Kosið aftur í Tyrklandi eftir tap AKP Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. maí 2019 08:30 Imamoglu þarf að berjast aftur fyrir sætinu. Nordicphotos/AFP Kosið verður á ný um borgarstjóra tyrknesku stórborgarinnar Istanbúl þann 23. júní. Svo úrskurðaði landskjörstjórn í gær. Lýðveldisflokkurinn (CHP), stærsti stjórnarandstöðuflokkur Tyrkja, hafði betur þegar kosningarnar voru fyrst haldnar þann 31. mars síðastliðinn. Ekrem Imamoglu fékk þá 48,77 prósent atkvæða en Binali Yildirim, fyrrverandi forsætisráðherra og frambjóðandi stjórnarliða úr Réttlætis- og þróunarflokknum (AKP), fékk 48,61 prósent. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu sagði Recep Ozel, fulltrúi AKP í landskjörstjórn, að ýmsir meðlimir kjörstjórnar í Istanbúl hefðu ekki verið opinberir starfsmenn líkt og lög kveða á um. Onursal Adiguzel, varaformaður CHP, heldur því hins vegar fram að ákvörðunin sýni einfaldlega fram á að það sé „ólöglegt að hafa betur gegn AKP“ og að ákvörðunin sé til marks um að Tyrkland sé einræðisríki. Recep Tayyip Erdogan, forseti og AKP-liði, fagnaði ákvörðun landskjörstjórnar í gær enda hafði hann ítrekað krafist þess að kosningarnar yrðu ógiltar og svo endurteknar. „Þessi úrskurður mun útrýma öllum vafa um niðurstöðurnar í Istanbúl og þar með styrkja tyrkneskt lýðræði,“ sagði hann. Forsetinn sagði einnig að það væri ósatt að AKP væri ósáttur við niðurstöðurnar. „Við erum handviss um að skipulögð glæpastarfsemi, spilling, lögleysi og brestir hafi verið í framkvæmd kosninganna í Istanbúl,“ hafði tyrkneski ríkismiðillinn eftir forseta sínum. Reuters greindi frá því að tyrkneska líran hefði hríðfallið gagnvart Bandaríkjadal eftir að tilkynnt var um ákvörðunina. Við því brást Erdogan með því að segja að spellvirki væru vísvitandi unnin á tyrkneska hagkerfinu. „Hvernig ætlum við að bregðast við því? Á sama hátt og við höfum gert við hryðjuverkamönnum.“ Ekrem Imamoglu, fyrrnefndur frambjóðandi CHP, fordæmdi ákvörðunina í ræðu sem sýnd var í beinni á samfélagsmiðlum. „Við munum aldrei gefa prinsipp okkar upp á bátinn. Tyrkland byggja 82 milljónir föðurlandsvina sem munu berjast til síðasta blóðdropa fyrir tyrkneskt lýðræði,“ sagði frambjóðandinn á meðan samtök stuðningsmanna hans hvöttu til stillingar og sögðust fullviss um að sigur myndi vinnast á ný. Evrópusambandið brást sömuleiðis illa við ákvörðun tyrknesku landskjörstjórnarinnar. Federica Mogherini utanríkismálastjóri kallaði eftir tafarlausum útskýringum. „Það að tryggja frjálst, gegnsætt og sanngjarnt kosningaferli er lykilatriði fyrir hvert lýðræðisríki. Þessi afstaða er grundvallaratriði í samskiptum Evrópusambandsins og Tyrklands,“ sagði Mogherini. ESB hefur áður lent upp á kant við Tyrki vegna tyrknesks lýðræðis. Fyrr á þessu ári samþykkti meirihluti Evrópuþingsins að frysta aðildarviðræður Tyrkja vegna áhyggja af stöðu lýðræðisins þar í landi. Þetta gerði Evrópuþingið einnig árið 2016 eftir að tyrkneska ríkisstjórnin handtók og rak fjölmarga opinbera starfsmenn vegna meintra tengsla við hreyfingu útlæga klerksins Fethullah Gülen, sem Erdogan-stjórnin telur hafa staðið á bak við valdaránstilraun fyrr sama ár. Forsetinn og aðrir úr flokki hans hafa einnig gert athugasemdir við framkvæmd borgarstjórakosninga í höfuðborginni Ankara og í Izmir. Ekki hefur hins vegar verið ákveðið að endurtaka kosningar í þeim borgum. Birtist