FBI rannsakar andlát bandarískra ferðamanna í Dóminíska lýðveldinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2019 23:45 Frá ferðamannabænum Punta Cana í Dóminíska lýðveldinu. Vísir/getty Að minnsta kosti níu bandarískir ferðamenn hafa látist í Dóminíska lýðveldinu á rúmu ári. Fjölskyldur ferðamannanna halda því margar fram að dauðsföllin tengist áfengi sem fólkið innbyrti áður en það lést. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) rannsakar andlát fólksins en ekki hefur enn fundist ástæða til að ætla að málin tengist.Kvaddi vinina og fór snemma upp á herbergi Nú síðast fannst hinn 55 ára Joseph Allen frá New Jersey látinn á hótelherbergi sínu á Terra Linda-hótelinu í strandbænum Sosúa þann 13. júní síðastliðinn. Systir hans, Jamie Reed, segir í samtali við bandarísku ABC-fréttastofuna í dag að Allen hafi kvartað undan hita, kvatt vini sína og farið snemma upp á hótelherbergi kvöldið áður en hann fannst látinn. Fjölskylda Allen vinnur nú að því að fá lík hans flutt til Bandaríkjanna þar sem krufning muni leiða í ljós dánarorsök. Míníbarinn og vökvi í lungum Áður hafa að minnsta kosti átta Bandaríkjamenn látið lífið á hótelum í Dóminíska lýðveldinu á rúmu ári, þar af sex á síðustu tveimur mánuðum. Þá létust tveir bandarískri ferðamenn í fyrra, einn í júlí og annar í júní. Nokkrir ferðamannanna áttu það sameiginlegt að hafa fengið sér drykk úr míníbar inni á hótelherbergi áður en þeir létust, að sögn fjölskyldumeðlima. Þá höfðu einhverjir þeirra gist á hótelum sem heyrðu undir sömu keðjuna og þá virðist sem dánarorsök nokkurra í hópnum sé sú sama: vökvasöfnun í lungum.Tengist ekki innbyrðis Bandaríska alríkislögreglan aðstoðar yfirvöld í Dóminíska lýðveldinu við rannsókn á málum ferðamannanna en ekki hefur tekist að sýna fram á tengingu milli dauðsfallanna, að því er fram kemur í fréttum fjölmiðla vestanhafs. Þá hafa yfirvöld lýst því yfir að í öllum tilfellum sé um að ræða einangruð tilvik sem tengist ekki innbyrðis og að andlátin eigi sér eðlilegar skýringar. Dóminíska lýðveldið sé jafnframt öruggur áfangastaður en um 2,2 milljónir Bandaríkjamanna ferðuðust til landsins í fyrra. Væri enn á lífi ef hún hefði farið eitthvert annað Will Cox, sonur hinnar 53 ára Leylu Cox sem lést á hóteli í dóminíska bænum Punta Cana þann 11. júní síðastliðinn, kennir yfirvöldum í Dóminíska lýðveldinu um andlát móður sinnar. Will sagði í samtali við bandarísku NBC-fréttastofuna að enn sé allt á huldu um dánarorsök og að eiturefnaskýrsla verði ekki tilbúin fyrr en eftir dúk og disk. „Dóminíska lýðveldið hefur sett hverja hindrunina á fætur annarri í veg minn til að koma í veg fyrir að ég finni svörin sem ég þarf til þess að sofna á næturnar. […] Hún átti ekki í hættu að fá hjartaáfall og ég trúi því að á einhvern hátt beri Dóminíska lýðveldið ábyrgð á dauða móður minnar. Ef hún hefði farið eitthvert annað væri hún enn á lífi í dag.“ Bandaríkin Dóminíska lýðveldið Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira
Að minnsta kosti níu bandarískir ferðamenn hafa látist í Dóminíska lýðveldinu á rúmu ári. Fjölskyldur ferðamannanna halda því margar fram að dauðsföllin tengist áfengi sem fólkið innbyrti áður en það lést. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) rannsakar andlát fólksins en ekki hefur enn fundist ástæða til að ætla að málin tengist.Kvaddi vinina og fór snemma upp á herbergi Nú síðast fannst hinn 55 ára Joseph Allen frá New Jersey látinn á hótelherbergi sínu á Terra Linda-hótelinu í strandbænum Sosúa þann 13. júní síðastliðinn. Systir hans, Jamie Reed, segir í samtali við bandarísku ABC-fréttastofuna í dag að Allen hafi kvartað undan hita, kvatt vini sína og farið snemma upp á hótelherbergi kvöldið áður en hann fannst látinn. Fjölskylda Allen vinnur nú að því að fá lík hans flutt til Bandaríkjanna þar sem krufning muni leiða í ljós dánarorsök. Míníbarinn og vökvi í lungum Áður hafa að minnsta kosti átta Bandaríkjamenn látið lífið á hótelum í Dóminíska lýðveldinu á rúmu ári, þar af sex á síðustu tveimur mánuðum. Þá létust tveir bandarískri ferðamenn í fyrra, einn í júlí og annar í júní. Nokkrir ferðamannanna áttu það sameiginlegt að hafa fengið sér drykk úr míníbar inni á hótelherbergi áður en þeir létust, að sögn fjölskyldumeðlima. Þá höfðu einhverjir þeirra gist á hótelum sem heyrðu undir sömu keðjuna og þá virðist sem dánarorsök nokkurra í hópnum sé sú sama: vökvasöfnun í lungum.Tengist ekki innbyrðis Bandaríska alríkislögreglan aðstoðar yfirvöld í Dóminíska lýðveldinu við rannsókn á málum ferðamannanna en ekki hefur tekist að sýna fram á tengingu milli dauðsfallanna, að því er fram kemur í fréttum fjölmiðla vestanhafs. Þá hafa yfirvöld lýst því yfir að í öllum tilfellum sé um að ræða einangruð tilvik sem tengist ekki innbyrðis og að andlátin eigi sér eðlilegar skýringar. Dóminíska lýðveldið sé jafnframt öruggur áfangastaður en um 2,2 milljónir Bandaríkjamanna ferðuðust til landsins í fyrra. Væri enn á lífi ef hún hefði farið eitthvert annað Will Cox, sonur hinnar 53 ára Leylu Cox sem lést á hóteli í dóminíska bænum Punta Cana þann 11. júní síðastliðinn, kennir yfirvöldum í Dóminíska lýðveldinu um andlát móður sinnar. Will sagði í samtali við bandarísku NBC-fréttastofuna að enn sé allt á huldu um dánarorsök og að eiturefnaskýrsla verði ekki tilbúin fyrr en eftir dúk og disk. „Dóminíska lýðveldið hefur sett hverja hindrunina á fætur annarri í veg minn til að koma í veg fyrir að ég finni svörin sem ég þarf til þess að sofna á næturnar. […] Hún átti ekki í hættu að fá hjartaáfall og ég trúi því að á einhvern hátt beri Dóminíska lýðveldið ábyrgð á dauða móður minnar. Ef hún hefði farið eitthvert annað væri hún enn á lífi í dag.“
Bandaríkin Dóminíska lýðveldið Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Sjá meira