Ísraelskir fjölmiðlar rólegir yfir útspili Hatara og spá meira í Madonnu Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2019 11:45 Gjörningur Madonnu vakti athygli. Vísir/Getty Ef marka má fyrstu viðbrögð nokkurra af stærstu fjölmiðlum Ísrael virðist sem að þeir séu lítið að velta útspili Hatara varðandi það að sýna fána Palestínu fyrir sér. Víðast hvar er gjörningur Hatara nefndur í kjölfarið á umfjöllun um atriði Madonnu, þar sem einn dansari var með fána Ísrael á bakinu og annar með fána Palestínu. Í umræddu atriði féllust dansararnir í faðma og gengu saman upp stiga á sviðinu. Atriðið endaði á því að Madonna hvíslaði orðin „wake up“ eða vaknið þið og voru orðin einnig birt á stórum skjá fyrir aftan hana.Sjá einnig: Dansari Madonnu skreyttur fána PalestínuMadonna er í forgrunni á vef Jerusalem Post í frétt sem snýst að mestu um Madonnu en þó það að fáni Palestínu hafi tvisvar sinnum stungið upp kollinum í sjónvarpsútsendingu gærkvöldsins. Þá er tekið fram að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hafi tekið fram að báðir gjörningarnir hafi ekki verið samþykktir og að Ísland standi mögulega frammi fyrir refsingu.Haaretz fjallar um að EBU gæti refsað Íslandi fyrir fánana sem þeir sýndu þar sem það brjóti líklegast gegn reglum söngvakeppninnar.Umræddar reglur segja að keppnin leyfi ekki pólitísk skilaboð, samtök, fyrirtæki eða vörur, svo eitthvað sé nefnt, og að brot gegn þessum reglum geti leitt til brottvísunar. Framkvæmdastjórn EBU mun ræða málið. Blaðamenn Haaretz vitna í eldri frétt þeirra um Hatara þar sem haft var eftir meðlimum hljómsveitarinnar að „pólitískur raunveruleiki Ísrael væri andstæður sjálfum sér og fáránlegur. Aðskilnaðarstefna ríkisins væri skýr.Þá er því haldið fram að meðlimir hljómsveitarinnar hafi mótmælt því að halda ætti keppnina í Ísrael en þar sem af því yrði myndu þeir fara þangað og nota tækifærið til að mótmæla stefnu Ísrael gagnvart Palestínu. Haaretz vitnar einnig í yfirlýsingu PCACBI, samtaka sem vilja að Ísrael sé sniðgengið, þar sem meðlimir Hatara voru skammaðir fyrir að hafa mætt yfir höfuð.Sjá einnig: Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í HataraSíðasta frétt Times of Israel um Hatara snýr einmitt sömuleiðis að yfirlýsingu PCACBI.Áður hafði blaðamaður TOI skrifað grein um það hvernig pólitíkinni varðandi Ísrael og Palestínu hafi, að mestu, verið haldið frá stóra sviðinu. Þar er tekið fram að flutningur Hatara hafi gengið vel fyrir sig og án einhvers konar gjörnings. Það hafi þó breyst í stigagjöfinni þegar fánar Palestínu sáust í Græna herberginu. Þá er myndband Einars Hrafns Stefánssonar af öryggisverði taka fána af meðlimum hljómsveitarinnar birt á vef Times of Israel.Sjá einnig: Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“TOI vísar einnig til þeirrar yfirlýsingar EBU um að gjörningurinn gæti dregið dilk á eftir sér fyrir Ísland þar sem hann hafi farið gegn reglum keppninnar.Israel Hayom tvinnar sömuleiðis saman gjörninga Hatara og Madonnu. Umfjöllun þeirra hefst þó á því að keppnin hafi gengið nánast hnökralaust fyrir sig, þrátt fyrir mótmæli og kröfur um sniðgöngu. Keppnin í ár hafi verið pólitískari en áður. Eurovision Ísrael Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Ef marka má fyrstu viðbrögð nokkurra af stærstu fjölmiðlum Ísrael virðist sem að þeir séu lítið að velta útspili Hatara varðandi það að sýna fána Palestínu fyrir sér. Víðast hvar er gjörningur Hatara nefndur í kjölfarið á umfjöllun um atriði Madonnu, þar sem einn dansari var með fána Ísrael á bakinu og annar með fána Palestínu. Í umræddu atriði féllust dansararnir í faðma og gengu saman upp stiga á sviðinu. Atriðið endaði á því að Madonna hvíslaði orðin „wake up“ eða vaknið þið og voru orðin einnig birt á stórum skjá fyrir aftan hana.Sjá einnig: Dansari Madonnu skreyttur fána PalestínuMadonna er í forgrunni á vef Jerusalem Post í frétt sem snýst að mestu um Madonnu en þó það að fáni Palestínu hafi tvisvar sinnum stungið upp kollinum í sjónvarpsútsendingu gærkvöldsins. Þá er tekið fram að Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hafi tekið fram að báðir gjörningarnir hafi ekki verið samþykktir og að Ísland standi mögulega frammi fyrir refsingu.Haaretz fjallar um að EBU gæti refsað Íslandi fyrir fánana sem þeir sýndu þar sem það brjóti líklegast gegn reglum söngvakeppninnar.Umræddar reglur segja að keppnin leyfi ekki pólitísk skilaboð, samtök, fyrirtæki eða vörur, svo eitthvað sé nefnt, og að brot gegn þessum reglum geti leitt til brottvísunar. Framkvæmdastjórn EBU mun ræða málið. Blaðamenn Haaretz vitna í eldri frétt þeirra um Hatara þar sem haft var eftir meðlimum hljómsveitarinnar að „pólitískur raunveruleiki Ísrael væri andstæður sjálfum sér og fáránlegur. Aðskilnaðarstefna ríkisins væri skýr.Þá er því haldið fram að meðlimir hljómsveitarinnar hafi mótmælt því að halda ætti keppnina í Ísrael en þar sem af því yrði myndu þeir fara þangað og nota tækifærið til að mótmæla stefnu Ísrael gagnvart Palestínu. Haaretz vitnar einnig í yfirlýsingu PCACBI, samtaka sem vilja að Ísrael sé sniðgengið, þar sem meðlimir Hatara voru skammaðir fyrir að hafa mætt yfir höfuð.Sjá einnig: Samtök um sniðgöngu Ísrael skammast út í HataraSíðasta frétt Times of Israel um Hatara snýr einmitt sömuleiðis að yfirlýsingu PCACBI.Áður hafði blaðamaður TOI skrifað grein um það hvernig pólitíkinni varðandi Ísrael og Palestínu hafi, að mestu, verið haldið frá stóra sviðinu. Þar er tekið fram að flutningur Hatara hafi gengið vel fyrir sig og án einhvers konar gjörnings. Það hafi þó breyst í stigagjöfinni þegar fánar Palestínu sáust í Græna herberginu. Þá er myndband Einars Hrafns Stefánssonar af öryggisverði taka fána af meðlimum hljómsveitarinnar birt á vef Times of Israel.Sjá einnig: Öryggisverðir þjörmuðu að Hatara vegna fánanna: „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel“TOI vísar einnig til þeirrar yfirlýsingar EBU um að gjörningurinn gæti dregið dilk á eftir sér fyrir Ísland þar sem hann hafi farið gegn reglum keppninnar.Israel Hayom tvinnar sömuleiðis saman gjörninga Hatara og Madonnu. Umfjöllun þeirra hefst þó á því að keppnin hafi gengið nánast hnökralaust fyrir sig, þrátt fyrir mótmæli og kröfur um sniðgöngu. Keppnin í ár hafi verið pólitískari en áður.
Eurovision Ísrael Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira