Segja þjóðaröryggisráðgjafa Trump vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2019 12:16 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump. AP/Jessica Hill Yfirvöld Norður-Kóreu segja John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ og gallaðan mann. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu, en tilefnið er að Bolton fordæmdi nýverið eldflaugaskot einræðisríkisins og sagði þau brjóta gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Á vef KCNA er haft eftir ónafngreindum talsmanni Utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu að tilraunir Norður-Kóreu séu í samræmi við rétt þeirra til sjálfsvarna. Eldflaugarnar hafi ekki beinst gegn neinu ríki og hafi ekki ógnað neinum. Því sé Bolton að skipta sér af einhverju sem komi honum ekkert við.Sjá einnig: Nýr ráðgjafi Trump umdeildur Í yfirlýsingunni segir einnig að ekki sé rétt að kalla Bolton þjóðaröryggisráðgjafa. Réttara væri að kalla hann „öryggis-eyðileggingar“ ráðgjafa og hann sé þekktur fyrir „þráhyggju“ varðandi stríð í Mið-Austurlöndum og Suður-Ameríku. Það sé engin tilviljun að „stríðsmangarinn“ sé að hvísla um stríð í eyru forseta sem kom sér undan herþjónustu, sem segist ekki hafa viljað deyja á hrísgrjónaakri í suðaustur Asíu. „Það er alls ekki skrítið að svo öfugsnúin orð komi sífellt úr munni svo gallaðs gaurs, og svona mennskur galli á skilið að hverfa sem fyrst,“ segir í yfirlýsingunni. Norður-Kóreumenn skutu nokkrum eldflaugum á loft fyrr í mánuðinum og segja sérfræðinar mögulegt að einhverjar þeirra gætu verið notaðar til að komast hjá eldflaugavörnum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna, samkvæmt Reuters fréttaveitunni.Donald Trump og starfsmenn hans í Hvíta húsinu hafa gert lítið úr eldflaugaskotunum. Þegar Trump var spurður út í þau á blaðamannafundi í Japan í morgun sagði hann ekki hafa áhyggjur. Trump sagði Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, vera snjallan mann sem hafi skotið eldflaugunum á loft til að fá athygli. „Það eina sem ég veit er að það hafa ekki verið gerðar tilraunir með kjarnorkuvopn, né langdrægar eldflaugar. Engar langdrægar eldflaugar fóru á loft og ég held að einhvern daginn munum við ná samkomulagi,“ sagði Trump og bætti við að honum lægi ekki á. Það er þó ljóst að eldflaugaskotin vöktu áhyggjur í Japan og Suður-Kóreu og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan og gestgjafi Trump, fordæmdi þau harðlega. Hann sagði Japan stafa ógn af eldflaugum Norður-Kóreu en lofaði Trump fyrir nýja nálgun gagnvart einræðisríkinu. Þá lofaði Trump Kim enn einu sinni fyrir viðleitni hans til að byggja upp efnahag ríkisins og sagði einræðisríkið fátæka geta orðið efnahagslegt stórveldi.Við þetta má bæta að Norður-Kórea er eitt fátækasta ríki heims og þéna flestir íbúar þess um 400 krónur á mánuði. Hungursneyð eru tíð þar og glímir stór hluti þjóðarinnar við alvarlega vannæringu. Gífurlegum fjölda íbúa er haldið í þrælkunarbúðum við hræðilegar aðstæður. Nánast allar tekjur ríkisins fara í herinn og í kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir Norður-Kóreu. Bandaríkin Donald Trump Japan Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump og Kim sammála um greindarvísitölu Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu eru sammála um það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og einn af forsetaframbjóðendum í forkosningum demókrata, sé með lága greindarvísitölu. 26. maí 2019 22:32 Trump gaf risavaxinn verðlaunagrip fyrir sumo glímu Donald Trump Bandaríkjaforseti er nú í fjögurra daga opinberri heimsókn í Japan þar sem hann og Shinzo Abe forsætisráðherra Japans reyna að komast að samkomulagi um viðskipti ríkjanna. 26. maí 2019 20:00 Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55 Trump sækir nýjan Japanskeisara heim Donald Trump Bandaríkjaforseti verði í morgun fyrsti þjóðhöfðingi heimsins sem hittir nýkrýndan Japanskeisara, Naruhito. 27. maí 2019 07:20 Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu segja John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, vera fáfróðan „stríðsbrjálæðing“ og gallaðan mann. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu, en tilefnið er að Bolton fordæmdi nýverið eldflaugaskot einræðisríkisins og sagði þau brjóta gegn samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Á vef KCNA er haft eftir ónafngreindum talsmanni Utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu að tilraunir Norður-Kóreu séu í samræmi við rétt þeirra til sjálfsvarna. Eldflaugarnar hafi ekki beinst gegn neinu ríki og hafi ekki ógnað neinum. Því sé Bolton að skipta sér af einhverju sem komi honum ekkert við.Sjá einnig: Nýr ráðgjafi Trump umdeildur Í yfirlýsingunni segir einnig að ekki sé rétt að kalla Bolton þjóðaröryggisráðgjafa. Réttara væri að kalla hann „öryggis-eyðileggingar“ ráðgjafa og hann sé þekktur fyrir „þráhyggju“ varðandi stríð í Mið-Austurlöndum og Suður-Ameríku. Það sé engin tilviljun að „stríðsmangarinn“ sé að hvísla um stríð í eyru forseta sem kom sér undan herþjónustu, sem segist ekki hafa viljað deyja á hrísgrjónaakri í suðaustur Asíu. „Það er alls ekki skrítið að svo öfugsnúin orð komi sífellt úr munni svo gallaðs gaurs, og svona mennskur galli á skilið að hverfa sem fyrst,“ segir í yfirlýsingunni. Norður-Kóreumenn skutu nokkrum eldflaugum á loft fyrr í mánuðinum og segja sérfræðinar mögulegt að einhverjar þeirra gætu verið notaðar til að komast hjá eldflaugavörnum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna, samkvæmt Reuters fréttaveitunni.Donald Trump og starfsmenn hans í Hvíta húsinu hafa gert lítið úr eldflaugaskotunum. Þegar Trump var spurður út í þau á blaðamannafundi í Japan í morgun sagði hann ekki hafa áhyggjur. Trump sagði Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, vera snjallan mann sem hafi skotið eldflaugunum á loft til að fá athygli. „Það eina sem ég veit er að það hafa ekki verið gerðar tilraunir með kjarnorkuvopn, né langdrægar eldflaugar. Engar langdrægar eldflaugar fóru á loft og ég held að einhvern daginn munum við ná samkomulagi,“ sagði Trump og bætti við að honum lægi ekki á. Það er þó ljóst að eldflaugaskotin vöktu áhyggjur í Japan og Suður-Kóreu og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan og gestgjafi Trump, fordæmdi þau harðlega. Hann sagði Japan stafa ógn af eldflaugum Norður-Kóreu en lofaði Trump fyrir nýja nálgun gagnvart einræðisríkinu. Þá lofaði Trump Kim enn einu sinni fyrir viðleitni hans til að byggja upp efnahag ríkisins og sagði einræðisríkið fátæka geta orðið efnahagslegt stórveldi.Við þetta má bæta að Norður-Kórea er eitt fátækasta ríki heims og þéna flestir íbúar þess um 400 krónur á mánuði. Hungursneyð eru tíð þar og glímir stór hluti þjóðarinnar við alvarlega vannæringu. Gífurlegum fjölda íbúa er haldið í þrælkunarbúðum við hræðilegar aðstæður. Nánast allar tekjur ríkisins fara í herinn og í kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlanir Norður-Kóreu.
Bandaríkin Donald Trump Japan Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump og Kim sammála um greindarvísitölu Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu eru sammála um það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og einn af forsetaframbjóðendum í forkosningum demókrata, sé með lága greindarvísitölu. 26. maí 2019 22:32 Trump gaf risavaxinn verðlaunagrip fyrir sumo glímu Donald Trump Bandaríkjaforseti er nú í fjögurra daga opinberri heimsókn í Japan þar sem hann og Shinzo Abe forsætisráðherra Japans reyna að komast að samkomulagi um viðskipti ríkjanna. 26. maí 2019 20:00 Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55 Trump sækir nýjan Japanskeisara heim Donald Trump Bandaríkjaforseti verði í morgun fyrsti þjóðhöfðingi heimsins sem hittir nýkrýndan Japanskeisara, Naruhito. 27. maí 2019 07:20 Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Trump og Kim sammála um greindarvísitölu Biden Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu eru sammála um það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og einn af forsetaframbjóðendum í forkosningum demókrata, sé með lága greindarvísitölu. 26. maí 2019 22:32
Trump gaf risavaxinn verðlaunagrip fyrir sumo glímu Donald Trump Bandaríkjaforseti er nú í fjögurra daga opinberri heimsókn í Japan þar sem hann og Shinzo Abe forsætisráðherra Japans reyna að komast að samkomulagi um viðskipti ríkjanna. 26. maí 2019 20:00
Trump gerir lítið úr vopnabrölti Norður-Kóreumanna Skömmu eftir að þjóðaröryggisráðgjafi Trump Bandaríkjaforseta fordæmdi eldflaugatilraunir kom forsetinn einræðisherra Norður-Kóreu til varnar á Twitter. 26. maí 2019 08:55
Trump sækir nýjan Japanskeisara heim Donald Trump Bandaríkjaforseti verði í morgun fyrsti þjóðhöfðingi heimsins sem hittir nýkrýndan Japanskeisara, Naruhito. 27. maí 2019 07:20
Trump fer fram hjá þinginu til að selja Sádum vopn Bandaríkjaforseti nýtti lítt notað lagaákvæði og lýsti yfir neyðarástandi til að geta selt Sádum vopn án samþykkis þingsins. 25. maí 2019 10:24