Óvíst með risasamruna í ferðaþjónustu Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. maí 2019 08:45 63 þúsund manns heimsóttu ísgöngin í Langjökli í fyrra en talsvert hefur dregið úr aðsókn í ár. Fréttablaðið/Stefán Mikill samdráttur í aðsókn ferðamanna í ísgöngin Into the Glacier í Langjökli undanfarna mánuði, mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir, hefur sett strik í reikninginn í viðræðum eigenda Arctic Adventures og Into the Glacier um kaup fyrrnefnda félagsins á því síðarnefnda og er óvíst hvort kaupin muni ganga eftir. Samkvæmt heimildum Markaðarins var aðsókn í ísgöngin, sem eru stærstu manngerðu ísgöng í heimi, um sextíu prósent minni á fyrsta fjórðungi ársins en áætlanir Into the Glacier höfðu gert ráð fyrir. Eigendur Arctic Adventures, stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins á sviði afþreyingar, eru sagðir vilja bíða og sjá hvernig sumarmánuðirnir muni ganga en ekki er loku fyrir það skotið að hætt verði við samrunann. Samkeppniseftirlitið lagði blessun sína yfir kaupin í síðasta mánuði en þau eru hins vegar ekki frágengin og eru viðræðurnar um þau á viðkvæmu stigi, eftir því sem Markaðurinn kemst næst. Ljóst er að verðið sem upphaflega var samið um þegar samkomulag náðist um samrunann í janúar síðastliðnum var byggt á áætlunum sem munu nú ekki ganga eftir.Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the Glacier.Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the Glacier, segir árið hafa reynst félaginu erfitt hingað til. Veðrið hafi sett stórt strik í reikninginn á fyrstu mánuðum ársins og þá hafi breytt landslag í ferðaþjónustunni, í kjölfar meðal annars falls WOW air, sitt að segja. Erfitt sé hins vegar að segja til um áhrif samdráttarins á fyrirhugaðan samruna við Arctic Adventures. „Við erum í samningaferli sem tekur tíma en við erum að vonast til þess að þetta klárist síðla sumars,“ segir Sigurður í samtali við Markaðinn.Fjögur félög til viðbótar Samkomulagið sem forsvarsmenn Arctic Adventures og Into the Glacier gerðu með sér í janúar fól í sér að fyrrnefnda félagið keypti allt hlutafé í því síðarnefnda af framtakssjóðnum Icelandic Tourism Fund, sem er í rekstri Landsbréfa og fer með 94 prósenta hlut í rekstrarfélagi ísganganna, og Sigurði sem heldur á tæplega sex prósenta hlut í félaginu. Til viðbótar stóð til að Arctic Adventures keypti eignarhluti framtakssjóðsins í fjórum afþreyingarfyrirtækjum í ferðaþjónustu, Óbyggðasetrinu í Fljótsdal, Raufarhólshelli, Borea Adventures á Ísafirði og leiksýningunni Icelandic Sagas – The greatest hits, sem sýnd er í Hörpu. Framtakssjóðurinn er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða.Ýktar sveiflur Alls heimsóttu 63 þúsund manns ísgöngin í fyrra en talsvert hefur dregið úr aðsókn í ár, eins og áður sagði. Sigurður segir að sveiflurnar í aðsókninni hafi verið nokkuð ýktar. „Janúar og febrúar voru slæmir hjá okkur annað árið í röð, mars var aðeins undir væntingum og síðan var höggið mikið í apríl. Hins vegar líta maí, júní, júlí og ágúst mjög vel út. Staðan fyrir júní er til dæmis sterkari en í fyrra. Þetta eru ekki bara slæm tíðindi. Sveiflurnar eru bara ýktari,“ útskýrir Sigurður. Þrátt fyrir tugprósenta fækkun ferðamanna í kjölfar falls WOW air og kyrrsetningar 737 MAX 8 véla Icelandair segir Sigurður forsvarsmenn Into the Glacier bratta fyrir sumarið. „Það þýðir ekkert annað. Sem dæmi er aukning í komum skemmtiferðaskipa til Íslands á milli ára. Það er ekki allt neikvætt.“ Samanlögð velta Arctic Adventures og Into the Glacier var tæplega sjö milljarðar króna í fyrra en hjá félögunum tveimur starfa samanlagt um 300 manns. Ísgöngin voru metin á um 1.565 milljónir króna í bókum Icelandic Tourism Fund í lok árs 2017 en bókfært virði þeirra jókst um ríflega 55 prósent á árinu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Mikill samdráttur í aðsókn ferðamanna í ísgöngin Into the Glacier í Langjökli undanfarna mánuði, mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir, hefur sett strik í reikninginn í viðræðum eigenda Arctic Adventures og Into the Glacier um kaup fyrrnefnda félagsins á því síðarnefnda og er óvíst hvort kaupin muni ganga eftir. Samkvæmt heimildum Markaðarins var aðsókn í ísgöngin, sem eru stærstu manngerðu ísgöng í heimi, um sextíu prósent minni á fyrsta fjórðungi ársins en áætlanir Into the Glacier höfðu gert ráð fyrir. Eigendur Arctic Adventures, stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins á sviði afþreyingar, eru sagðir vilja bíða og sjá hvernig sumarmánuðirnir muni ganga en ekki er loku fyrir það skotið að hætt verði við samrunann. Samkeppniseftirlitið lagði blessun sína yfir kaupin í síðasta mánuði en þau eru hins vegar ekki frágengin og eru viðræðurnar um þau á viðkvæmu stigi, eftir því sem Markaðurinn kemst næst. Ljóst er að verðið sem upphaflega var samið um þegar samkomulag náðist um samrunann í janúar síðastliðnum var byggt á áætlunum sem munu nú ekki ganga eftir.Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the Glacier.Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri Into the Glacier, segir árið hafa reynst félaginu erfitt hingað til. Veðrið hafi sett stórt strik í reikninginn á fyrstu mánuðum ársins og þá hafi breytt landslag í ferðaþjónustunni, í kjölfar meðal annars falls WOW air, sitt að segja. Erfitt sé hins vegar að segja til um áhrif samdráttarins á fyrirhugaðan samruna við Arctic Adventures. „Við erum í samningaferli sem tekur tíma en við erum að vonast til þess að þetta klárist síðla sumars,“ segir Sigurður í samtali við Markaðinn.Fjögur félög til viðbótar Samkomulagið sem forsvarsmenn Arctic Adventures og Into the Glacier gerðu með sér í janúar fól í sér að fyrrnefnda félagið keypti allt hlutafé í því síðarnefnda af framtakssjóðnum Icelandic Tourism Fund, sem er í rekstri Landsbréfa og fer með 94 prósenta hlut í rekstrarfélagi ísganganna, og Sigurði sem heldur á tæplega sex prósenta hlut í félaginu. Til viðbótar stóð til að Arctic Adventures keypti eignarhluti framtakssjóðsins í fjórum afþreyingarfyrirtækjum í ferðaþjónustu, Óbyggðasetrinu í Fljótsdal, Raufarhólshelli, Borea Adventures á Ísafirði og leiksýningunni Icelandic Sagas – The greatest hits, sem sýnd er í Hörpu. Framtakssjóðurinn er í eigu Icelandair Group, Landsbankans og sjö lífeyrissjóða.Ýktar sveiflur Alls heimsóttu 63 þúsund manns ísgöngin í fyrra en talsvert hefur dregið úr aðsókn í ár, eins og áður sagði. Sigurður segir að sveiflurnar í aðsókninni hafi verið nokkuð ýktar. „Janúar og febrúar voru slæmir hjá okkur annað árið í röð, mars var aðeins undir væntingum og síðan var höggið mikið í apríl. Hins vegar líta maí, júní, júlí og ágúst mjög vel út. Staðan fyrir júní er til dæmis sterkari en í fyrra. Þetta eru ekki bara slæm tíðindi. Sveiflurnar eru bara ýktari,“ útskýrir Sigurður. Þrátt fyrir tugprósenta fækkun ferðamanna í kjölfar falls WOW air og kyrrsetningar 737 MAX 8 véla Icelandair segir Sigurður forsvarsmenn Into the Glacier bratta fyrir sumarið. „Það þýðir ekkert annað. Sem dæmi er aukning í komum skemmtiferðaskipa til Íslands á milli ára. Það er ekki allt neikvætt.“ Samanlögð velta Arctic Adventures og Into the Glacier var tæplega sjö milljarðar króna í fyrra en hjá félögunum tveimur starfa samanlagt um 300 manns. Ísgöngin voru metin á um 1.565 milljónir króna í bókum Icelandic Tourism Fund í lok árs 2017 en bókfært virði þeirra jókst um ríflega 55 prósent á árinu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira