Nauseda verður næsti forseti Litháen Atli Ísleifsson skrifar 26. maí 2019 22:02 Hagfræðingurinn Gitanas Nausėda hafði betur gegn fyrrverandi fjármálaráðherranum Ingrida Simonyte. EPA Hagfræðingurinn Gitanas Nauseda hefur verið kjörinn nýr forseti Litháen en síðari umferð forsetakosninganna þar í landi fóru fram í dag. Hann hafði betur gegn fyrrverandi fjármálaráðherranum Ingrida Simonyte. Nauseda er talinn vera hægra megin við miðju og ávarpaði hann stuðningsmenn sína fyrr í dag þar sem hann lýsti yfir sigri. „Ég var óháði frambjóðandinn og það var mitt hlutverk að sameina litháísku þjóðina, sama hvar þeir eiga heima – í fámennari héröðum, þorpum, smærri borgum eða stórborgum,” sagði Nauseda. Hinn 55 ára Nauseda var með 72 prósent atkvæða þegar búið var að telja um 42 prósent atkvæða. Hann hefur heitið því að halda áfram á þeirri braut sem forsetinn fráfarandi Dalia Grybauskaites hefur fetað síðustu tvö kjörtímabil. Grybauskaite hefur verið einn harðasti og háværasti andstæðingur rússneskra stjórnvalda í álfunni. Fyrsta mál á dagskrá nýs forseta verður að fást við þá stöðu sem komin er upp í stjórn landsins, en forsætisráðherrann Saulius Skvernelis, sem bauð sig fram og tapaði í fyrri umferð forsetakosninganna, hefur greint frá því að hann láti af sínu embætti þegar nýr forseti sver embættiseið. Forseti Litháen getur beitt neitunarvaldi á lög sem þingið hefur samþykkt. Þá hefur hann töluverð áhrif þegar kemur að utanríkis- og varnarmálum, sem og tilnefning forsætisráðherra og dómara. Litháen Tengdar fréttir Forsetakosningar í Litháen: Járnfrúin lætur senn af embætti Litháar genga að kjörborðinu í dag til að kjósa nýjan forseta og um breytingar á stjórnarskrá landsins. 12. maí 2019 12:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira
Hagfræðingurinn Gitanas Nauseda hefur verið kjörinn nýr forseti Litháen en síðari umferð forsetakosninganna þar í landi fóru fram í dag. Hann hafði betur gegn fyrrverandi fjármálaráðherranum Ingrida Simonyte. Nauseda er talinn vera hægra megin við miðju og ávarpaði hann stuðningsmenn sína fyrr í dag þar sem hann lýsti yfir sigri. „Ég var óháði frambjóðandinn og það var mitt hlutverk að sameina litháísku þjóðina, sama hvar þeir eiga heima – í fámennari héröðum, þorpum, smærri borgum eða stórborgum,” sagði Nauseda. Hinn 55 ára Nauseda var með 72 prósent atkvæða þegar búið var að telja um 42 prósent atkvæða. Hann hefur heitið því að halda áfram á þeirri braut sem forsetinn fráfarandi Dalia Grybauskaites hefur fetað síðustu tvö kjörtímabil. Grybauskaite hefur verið einn harðasti og háværasti andstæðingur rússneskra stjórnvalda í álfunni. Fyrsta mál á dagskrá nýs forseta verður að fást við þá stöðu sem komin er upp í stjórn landsins, en forsætisráðherrann Saulius Skvernelis, sem bauð sig fram og tapaði í fyrri umferð forsetakosninganna, hefur greint frá því að hann láti af sínu embætti þegar nýr forseti sver embættiseið. Forseti Litháen getur beitt neitunarvaldi á lög sem þingið hefur samþykkt. Þá hefur hann töluverð áhrif þegar kemur að utanríkis- og varnarmálum, sem og tilnefning forsætisráðherra og dómara.
Litháen Tengdar fréttir Forsetakosningar í Litháen: Járnfrúin lætur senn af embætti Litháar genga að kjörborðinu í dag til að kjósa nýjan forseta og um breytingar á stjórnarskrá landsins. 12. maí 2019 12:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira
Forsetakosningar í Litháen: Járnfrúin lætur senn af embætti Litháar genga að kjörborðinu í dag til að kjósa nýjan forseta og um breytingar á stjórnarskrá landsins. 12. maí 2019 12:00