðva allar tilraunir demókrata á Bandaríkjaþingi til að rannsaka forsetann eða stjórnarathafnir. Vísir/EPA Hvíta húsið hefur tilkynnt Bandaríkjaþingi að Donald Trump forseti hafi krafist þess að trúnaður ríki um skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Þingmenn geti því ekki fengið óritskoðaða útgáfu hennar afhenta eins og demókratar hafa krafist. Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings þar sem demókratar fara með formennsku hafði stefnt William Barr, dómsmálaráðherra, til að afhenda henni óritskoðaða útgáfu Mueller-skýrslunnar og öll þau gögn sem hún byggði á. Barr strikaði yfir hluta skýrslunnar sem hann taldi sér ekki heimilt að birta opinberlega á skírdag. Barr neitaði aftur á móti að verða við stefnunni. Samningaviðræður höfðu síðan staðið yfir á milli Jerry Nadler, formanns þingnefndarinnar, og Hvíta hússins. Nú hefur Hvíta húsið tilkynnt að Trump hafi ákveðið að nýta heimild sína til að krefjast trúnaðar um skýrslunnar og koma í veg fyrir að efni hennar sé gert opinbert að fullu, að sögn Washington Post. Deilt hefur verið um hvort að Trump gæti neytt þess réttar þar sem hann hafi þegar afsalað sér honum þegar hann leyfði núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Hvíta hússins að ræða við saksóknara Mueller auk þess sem skýrslan hefur þegar verið gerð opinber að mestu leyti. Í bréfi Stephens Boyd, aðstoðardómsmálaráðherra, til Bandaríkjaþings sagði hann að Barr dómsmálaráðherra hafi ekki getað orðið við stefnu þingnefndarinnar án þess að brjóta lög, reglur og dómsúrskurði. Nadler fullyrðir á móti að með ákvörðun sinni sé Trump-stjórnin að færa sig upp á skaftið í að ögra stjórnarskrárbundnum skyldum þingsins. Hann ætlar að láta greiða atkvæði um það í dag hvort að þingið ætti að telja Barra sýna því óvirðingu með því að verða ekki við stefnu nefndarinnar.Vill ekki að Mueller eða yfirlögfræðingur Hvíta hússins beri vitni Mueller-skýrslan var gerð opinber að mestu leyti á skírdag. Niðurstöður hennar voru að ekki hafi verið hægt að sýna fram á glæpsamlegt samsæri á milli framboðs Trump og útsendara rússneskra stjórnvalda í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 þrátt fyrir fjölda samskipta á milli þeirra. Þá tók Mueller ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar og vísaði til þess að reglur dómsmálaráðuneytisins útilokuðu að ákæra sitjandi forseta. Lýsti Mueller aftur á móti röð atvika sem hann taldi vísbendingar um að Trump hefði vissulega reynt að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Mögulega væri hægt að sækja forsetann til saka eftir að hann léti af embætti. Áður hefur Trump skipað Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðingi Hvíta hússins, að bera ekki vitni fyrir þingnefndinni. Skýrsla Mueller byggði að miklu leyti á ítarlegum framburði McGahn, meðal annars um hvernig Trump reyndi að fá hann til að binda endi á rannsóknina. Þá eiga demókratar í viðræðum við Mueller sjálfan um að hann komi og beri vitni. Trump hefur einnig lýst því yfir að það ætti hann ekki að gera. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forseti Tæplega fjögur hundruð fyrrverandi alríkissaksóknarar, sem hafa unnið undir ríkisstjórnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrata, segja það fullvíst að Donald Trump hefði verið ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, á grundvelli Rússarannsóknarinnar svokölluðu, ef hann væri ekki forseti. 6. maí 2019 18:15 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnum Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðingur Hvíta hússins, ætlar ekki að afhenda þingmönnum skjöl frá starfstíma hans fyrir forsetaembættið, þó honum hafi verið stefnt af þingmönnum. 7. maí 2019 23:00 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Hvíta húsið hefur tilkynnt Bandaríkjaþingi að Donald Trump forseti hafi krafist þess að trúnaður ríki um skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Þingmenn geti því ekki fengið óritskoðaða útgáfu hennar afhenta eins og demókratar hafa krafist. Dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings þar sem demókratar fara með formennsku hafði stefnt William Barr, dómsmálaráðherra, til að afhenda henni óritskoðaða útgáfu Mueller-skýrslunnar og öll þau gögn sem hún byggði á. Barr strikaði yfir hluta skýrslunnar sem hann taldi sér ekki heimilt að birta opinberlega á skírdag. Barr neitaði aftur á móti að verða við stefnunni. Samningaviðræður höfðu síðan staðið yfir á milli Jerry Nadler, formanns þingnefndarinnar, og Hvíta hússins. Nú hefur Hvíta húsið tilkynnt að Trump hafi ákveðið að nýta heimild sína til að krefjast trúnaðar um skýrslunnar og koma í veg fyrir að efni hennar sé gert opinbert að fullu, að sögn Washington Post. Deilt hefur verið um hvort að Trump gæti neytt þess réttar þar sem hann hafi þegar afsalað sér honum þegar hann leyfði núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Hvíta hússins að ræða við saksóknara Mueller auk þess sem skýrslan hefur þegar verið gerð opinber að mestu leyti. Í bréfi Stephens Boyd, aðstoðardómsmálaráðherra, til Bandaríkjaþings sagði hann að Barr dómsmálaráðherra hafi ekki getað orðið við stefnu þingnefndarinnar án þess að brjóta lög, reglur og dómsúrskurði. Nadler fullyrðir á móti að með ákvörðun sinni sé Trump-stjórnin að færa sig upp á skaftið í að ögra stjórnarskrárbundnum skyldum þingsins. Hann ætlar að láta greiða atkvæði um það í dag hvort að þingið ætti að telja Barra sýna því óvirðingu með því að verða ekki við stefnu nefndarinnar.Vill ekki að Mueller eða yfirlögfræðingur Hvíta hússins beri vitni Mueller-skýrslan var gerð opinber að mestu leyti á skírdag. Niðurstöður hennar voru að ekki hafi verið hægt að sýna fram á glæpsamlegt samsæri á milli framboðs Trump og útsendara rússneskra stjórnvalda í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 þrátt fyrir fjölda samskipta á milli þeirra. Þá tók Mueller ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði reynt að hindra framgang réttvísinnar og vísaði til þess að reglur dómsmálaráðuneytisins útilokuðu að ákæra sitjandi forseta. Lýsti Mueller aftur á móti röð atvika sem hann taldi vísbendingar um að Trump hefði vissulega reynt að leggja stein í götu rannsóknarinnar. Mögulega væri hægt að sækja forsetann til saka eftir að hann léti af embætti. Áður hefur Trump skipað Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðingi Hvíta hússins, að bera ekki vitni fyrir þingnefndinni. Skýrsla Mueller byggði að miklu leyti á ítarlegum framburði McGahn, meðal annars um hvernig Trump reyndi að fá hann til að binda endi á rannsóknina. Þá eiga demókratar í viðræðum við Mueller sjálfan um að hann komi og beri vitni. Trump hefur einnig lýst því yfir að það ætti hann ekki að gera.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forseti Tæplega fjögur hundruð fyrrverandi alríkissaksóknarar, sem hafa unnið undir ríkisstjórnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrata, segja það fullvíst að Donald Trump hefði verið ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, á grundvelli Rússarannsóknarinnar svokölluðu, ef hann væri ekki forseti. 6. maí 2019 18:15 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnum Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðingur Hvíta hússins, ætlar ekki að afhenda þingmönnum skjöl frá starfstíma hans fyrir forsetaembættið, þó honum hafi verið stefnt af þingmönnum. 7. maí 2019 23:00 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48
Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forseti Tæplega fjögur hundruð fyrrverandi alríkissaksóknarar, sem hafa unnið undir ríkisstjórnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrata, segja það fullvíst að Donald Trump hefði verið ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, á grundvelli Rússarannsóknarinnar svokölluðu, ef hann væri ekki forseti. 6. maí 2019 18:15
Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11
Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnum Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðingur Hvíta hússins, ætlar ekki að afhenda þingmönnum skjöl frá starfstíma hans fyrir forsetaembættið, þó honum hafi verið stefnt af þingmönnum. 7. maí 2019 23:00
Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00