Þroskaþjófur Sigríður Karlsdóttir skrifar 7. júní 2019 09:15 Ég gleymi seint því augnabliki þegar ég heyrði orðið „þroskaþjófur“ fyrst. Ég var í samtali við konu sem er mér afar kær og hún segir við mig eftir að ég tilkynnti henni mæðulega hvað ég væri nú orðin þreytt á að sjá um allt og alla: „Já, elskan mín, þú er svona þroskaþjófur.“ Pffmmm… þroskaþjófur hvað? Þetta var fyrir mörgum árum og er ég enn þann dag í dag að leika þetta hlutverk af og til, stundum og sjaldan. Fer eftir árstíðum og skapi. Í morgun lá ég rænulaus í rúminu vegna flensu. Ég gat ekki verið til staðar og maðurinn minn farinn í vinnuna. Tvær dásamlegar skjátur, 3ja og 7 ára voru frammi. Í gegnum hurðina hlustaði ég á þessar skjátur klæða sig sjálfar (sem þær reyndar hafa alltaf náð að gera sjálfar), græja nestið sitt, íþróttaföt og lestrarbókin fór á sinn stað. Rétt fyrir klukkan átta skottuðust þær síðan út og kvöddu fárveika móður sína. Þær ætluðu bara að fá far hjá nágrannanum. Ég þurfti, þennan morgun ekki að lyfta litla putta. Hvað?? Gerðist þetta bara?? Var hún með greitt hárið? Og bíddu, var yngri skottan í vettlingum? Og ég bara inn í rúmi?? Ég á ekki til orð (sagt á innsoginu). Þá reikaði hugur minn að þessu orð. Þroskaþjófur. Ég skal segja ykkur hvað þroskaþjófur er. En það er ekki grímuklæddur maður sem læðist inn um brotnar dyr að næturlagi og setur þroskann ykkar í krukku. (Gæti samt verið flott stöff í ævintýramynd). Nei. Það er einfaldlega bara umhyggjusöm, ábyrgðarfull fyrirmyndar húsmóðir (eða faðir) með nokkur börn. Haldandi á tusku í annarri og símanum í hinni. Jafnvel með skikkju á bakinu sem stendur „ég get allt sjálf“. Þegar ég hef haft lítinn tíma til að sinna börnunum mínum vegna anna, eða er með samviskubit yfir að hafa ekki verið til staðar fyrir þær í einhvern tíma, þá vaknar þjófurinn í mér. Þá fer hann að gera allt fyrir litlu englana sína til að sýna þeim ást og umhyggju. Þjófurinn fer að rétta þeim skeið út í jógúrtið, en þær sitja samt hliðina á skúffunni. Finna föt fyrir þær á morgnana, reima skóna sem þær kunna alveg sjálfar. Hann fer að ganga frá eftir matinn og þessir litlu englar breytast í ósjálfbjarga prinsessur og mamman, sem vanalega er nú bara nokkuð vel stödd verður þreytt, örg og tuðar yfir af hverju þær geta ekki tekið til í herberginu sínu eða náð í hlutina sjálfar. Hmmm…. Ég þekki konu sem þurfti að fara út af heimilinu alla virka daga (5 daga í senn) því hún var í endurhæfingu. Á meðan voru unglingsdrengirnir hennar heima með pabbanum. Hún sagði mér að eftir nokkrar vikur þá hefði hún horft upp á lötu unglingsdrengina sína, skipta um á rúmunum sjálfir, elda og ganga frá. Hún átti ekki til orð. Allt í einu þá fóru bara allir að gera sitt. Alveg aleinir. Og engin mamma? Hún var mjög hissa skal ég segja ykkur. Þroskaþjófur hefur mörg einkenni. Svona eins og með sjúkdóma. Þroskaþjófurinn er líka á mörgum stigum. Fjórða stigs þroskaþjófur hefur alveg lent í því að þvo þvotta af fullorðnum börnum sínum, sækir um vinnu fyrir fullorðin börn sín, klæðir fermingabörn í sokkana sína, lærir fyrir barnið eða reddar þeim úr vandamálum með því að kaupa eitthvað eða semja. Ef fjórða stigs þroskaþjófur fær að blómstra, þá enda börnin gjarnan á því að vera vanvirk og geta ekki bjargað sér sjálf. Þau fá ekki hugrekkið eða sjálfstraustið til að gera það sem þarf að gera þegar út í lífið er komið. Svo oft á tíðum, klóra fjórða stigs þroskaþjófar sér í hausnum og skilja ekki af hverju barnið plummar sig ekki í lífinu. Ég er viss um að í morgun löbbuðu tvær ungar dömur út í lífið með bros á vör og hjartað fullt af sjálfstrausti. Tilfinningin að geta eitthvað sjálfur og fá áskorun og sigra, er ómetanleg. Hún hjálpar okkur að þroskast, blómstra og styrkjast. Ég mun, án efa, þurfa að fylgjast með þessum dömum mínum sem skokkuðu út í morgun, byrja með strákum eða stelpum sem ég hefði ekki valið. Ég mun þurfa að fylgjast með þeim í ástarsorg, í stríðni og fá höfnun í vinnu jafnvel. Ég mun þurfa að horfa upp á börnin mín í sársauka, gremju og reiði. Ef ég ætla að leyfa þeim að þroskast, þá verð ég að svæfa þroskaþjófinn og leyfa þeim að lifa. Ég verð að horfa upp á þær detta (kannski ekki mjög hátt), lenda í drama, kanna hættur, taka slæmar ákvarðanir án þess að ég segi þeim hvaða ákvarðanir þær eigi að taka, fara út af brautinni, gera mistök…. því annars ná þær ekki þroskanum sem felst í hverju skrefi barns. Fyrir mér liggur þetta í þunnri línu umhyggju og stjórnsemi. Við viljum öll það besta fyrir börnin okkar. Stundum vitum við samt ekki hvað er best fyrir þau. Við bara höldum að við vitum það. Stundum þurfum við að hjálpa. Og það liggur svo mikil fegurð í því að sjá foreldra sem styðja börnin sín. Aðstoða þau. Vera til staðar. Ég ætla sko ekki að sverta það. En það er einhver furðu óljós lína þarna á milli. Á einhverjum tímapunkti, hættum við að vera hjálpsöm og verðum stjórnsöm. Þar poppar þroskaþjófurinn upp. Þessar umræddu skjátur, kenndu mér margt í morgun og minntu mig á orð konunnar sem ég heyrði fyrir mörgum árum. Ég ætla svæfa þroskaþjófinn minn í dag og minna mig á þessi aldrei of oft sögðu orð: Lifum og leyfum öðrum að lifa.Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ég gleymi seint því augnabliki þegar ég heyrði orðið „þroskaþjófur“ fyrst. Ég var í samtali við konu sem er mér afar kær og hún segir við mig eftir að ég tilkynnti henni mæðulega hvað ég væri nú orðin þreytt á að sjá um allt og alla: „Já, elskan mín, þú er svona þroskaþjófur.“ Pffmmm… þroskaþjófur hvað? Þetta var fyrir mörgum árum og er ég enn þann dag í dag að leika þetta hlutverk af og til, stundum og sjaldan. Fer eftir árstíðum og skapi. Í morgun lá ég rænulaus í rúminu vegna flensu. Ég gat ekki verið til staðar og maðurinn minn farinn í vinnuna. Tvær dásamlegar skjátur, 3ja og 7 ára voru frammi. Í gegnum hurðina hlustaði ég á þessar skjátur klæða sig sjálfar (sem þær reyndar hafa alltaf náð að gera sjálfar), græja nestið sitt, íþróttaföt og lestrarbókin fór á sinn stað. Rétt fyrir klukkan átta skottuðust þær síðan út og kvöddu fárveika móður sína. Þær ætluðu bara að fá far hjá nágrannanum. Ég þurfti, þennan morgun ekki að lyfta litla putta. Hvað?? Gerðist þetta bara?? Var hún með greitt hárið? Og bíddu, var yngri skottan í vettlingum? Og ég bara inn í rúmi?? Ég á ekki til orð (sagt á innsoginu). Þá reikaði hugur minn að þessu orð. Þroskaþjófur. Ég skal segja ykkur hvað þroskaþjófur er. En það er ekki grímuklæddur maður sem læðist inn um brotnar dyr að næturlagi og setur þroskann ykkar í krukku. (Gæti samt verið flott stöff í ævintýramynd). Nei. Það er einfaldlega bara umhyggjusöm, ábyrgðarfull fyrirmyndar húsmóðir (eða faðir) með nokkur börn. Haldandi á tusku í annarri og símanum í hinni. Jafnvel með skikkju á bakinu sem stendur „ég get allt sjálf“. Þegar ég hef haft lítinn tíma til að sinna börnunum mínum vegna anna, eða er með samviskubit yfir að hafa ekki verið til staðar fyrir þær í einhvern tíma, þá vaknar þjófurinn í mér. Þá fer hann að gera allt fyrir litlu englana sína til að sýna þeim ást og umhyggju. Þjófurinn fer að rétta þeim skeið út í jógúrtið, en þær sitja samt hliðina á skúffunni. Finna föt fyrir þær á morgnana, reima skóna sem þær kunna alveg sjálfar. Hann fer að ganga frá eftir matinn og þessir litlu englar breytast í ósjálfbjarga prinsessur og mamman, sem vanalega er nú bara nokkuð vel stödd verður þreytt, örg og tuðar yfir af hverju þær geta ekki tekið til í herberginu sínu eða náð í hlutina sjálfar. Hmmm…. Ég þekki konu sem þurfti að fara út af heimilinu alla virka daga (5 daga í senn) því hún var í endurhæfingu. Á meðan voru unglingsdrengirnir hennar heima með pabbanum. Hún sagði mér að eftir nokkrar vikur þá hefði hún horft upp á lötu unglingsdrengina sína, skipta um á rúmunum sjálfir, elda og ganga frá. Hún átti ekki til orð. Allt í einu þá fóru bara allir að gera sitt. Alveg aleinir. Og engin mamma? Hún var mjög hissa skal ég segja ykkur. Þroskaþjófur hefur mörg einkenni. Svona eins og með sjúkdóma. Þroskaþjófurinn er líka á mörgum stigum. Fjórða stigs þroskaþjófur hefur alveg lent í því að þvo þvotta af fullorðnum börnum sínum, sækir um vinnu fyrir fullorðin börn sín, klæðir fermingabörn í sokkana sína, lærir fyrir barnið eða reddar þeim úr vandamálum með því að kaupa eitthvað eða semja. Ef fjórða stigs þroskaþjófur fær að blómstra, þá enda börnin gjarnan á því að vera vanvirk og geta ekki bjargað sér sjálf. Þau fá ekki hugrekkið eða sjálfstraustið til að gera það sem þarf að gera þegar út í lífið er komið. Svo oft á tíðum, klóra fjórða stigs þroskaþjófar sér í hausnum og skilja ekki af hverju barnið plummar sig ekki í lífinu. Ég er viss um að í morgun löbbuðu tvær ungar dömur út í lífið með bros á vör og hjartað fullt af sjálfstrausti. Tilfinningin að geta eitthvað sjálfur og fá áskorun og sigra, er ómetanleg. Hún hjálpar okkur að þroskast, blómstra og styrkjast. Ég mun, án efa, þurfa að fylgjast með þessum dömum mínum sem skokkuðu út í morgun, byrja með strákum eða stelpum sem ég hefði ekki valið. Ég mun þurfa að fylgjast með þeim í ástarsorg, í stríðni og fá höfnun í vinnu jafnvel. Ég mun þurfa að horfa upp á börnin mín í sársauka, gremju og reiði. Ef ég ætla að leyfa þeim að þroskast, þá verð ég að svæfa þroskaþjófinn og leyfa þeim að lifa. Ég verð að horfa upp á þær detta (kannski ekki mjög hátt), lenda í drama, kanna hættur, taka slæmar ákvarðanir án þess að ég segi þeim hvaða ákvarðanir þær eigi að taka, fara út af brautinni, gera mistök…. því annars ná þær ekki þroskanum sem felst í hverju skrefi barns. Fyrir mér liggur þetta í þunnri línu umhyggju og stjórnsemi. Við viljum öll það besta fyrir börnin okkar. Stundum vitum við samt ekki hvað er best fyrir þau. Við bara höldum að við vitum það. Stundum þurfum við að hjálpa. Og það liggur svo mikil fegurð í því að sjá foreldra sem styðja börnin sín. Aðstoða þau. Vera til staðar. Ég ætla sko ekki að sverta það. En það er einhver furðu óljós lína þarna á milli. Á einhverjum tímapunkti, hættum við að vera hjálpsöm og verðum stjórnsöm. Þar poppar þroskaþjófurinn upp. Þessar umræddu skjátur, kenndu mér margt í morgun og minntu mig á orð konunnar sem ég heyrði fyrir mörgum árum. Ég ætla svæfa þroskaþjófinn minn í dag og minna mig á þessi aldrei of oft sögðu orð: Lifum og leyfum öðrum að lifa.Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar