Nýkjörnir þingmenn áfram í fangelsi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. maí 2019 08:45 Oriol Junqueras, nýkjörinn þingmaður, í dómsal í febrúar ásamt öðrum sakborningum. Nordicphotos/AFP Þeir fimm Katalónar sem réttað er yfir um þessar mundir fyrir uppreisn, uppreisnaráróður og aðra glæpi og náðu kjöri á spænska þingið í lok apríl fá að fara úr fangelsi til þess að sækja innsetningarathöfn þann 21. maí. Svo úrskurðaði hæstiréttur Spánar í gær. Katalónarnir þurfa hins vegar að mæta aftur í gæsluvarðhald að athöfn lokinni en þeir hafa verið á bak við lás og slá í meira en ár. Katalónarnir sem um ræðir eru fyrrverandi ráðherrarnir Oriol Junqueras, Raül Romeva, Jordi Turull og Josep Rull ásamt aðgerðasinnanum Jordi Sanchez. Þeir eru, auk sjö annarra, ákærðir fyrir ýmsa glæpi í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu og yfirlýsingu Katalóna um sjálfstæði haustið 2017. Sækjendur krefjast mislangra fangelsisdóma yfir ákærðu. Þyngstu mögulegu refsingar krefst lögmaður öfgaflokksins Vox, allt að 74 ára fyrir meðal annars skipulagða glæpastarfsemi. Ríkissaksóknari krefst allt að 12 ára fyrir uppreisnaráróður og saksóknari dómsmálaráðuneytisins allt að 25 ára fyrir uppreisn. Lögmenn fimmenninganna fóru fram á það síðasta miðvikudag að hinir nýkjörnu þingmenn yrðu leystir úr haldi svo þeir gætu sinnt þessu nýja starfi og að réttarhöldunum yrði frestað þar til hæstiréttur fengi leyfi frá þinginu til að halda réttarhöldum áfram. Báru fyrir sig nýfengna þinghelgi. Á þetta féllst hæstiréttur ekki. Dómstóllinn hafði áður hafnað kröfum um að öll tólf ákærðu yrðu leyst úr haldi. Þessar hafnanir eru til komnar þar sem dómarar telja að hætta sé á að ákærðu flýi land. Sú afstaða grundvallast á því að Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnarinnar haustið 2017, og aðrir ráðherrar flúðu til Belgíu skömmu áður en ákærur voru gefnar út. Sanchez, Rull og Turull hafna því alfarið að stíga til hliðar og ætla sér að halda sætum sínum á þingi, að því er heimildarmaður innan framboðs þeirra, Sameinuð fyrir Katalóníu (JxCat), sagði við Reuters í gær. Landskjörstjórn færði fyrrnefndum Junqueras einnig slæmar fréttir í gær. Þessi fyrrverandi varaforseti Katalóníuhéraðs leiðir Evrópuþingsframboð átta flokka sem berjast fyrir sjálfstæði frá Spáni í Evrópuþingskosningum sem fara fram þann 26. maí. Kjörstjórn í Barcelona hafði gefið leyfi fyrir því að Junqueras og Toni Comín, fyrrverandi ráðherra sem er í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, fengju að taka þátt í sjónvarpskappræðum sem fram fóru í gærkvöld. Þessu mótmæltu fangelsisyfirvöld á þeim grundvelli að það myndi raska starfsemi fangelsisins að koma upp myndsímtalsbúnaði fyrir Junqueras og ákvað landskjörstjórn því að meina honum að taka þátt í kappræðunum.Deilt við dómarann Réttarhöldin í Madríd halda áfram. Þar máluðu vitni mynd af störfum spænsku lögreglunnar. Sækjendur og verjendur hafa frá því fyrir réttarhöld deilt um beitingu ofbeldis í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðsluna. Verjendur hafa sagt sakborninga ekki hafa staðið fyrir neinu slíku og þar með sé ekki hægt að sakfella fyrir uppreisn eða uppreisnaráróður heldur hafi spænska lögreglan staðið fyrir eina ofbeldinu í kringum kosningarnar. Sækjendur hafa hins vegar haldið því fram að ákærðu hafi kynt undir ofbeldi af hálfu almennra borgara. Skemmtikrafturinn Jordi Pesarrodona sagði lögreglu hafa gengið í skrokk á sér á kjördag. Spænskir lögregluþjónar hafi barið hann í klofið með kylfum. Til illdeilna kom á milli Benet Salellas, verjanda aðgerðasinnans Jordis Cuixart, og Manuel Marchena dómara þegar heimspekingurinn Marina Garcés gaf vitnisburð. Marchena stöðvaði Garcés þegar hún kallaði atkvæðagreiðsluna „magnaða“ og sagði tímasóun að hlusta á persónulegar skoðanir hennar. Salellas mótmæltu þessu og sagði nauðsynlegt að hlýða á skoðanir vitna rétt eins og dómarar hlustuðu á skoðanir lögregluþjóna. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira
Þeir fimm Katalónar sem réttað er yfir um þessar mundir fyrir uppreisn, uppreisnaráróður og aðra glæpi og náðu kjöri á spænska þingið í lok apríl fá að fara úr fangelsi til þess að sækja innsetningarathöfn þann 21. maí. Svo úrskurðaði hæstiréttur Spánar í gær. Katalónarnir þurfa hins vegar að mæta aftur í gæsluvarðhald að athöfn lokinni en þeir hafa verið á bak við lás og slá í meira en ár. Katalónarnir sem um ræðir eru fyrrverandi ráðherrarnir Oriol Junqueras, Raül Romeva, Jordi Turull og Josep Rull ásamt aðgerðasinnanum Jordi Sanchez. Þeir eru, auk sjö annarra, ákærðir fyrir ýmsa glæpi í tengslum við þjóðaratkvæðagreiðslu og yfirlýsingu Katalóna um sjálfstæði haustið 2017. Sækjendur krefjast mislangra fangelsisdóma yfir ákærðu. Þyngstu mögulegu refsingar krefst lögmaður öfgaflokksins Vox, allt að 74 ára fyrir meðal annars skipulagða glæpastarfsemi. Ríkissaksóknari krefst allt að 12 ára fyrir uppreisnaráróður og saksóknari dómsmálaráðuneytisins allt að 25 ára fyrir uppreisn. Lögmenn fimmenninganna fóru fram á það síðasta miðvikudag að hinir nýkjörnu þingmenn yrðu leystir úr haldi svo þeir gætu sinnt þessu nýja starfi og að réttarhöldunum yrði frestað þar til hæstiréttur fengi leyfi frá þinginu til að halda réttarhöldum áfram. Báru fyrir sig nýfengna þinghelgi. Á þetta féllst hæstiréttur ekki. Dómstóllinn hafði áður hafnað kröfum um að öll tólf ákærðu yrðu leyst úr haldi. Þessar hafnanir eru til komnar þar sem dómarar telja að hætta sé á að ákærðu flýi land. Sú afstaða grundvallast á því að Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnarinnar haustið 2017, og aðrir ráðherrar flúðu til Belgíu skömmu áður en ákærur voru gefnar út. Sanchez, Rull og Turull hafna því alfarið að stíga til hliðar og ætla sér að halda sætum sínum á þingi, að því er heimildarmaður innan framboðs þeirra, Sameinuð fyrir Katalóníu (JxCat), sagði við Reuters í gær. Landskjörstjórn færði fyrrnefndum Junqueras einnig slæmar fréttir í gær. Þessi fyrrverandi varaforseti Katalóníuhéraðs leiðir Evrópuþingsframboð átta flokka sem berjast fyrir sjálfstæði frá Spáni í Evrópuþingskosningum sem fara fram þann 26. maí. Kjörstjórn í Barcelona hafði gefið leyfi fyrir því að Junqueras og Toni Comín, fyrrverandi ráðherra sem er í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, fengju að taka þátt í sjónvarpskappræðum sem fram fóru í gærkvöld. Þessu mótmæltu fangelsisyfirvöld á þeim grundvelli að það myndi raska starfsemi fangelsisins að koma upp myndsímtalsbúnaði fyrir Junqueras og ákvað landskjörstjórn því að meina honum að taka þátt í kappræðunum.Deilt við dómarann Réttarhöldin í Madríd halda áfram. Þar máluðu vitni mynd af störfum spænsku lögreglunnar. Sækjendur og verjendur hafa frá því fyrir réttarhöld deilt um beitingu ofbeldis í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðsluna. Verjendur hafa sagt sakborninga ekki hafa staðið fyrir neinu slíku og þar með sé ekki hægt að sakfella fyrir uppreisn eða uppreisnaráróður heldur hafi spænska lögreglan staðið fyrir eina ofbeldinu í kringum kosningarnar. Sækjendur hafa hins vegar haldið því fram að ákærðu hafi kynt undir ofbeldi af hálfu almennra borgara. Skemmtikrafturinn Jordi Pesarrodona sagði lögreglu hafa gengið í skrokk á sér á kjördag. Spænskir lögregluþjónar hafi barið hann í klofið með kylfum. Til illdeilna kom á milli Benet Salellas, verjanda aðgerðasinnans Jordis Cuixart, og Manuel Marchena dómara þegar heimspekingurinn Marina Garcés gaf vitnisburð. Marchena stöðvaði Garcés þegar hún kallaði atkvæðagreiðsluna „magnaða“ og sagði tímasóun að hlusta á persónulegar skoðanir hennar. Salellas mótmæltu þessu og sagði nauðsynlegt að hlýða á skoðanir vitna rétt eins og dómarar hlustuðu á skoðanir lögregluþjóna.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Sjá meira