í Fréttablaðinu Tyrkland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Kosið verður á ný um borgarstjóra tyrknesku stórborgarinnar Istanbúl þann 23. júní. Svo úrskurðaði landskjörstjórn í gær. Lýðveldisflokkurinn (CHP), stærsti stjórnarandstöðuflokkur Tyrkja, hafði betur þegar kosningarnar voru fyrst haldnar þann 31. mars síðastliðinn. Ekrem Imamoglu fékk þá 48,77 prósent atkvæða en Binali Yildirim, fyrrverandi forsætisráðherra og frambjóðandi stjórnarliða úr Réttlætis- og þróunarflokknum (AKP), fékk 48,61 prósent. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu sagði Recep Ozel, fulltrúi AKP í landskjörstjórn, að ýmsir meðlimir kjörstjórnar í Istanbúl hefðu ekki verið opinberir starfsmenn líkt og lög kveða á um. Onursal Adiguzel, varaformaður CHP, heldur því hins vegar fram að ákvörðunin sýni einfaldlega fram á að það sé „ólöglegt að hafa betur gegn AKP“ og að ákvörðunin sé til marks um að Tyrkland sé einræðisríki. Recep Tayyip Erdogan, forseti og AKP-liði, fagnaði ákvörðun landskjörstjórnar í gær enda hafði hann ítrekað krafist þess að kosningarnar yrðu ógiltar og svo endurteknar. „Þessi úrskurður mun útrýma öllum vafa um niðurstöðurnar í Istanbúl og þar með styrkja tyrkneskt lýðræði,“ sagði hann. Forsetinn sagði einnig að það væri ósatt að AKP væri ósáttur við niðurstöðurnar. „Við erum handviss um að skipulögð glæpastarfsemi, spilling, lögleysi og brestir hafi verið í framkvæmd kosninganna í Istanbúl,“ hafði tyrkneski ríkismiðillinn eftir forseta sínum. Reuters greindi frá því að tyrkneska líran hefði hríðfallið gagnvart Bandaríkjadal eftir að tilkynnt var um ákvörðunina. Við því brást Erdogan með því að segja að spellvirki væru vísvitandi unnin á tyrkneska hagkerfinu. „Hvernig ætlum við að bregðast við því? Á sama hátt og við höfum gert við hryðjuverkamönnum.“ Ekrem Imamoglu, fyrrnefndur frambjóðandi CHP, fordæmdi ákvörðunina í ræðu sem sýnd var í beinni á samfélagsmiðlum. „Við munum aldrei gefa prinsipp okkar upp á bátinn. Tyrkland byggja 82 milljónir föðurlandsvina sem munu berjast til síðasta blóðdropa fyrir tyrkneskt lýðræði,“ sagði frambjóðandinn á meðan samtök stuðningsmanna hans hvöttu til stillingar og sögðust fullviss um að sigur myndi vinnast á ný. Evrópusambandið brást sömuleiðis illa við ákvörðun tyrknesku landskjörstjórnarinnar. Federica Mogherini utanríkismálastjóri kallaði eftir tafarlausum útskýringum. „Það að tryggja frjálst, gegnsætt og sanngjarnt kosningaferli er lykilatriði fyrir hvert lýðræðisríki. Þessi afstaða er grundvallaratriði í samskiptum Evrópusambandsins og Tyrklands,“ sagði Mogherini. ESB hefur áður lent upp á kant við Tyrki vegna tyrknesks lýðræðis. Fyrr á þessu ári samþykkti meirihluti Evrópuþingsins að frysta aðildarviðræður Tyrkja vegna áhyggja af stöðu lýðræðisins þar í landi. Þetta gerði Evrópuþingið einnig árið 2016 eftir að tyrkneska ríkisstjórnin handtók og rak fjölmarga opinbera starfsmenn vegna meintra tengsla við hreyfingu útlæga klerksins Fethullah Gülen, sem Erdogan-stjórnin telur hafa staðið á bak við valdaránstilraun fyrr sama ár. Forsetinn og aðrir úr flokki hans hafa einnig gert athugasemdir við framkvæmd borgarstjórakosninga í höfuðborginni Ankara og í Izmir. Ekki hefur hins vegar verið ákveðið að endurtaka kosningar í þeim borgum.
Birtist í Fréttablaðinu Tyrkland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira