Meghan og Harry eignuðust dreng Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2019 13:43 Meghan og Harry í Lundúnum í mars síðastliðnum. Getty/Karwai Tang Hertogahjónin af Sussex, Meghan Markle og Harry Bretaprins, eignuðust dreng snemma í morgun. Drengurinn er frumburður hjónanna og verður sjöundi í krúnuröðinni. Hertogahjónin tilkynntu um fæðinguna á Instagram-reikningi sínum nú skömmu eftir hádegi. Í tilkynningu segir að móður og barni heilsist vel en drengurinn vó um þrettán merkur við fæðingu. Þá færa hertogahjónin almenningi kærar þakkir fyrir stuðninginn og heillaóskirnar í aðdraganda fæðingarinnar. Frekari upplýsingar verði birtar næstu daga. Atburðarás dagsins hefur verið hröð en nú síðdegis var tilkynnt að Meghan hefði fengið hríðir, með Harry sér við hlið, snemma morguns. Skömmu síðar var svo tilkynnt um fæðingu drengsins. View this post on InstagramWe are pleased to announce that Their Royal Highnesses The Duke and Duchess of Sussex welcomed their firstborn child in the early morning on May 6th, 2019. Their Royal Highnesses’ son weighs 7lbs. 3oz. The Duchess and baby are both healthy and well, and the couple thank members of the public for their shared excitement and support during this very special time in their lives. More details will be shared in the forthcoming days. A post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on May 6, 2019 at 6:37am PDT Hinn nýbakað faðir ávarpaði blaðamenn nú síðdegis og tilkynnti þar um fæðingu sonar síns. „Þetta hefur verið stórkostlegasta reynsla sem ég get ímyndað mér. Hvernig nokkur kona geri það sem þær gera er ofar mínum skilningi,“ sagði Harry. Myndband af blaðamannafundinum má sjá hér að neðan.The Duke of Sussex announces his wife has given birth to a baby boy.Follow the latest on the #royalbaby here: https://t.co/8KSPsa3ufS pic.twitter.com/xE4qo9Ct3v— Sky News (@SkyNews) May 6, 2019 Hertogahjónin gáfu afar lítið upp um fæðingu barnsins á meðgöngunni en nú um helgina voru til að mynda fluttar fréttir af því að það væri þegar komið í heiminn. Sú reyndist þó ekki raunin. Meghan sást síðast opinberlega þann 19. mars síðastliðinn við minningarathöfn fórnarlamba hryðjuverkanna í Christchurch. Hertogahjónin hafa gefið það út að þau hyggist fagna fæðingu frumburðarins í ró og næði fyrst um sinn. Því má ekki búast við frumsýningu barnsins á sjúkrahúströppum líkt og á fæðingardögum frændsystkina þess, barna hertogahjónanna af Cambridge. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, óskaði hjónunum til hamingju með fæðingu sonarins í færslu á Facebook eftir hádegi í dag. Bretland Kóngafólk Tímamót Tengdar fréttir Talið að barnið sé þegar fætt Breskir veðbankar hafa lokað fyrir veðmál um fæðingardag barns Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónanna af Sussex, þar sem talið er að barnið sé þegar fætt. 6. maí 2019 08:07 Meghan komin með hríðir og barnið loksins á leiðinni Væntanlegur erfingi Meghan og eiginmanns hennar, Harry Bretaprins, er því loks á leiðinni í heiminn eftir leyndardómsfulla meðgöngu. 6. maí 2019 13:12 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Hertogahjónin af Sussex, Meghan Markle og Harry Bretaprins, eignuðust dreng snemma í morgun. Drengurinn er frumburður hjónanna og verður sjöundi í krúnuröðinni. Hertogahjónin tilkynntu um fæðinguna á Instagram-reikningi sínum nú skömmu eftir hádegi. Í tilkynningu segir að móður og barni heilsist vel en drengurinn vó um þrettán merkur við fæðingu. Þá færa hertogahjónin almenningi kærar þakkir fyrir stuðninginn og heillaóskirnar í aðdraganda fæðingarinnar. Frekari upplýsingar verði birtar næstu daga. Atburðarás dagsins hefur verið hröð en nú síðdegis var tilkynnt að Meghan hefði fengið hríðir, með Harry sér við hlið, snemma morguns. Skömmu síðar var svo tilkynnt um fæðingu drengsins. View this post on InstagramWe are pleased to announce that Their Royal Highnesses The Duke and Duchess of Sussex welcomed their firstborn child in the early morning on May 6th, 2019. Their Royal Highnesses’ son weighs 7lbs. 3oz. The Duchess and baby are both healthy and well, and the couple thank members of the public for their shared excitement and support during this very special time in their lives. More details will be shared in the forthcoming days. A post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on May 6, 2019 at 6:37am PDT Hinn nýbakað faðir ávarpaði blaðamenn nú síðdegis og tilkynnti þar um fæðingu sonar síns. „Þetta hefur verið stórkostlegasta reynsla sem ég get ímyndað mér. Hvernig nokkur kona geri það sem þær gera er ofar mínum skilningi,“ sagði Harry. Myndband af blaðamannafundinum má sjá hér að neðan.The Duke of Sussex announces his wife has given birth to a baby boy.Follow the latest on the #royalbaby here: https://t.co/8KSPsa3ufS pic.twitter.com/xE4qo9Ct3v— Sky News (@SkyNews) May 6, 2019 Hertogahjónin gáfu afar lítið upp um fæðingu barnsins á meðgöngunni en nú um helgina voru til að mynda fluttar fréttir af því að það væri þegar komið í heiminn. Sú reyndist þó ekki raunin. Meghan sást síðast opinberlega þann 19. mars síðastliðinn við minningarathöfn fórnarlamba hryðjuverkanna í Christchurch. Hertogahjónin hafa gefið það út að þau hyggist fagna fæðingu frumburðarins í ró og næði fyrst um sinn. Því má ekki búast við frumsýningu barnsins á sjúkrahúströppum líkt og á fæðingardögum frændsystkina þess, barna hertogahjónanna af Cambridge. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, óskaði hjónunum til hamingju með fæðingu sonarins í færslu á Facebook eftir hádegi í dag.
Bretland Kóngafólk Tímamót Tengdar fréttir Talið að barnið sé þegar fætt Breskir veðbankar hafa lokað fyrir veðmál um fæðingardag barns Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónanna af Sussex, þar sem talið er að barnið sé þegar fætt. 6. maí 2019 08:07 Meghan komin með hríðir og barnið loksins á leiðinni Væntanlegur erfingi Meghan og eiginmanns hennar, Harry Bretaprins, er því loks á leiðinni í heiminn eftir leyndardómsfulla meðgöngu. 6. maí 2019 13:12 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Talið að barnið sé þegar fætt Breskir veðbankar hafa lokað fyrir veðmál um fæðingardag barns Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónanna af Sussex, þar sem talið er að barnið sé þegar fætt. 6. maí 2019 08:07
Meghan komin með hríðir og barnið loksins á leiðinni Væntanlegur erfingi Meghan og eiginmanns hennar, Harry Bretaprins, er því loks á leiðinni í heiminn eftir leyndardómsfulla meðgöngu. 6. maí 2019 13:12