Allir kennarar Flórída geta nú borið vopn Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2019 14:01 Til þess að mega bera vopn í skólum munu kennarar þurfa að sækja 144 klukkustunda námskeið, sæta geðmati og fara í lyfjapróf. Vísir/Getty Fleiri kennarar í Flórída munu nú mega vera vopnaðir í tímum. Þing ríkisins samþykkti í gær lög þess eðlis og er þeim ætlað að koma í veg fyrir eða draga úr mannskæðum skotárásum í skólum Flórída. Frumvarpið, sem bætir í raun við annað frumvarp, var lagt fram í kjölfar þess að 17 voru skotnir til bana og 17 særðir í febrúar í fyrra. Árásin átti sér stað í Parkland. Gömlu lögin sögðu að einungis kennarar með önnur hlutverk, eins og íþróttaþjálfarar, mættu bera vopn. Nú munu allir kennarar sem sækja um bera vopn. 65 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu og 47 greiddu atkvæði gegn því í gær. Búist er við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, muni skrifa undir lögin. Til þess að mega bera vopn í skólum munu kennarar þurfa að sækja 144 klukkustunda námskeið, sæta geðmati og fara í lyfjapróf. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum og Donald Trump, forseti, hafa haldið því fram að vopnaðir kennarar séu besta mögulega vörnin gegn skotárásum. „Þetta gerir góðu fólki kleift að stöðva slæmt fólk. Vonda fólkið munu aldrei vita hvenær góða fólkið er til staðar til að skjóta á móti,“ sagði þingmaðurinn Chuck Brannan við AP fréttaveituna. Hann bætti við að nú væri kennarar orðnir síðasta vörnin. Þeir yrðu til staðar þegar lögregluþjónar væru það ekki.Segja fleiri vopn ekki lausnina Gagnrýnendur segja hins vegar að svarið við skotárásum í skólum sé ekki að fjölga skotvopnum í skólum. Samtök kennarar voru mjög andvíg lögunum og skólayfirvöld í flestum sýslum Flórída hafa kosið að gera kennurum sínum ekki kleift að bera vopn, samkvæmt AP fréttaveitunni.Reuters segir hins vegar að starfsmenn 40 af 67 skólaumdæmum Flórída hafi þegar sótt um aðgang að námskeiðum og hafið umsókn um að mega bera vopn og er það haft eftir forseta þingsins, sem er Repúblikani.Gregory Tony, fógeti Browarsýslu, sem ráðinn var í kjölfar árásarinnar í Parkland, sendir bréf á skólayfirvöld í sýslunni í gær þar sem hann sagðist mótfallinn því að kennarar bæru vopn. „Þessi áætlun myndi ógna nemendum, kennurum og viðbragðsaðilum þegar við ættum að einbeita okkur að því að tryggja öryggi barna okkar og að gera skóla staði þar sem börnum finnst þau örugg,“ sagði hann. Tony sagði einnig að kennarar störfuðu við að mennta börn. Ekki sinna öryggisgæslu. Þá eru uppi áhyggjur um voðaskot, fordóma og það að lögregluþjónar gætu skotið vopnaða kennara fyrir slysni. Nýju lögin fjalla einnig um að byssukaupendum verði gert að bíða í þrjá daga eftir því að þeir fái byssur sem þeir hafa keypt. Þar að auki verður lágmarksaldur til að kaupa riffla hækkaður úr 18 í 21. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Fleiri kennarar í Flórída munu nú mega vera vopnaðir í tímum. Þing ríkisins samþykkti í gær lög þess eðlis og er þeim ætlað að koma í veg fyrir eða draga úr mannskæðum skotárásum í skólum Flórída. Frumvarpið, sem bætir í raun við annað frumvarp, var lagt fram í kjölfar þess að 17 voru skotnir til bana og 17 særðir í febrúar í fyrra. Árásin átti sér stað í Parkland. Gömlu lögin sögðu að einungis kennarar með önnur hlutverk, eins og íþróttaþjálfarar, mættu bera vopn. Nú munu allir kennarar sem sækja um bera vopn. 65 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu og 47 greiddu atkvæði gegn því í gær. Búist er við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, muni skrifa undir lögin. Til þess að mega bera vopn í skólum munu kennarar þurfa að sækja 144 klukkustunda námskeið, sæta geðmati og fara í lyfjapróf. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum og Donald Trump, forseti, hafa haldið því fram að vopnaðir kennarar séu besta mögulega vörnin gegn skotárásum. „Þetta gerir góðu fólki kleift að stöðva slæmt fólk. Vonda fólkið munu aldrei vita hvenær góða fólkið er til staðar til að skjóta á móti,“ sagði þingmaðurinn Chuck Brannan við AP fréttaveituna. Hann bætti við að nú væri kennarar orðnir síðasta vörnin. Þeir yrðu til staðar þegar lögregluþjónar væru það ekki.Segja fleiri vopn ekki lausnina Gagnrýnendur segja hins vegar að svarið við skotárásum í skólum sé ekki að fjölga skotvopnum í skólum. Samtök kennarar voru mjög andvíg lögunum og skólayfirvöld í flestum sýslum Flórída hafa kosið að gera kennurum sínum ekki kleift að bera vopn, samkvæmt AP fréttaveitunni.Reuters segir hins vegar að starfsmenn 40 af 67 skólaumdæmum Flórída hafi þegar sótt um aðgang að námskeiðum og hafið umsókn um að mega bera vopn og er það haft eftir forseta þingsins, sem er Repúblikani.Gregory Tony, fógeti Browarsýslu, sem ráðinn var í kjölfar árásarinnar í Parkland, sendir bréf á skólayfirvöld í sýslunni í gær þar sem hann sagðist mótfallinn því að kennarar bæru vopn. „Þessi áætlun myndi ógna nemendum, kennurum og viðbragðsaðilum þegar við ættum að einbeita okkur að því að tryggja öryggi barna okkar og að gera skóla staði þar sem börnum finnst þau örugg,“ sagði hann. Tony sagði einnig að kennarar störfuðu við að mennta börn. Ekki sinna öryggisgæslu. Þá eru uppi áhyggjur um voðaskot, fordóma og það að lögregluþjónar gætu skotið vopnaða kennara fyrir slysni. Nýju lögin fjalla einnig um að byssukaupendum verði gert að bíða í þrjá daga eftir því að þeir fái byssur sem þeir hafa keypt. Þar að auki verður lágmarksaldur til að kaupa riffla hækkaður úr 18 í 21.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira