Segir eiginmann sinn beittan andlegu ofbeldi í fangelsinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2019 23:30 Louisa Vesterager Jespersen, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó þann 17. desember síðastliðinn. Myndir/Facebook Eiginkona svissnesks karlmanns, sem er ákærður fyrir aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember í fyrra, segir eiginmann sinn hafa verið beittan miklu andlegu ofbeldi í fangelsi í Marokkó og fullyrðir að hann sé saklaus. Maðurinn er á þrítugsaldri og bæði svissneskur og spænskur ríkisborgari. Hann er einn 24 karlmanna sem hafa verið ákærðir í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jesepersen. Réttað verður yfir mönnunum þann 30. maí næstkomandi.Sjá einnig: Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Manninum er gefið að sök að hafa þjálfað mennina fjóra, sem eru sakaðir um að hafa myrt konurnar, í bogfimi og átt þátt í því að sannfæra þá um að skipuleggja hryðjuverk gegn útlendingum. Hann var handtekinn í Marokkó þann 29. desember síðastliðinn.Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær.Mynd/Lögregla í MarokkóKona hans, sem norska dagblaðið VG ræddi við þegar sakborningarnir voru leiddir fyrir dómara í Marrakesh á fimmtudag, segir í samtali við blaðið að maðurinn sé saklaus. „Hann talaði um andlegt ofbeldi. Hann sefur á gólfinu, fær ekki að baða sig og fær ekki ferskt loft,“ er einnig haft eftir henni. Hún viðurkennir að maðurinn hafi vissulega hitt einhverja af mönnunum sem ákærður eru fyrir morðin en að hann hafi ekki aðhyllst sömu kenningar íslamstrúar og morðingjarnir. Þá fullyrðir móðir mannsins að hann hafi verið staddur í Sviss þegar eiginkona hans sendi honum myndband af morðunum. Myndbandið, sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum, hafi enn fremur fengið mjög á manninn. Annar Svisslendingur hefur þegar hlotið tíu ára fangelsisdóm í tengslum við morðin á Maren og Louisu. Hann var fundinn sekur um að hafa verið virkur innan hryðjuverkasamtaka. Þá var greint frá því fyrir helgi að höfuðpaurarnir fjórir, sem frömdu voðaverkin, hafi ætlað að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir hafi hins vegar ekki átt efni á ferðalaginu og því ákveðið að myrða erlenda ferðamenn í nafni samtakanna heima í Marokkó. Marokkó Marokkó-morðin Tengdar fréttir Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26 Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu. 15. maí 2019 12:43 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Eiginkona svissnesks karlmanns, sem er ákærður fyrir aðild að morðunum á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember í fyrra, segir eiginmann sinn hafa verið beittan miklu andlegu ofbeldi í fangelsi í Marokkó og fullyrðir að hann sé saklaus. Maðurinn er á þrítugsaldri og bæði svissneskur og spænskur ríkisborgari. Hann er einn 24 karlmanna sem hafa verið ákærðir í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jesepersen. Réttað verður yfir mönnunum þann 30. maí næstkomandi.Sjá einnig: Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Manninum er gefið að sök að hafa þjálfað mennina fjóra, sem eru sakaðir um að hafa myrt konurnar, í bogfimi og átt þátt í því að sannfæra þá um að skipuleggja hryðjuverk gegn útlendingum. Hann var handtekinn í Marokkó þann 29. desember síðastliðinn.Þrír mannanna sem handteknir voru í Marrakesh skömmu eftir að lík kvennanna fundust. Þeir eru grunaðir um að hafa myrt þær.Mynd/Lögregla í MarokkóKona hans, sem norska dagblaðið VG ræddi við þegar sakborningarnir voru leiddir fyrir dómara í Marrakesh á fimmtudag, segir í samtali við blaðið að maðurinn sé saklaus. „Hann talaði um andlegt ofbeldi. Hann sefur á gólfinu, fær ekki að baða sig og fær ekki ferskt loft,“ er einnig haft eftir henni. Hún viðurkennir að maðurinn hafi vissulega hitt einhverja af mönnunum sem ákærður eru fyrir morðin en að hann hafi ekki aðhyllst sömu kenningar íslamstrúar og morðingjarnir. Þá fullyrðir móðir mannsins að hann hafi verið staddur í Sviss þegar eiginkona hans sendi honum myndband af morðunum. Myndbandið, sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum, hafi enn fremur fengið mjög á manninn. Annar Svisslendingur hefur þegar hlotið tíu ára fangelsisdóm í tengslum við morðin á Maren og Louisu. Hann var fundinn sekur um að hafa verið virkur innan hryðjuverkasamtaka. Þá var greint frá því fyrir helgi að höfuðpaurarnir fjórir, sem frömdu voðaverkin, hafi ætlað að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir hafi hins vegar ekki átt efni á ferðalaginu og því ákveðið að myrða erlenda ferðamenn í nafni samtakanna heima í Marokkó.
Marokkó Marokkó-morðin Tengdar fréttir Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26 Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu. 15. maí 2019 12:43 Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Dauðadóms krafist: „Verri en skepnur“ Lögmaður fjölskyldu annarrar norrænu kvennanna, sem myrtar voru í Marokkó í desember síðastliðinn, segir að saksóknarar komi til með að fara fram á að sakborningar verði dæmdir til dauða. 11. maí 2019 12:26
Ráfuðu um fjöllin í marga daga í leit að fórnarlömbum áður en þeir völdu Maren og Louisu Hryðjuverkamennirnir sem ákærðir eru fyrir morðin á tveimur norrænum konum í Marokkó í desember síðastliðnum ætluðu að fara til Sýrlands og ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS. Þeir höfðu hins vegar ekki efni á ferðalaginu. 15. maí 2019 12:43
Svisslendingur dæmdur eftir morðin í Marokkó Dómstóll í Marokkó hefur dæmt 33 ára mann í tíu ára fangelsi í tengslum við morðin á hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisu Vesterager Jespersen í Atlasfjöllum í desember síðastliðinn. 12. apríl 2019 10:29