Smitaðist af hundaæði eftir að hafa bjargað hvolpi á Filippseyjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. maí 2019 08:26 Birgitte Kallestad var 24 ára gömul þegar hún lést úr hundaæði. Unga konan sem lést úr hundaæði fyrr í vikunni í Noregi hét Birgitte Kallestad og var 24 ára gömul. Hún smitaðist af veirunni eftir að hafa bjargað hvolpi á meðan hún var í fríi á Filippseyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Kallestad en þau segjast senda tilkynninguna frá sér til að kveða niður orðróma um það sem gerðist og segja frá því hvað átti sér stað í raun. „Birgitte ferðaðist til Filippseyja í febrúar með nokkrum vinum sínum. Í eitt skipti þegar þau voru á ferðinni á vespum sáu þau hjálparvana hvolp út í vegkanti. Birgitte tók hvolpinn í körfuna sína og fór með hann heim. Hún þreif hann og klappaði honum og á endanum hændist hvolpurinn að henni,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar. Kallestad og vinir hennar léku við hundinn en á endanum fór hann aðeins að glefsa í þau. Hann glefsaði í fingur þegar þau voru að leika sér og allir fengu lítil sár á hendurnar vegna þess.Taldi ekki þurfa að gera meira en að sótthreinsa sárin „Birgitte, sem sjálf var heilbrigðisstarfsmaður, gerði allt sem hún þurfti vegna sáranna. Þau voru ekki stærri en svo að það þurfti aðeins að sótthreinsa þau. Hún taldi ekki að hún þyrfti að leita til læknis vegna þeirra,“ segir fjölskyldan. Kallestad veiktist síðan eftir að hún kom heim til Noregs en enginn tengdi veikindin við litlu sárin sem hún hafði fengið eftir glefsur hvolpsins á Filippseyjum. „Veikindin ágerðust á meðan læknarnir reyndu að finna út úr því hvað væri að. Hún fór nokkrum sinnum á bráðamóttökuna og var að lokum lögð inn á spítala. Einn læknirinn taldi að einkennin líktust einkennum hundaæðis,“ segir fjölskylda Kallestad. Hvorki Kallestad né vinir hennar sem ferðuðust með henni voru bólusett fyrir hundaæði áður en þau fóru til Filippseyja. Ástæðan er að sú bólusetning er ekki á lista yfir nauðsynlegar bólusetningar fyrir ferð til Filippseyja nema viðkomandi hyggist ferðast til svæða þar sem hreinlæti er ábótavant. „Elsku Birgitte okkar elskaði dýr. Við óttumst að þetta geti komið fyrir aðra sem eru góðhjartaðir eins og hún. Við viljum að þessi bólusetning verði sett inn þar sem minnsta hætta getur verið á hundaæði. Við viljum líka að fólk verði meðvitað um hættuna. Ef við náum þessu þá getur andlát sólargeislans okkar bjargað öðrum,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar. Noregur Tengdar fréttir Ung kona lést úr hundaæði í Noregi Tvítug kona lést úr hundaæði á sjúkrahúsi í Førde í vesturhluta Noregs í gærkvöldi. 7. maí 2019 08:09 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Unga konan sem lést úr hundaæði fyrr í vikunni í Noregi hét Birgitte Kallestad og var 24 ára gömul. Hún smitaðist af veirunni eftir að hafa bjargað hvolpi á meðan hún var í fríi á Filippseyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Kallestad en þau segjast senda tilkynninguna frá sér til að kveða niður orðróma um það sem gerðist og segja frá því hvað átti sér stað í raun. „Birgitte ferðaðist til Filippseyja í febrúar með nokkrum vinum sínum. Í eitt skipti þegar þau voru á ferðinni á vespum sáu þau hjálparvana hvolp út í vegkanti. Birgitte tók hvolpinn í körfuna sína og fór með hann heim. Hún þreif hann og klappaði honum og á endanum hændist hvolpurinn að henni,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar. Kallestad og vinir hennar léku við hundinn en á endanum fór hann aðeins að glefsa í þau. Hann glefsaði í fingur þegar þau voru að leika sér og allir fengu lítil sár á hendurnar vegna þess.Taldi ekki þurfa að gera meira en að sótthreinsa sárin „Birgitte, sem sjálf var heilbrigðisstarfsmaður, gerði allt sem hún þurfti vegna sáranna. Þau voru ekki stærri en svo að það þurfti aðeins að sótthreinsa þau. Hún taldi ekki að hún þyrfti að leita til læknis vegna þeirra,“ segir fjölskyldan. Kallestad veiktist síðan eftir að hún kom heim til Noregs en enginn tengdi veikindin við litlu sárin sem hún hafði fengið eftir glefsur hvolpsins á Filippseyjum. „Veikindin ágerðust á meðan læknarnir reyndu að finna út úr því hvað væri að. Hún fór nokkrum sinnum á bráðamóttökuna og var að lokum lögð inn á spítala. Einn læknirinn taldi að einkennin líktust einkennum hundaæðis,“ segir fjölskylda Kallestad. Hvorki Kallestad né vinir hennar sem ferðuðust með henni voru bólusett fyrir hundaæði áður en þau fóru til Filippseyja. Ástæðan er að sú bólusetning er ekki á lista yfir nauðsynlegar bólusetningar fyrir ferð til Filippseyja nema viðkomandi hyggist ferðast til svæða þar sem hreinlæti er ábótavant. „Elsku Birgitte okkar elskaði dýr. Við óttumst að þetta geti komið fyrir aðra sem eru góðhjartaðir eins og hún. Við viljum að þessi bólusetning verði sett inn þar sem minnsta hætta getur verið á hundaæði. Við viljum líka að fólk verði meðvitað um hættuna. Ef við náum þessu þá getur andlát sólargeislans okkar bjargað öðrum,“ segir í tilkynningu fjölskyldunnar.
Noregur Tengdar fréttir Ung kona lést úr hundaæði í Noregi Tvítug kona lést úr hundaæði á sjúkrahúsi í Førde í vesturhluta Noregs í gærkvöldi. 7. maí 2019 08:09 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Ung kona lést úr hundaæði í Noregi Tvítug kona lést úr hundaæði á sjúkrahúsi í Førde í vesturhluta Noregs í gærkvöldi. 7. maí 2019 08:09