Landnemabyggð á Golan hæðum nefnd „Trump hæðir“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2019 10:18 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. getty/Michael Reynolds Ísrael hefur nefnt landtökubyggð sína á Golan hæðum „Trump hæðir,“ í höfuðið á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þetta var gert á sunnudag þegar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ríkisstjórn hans söfnuðust saman í landnemabyggðinni og afhjúpuðu risastórt skilti sem á stendur „Ramat Trump“ – Trump Heights. Frá þessu er greint á vef fréttastofu The Guardian. Landnemabyggð Ísraela á Golan hæðum hefur verið umtöluð í áraraðir og hefur aldrei verið samþykkt af alþjóðasamfélaginu auk þess sem Sameinuðu þjóðirnar hafa lengi ávítað Ísrael fyrir byggðina. Ofan af hæðunum má horfa yfir Líbanon og Jórdaníu. Fyrstur til að samþykkja kröfu Ísraela til Golan hæða var Trump en það gerði hann í mars þessa árs þegar hann birti yfirlýsingu þess efnis á Twitter.After 52 years it is time for the United States to fully recognize Israel's Sovereignty over the Golan Heights, which is of critical strategic and security importance to the State of Israel and Regional Stability!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 21, 2019 Til að sýna Trump þakklæti sitt lofaði Netanyahu að landnemabyggðin á hæðunum yrði nefnd eftir forsetanum. Í þakkarskyni tweetaði Bandaríkjaforseti til að lýsa yfir þakklæti sínu.Thank you Mr. Prime Minister, a great honor! https://t.co/ozLz84g3i0— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 17, 2019 Til stendur að stækka Bruchim þorpið sem stendur á hæðunum en það var fyrst myndað árið 1991. Haim Rokach, forseti sveitarráðs Golan hæða, vonast til að á endanum verði 400 hús reist en til stendur að framkvæmdir að fyrstu 100 húsunum byrji síðar á þessu ári. „Ákvörðun forsætisráðherrans til að stofna nýja byggð á Golan hæðunum er byltingarkennd. Okkur þyrsti það,“ sagði bæjarstjórinn. Nokkur nöfn voru tilnefnd fyrir nýju byggðina og lögð fyrir ríkisnefnd til samþykktar. Hin nöfnin sem voru lögð til voru Neve Trump (Griðastaður Trumps) og Ruakh Trump (Sál Trumps). Baráttuhópar á svæðinu telja að allt að 130.000 Sýrlendingar hafi verið neyddir til að yfirgefa heimili sín árið 1967 í stríðinu sem geisaði þá og hafi ekki fengið að snúa til baka. Margir sveitabæir og þorp hafa síðan verið rudd og er enn hægt að sjá rústir steinhúsanna á ökrum í kring um hæðirnar og á þeim.Sýrlenskar flóttamannabúðir á landamærum Sýrlands og Ísrael. Golan hæðir sjást í bakgrunni.getty/Lior MizrahiÍsraelska ríkið bauð þeim nokkur þúsund Sýrlendinga sem enn eru á svæðinu ríkisborgararétt, sem flestir eru Druze Arabar, en flestir þeirra afþökkuðu það og vildu frekar vera flokkaðir sem íbúar á svæðinu. Til að festa sig í sessi hefur Ísrael reist herstöðvar og eru um 20.000 ísraelskir landnemar á svæðinu en margir þeirra hafa þar vínekrur, kúabú eða lítil ferðaþjónustufyrirtæki. Margir íbúar svæðisins eru svipaðir þeim sem tóku sér palestínskt land á Vesturbakkanum, sumir telja Gyðinga eiga rétt til landsins en hafa alltaf haft það á bak við eyrað að þeir gætu þurft að yfirgefa svæðið vegna friðarsamninga. Litlu munaði að til þess kæmi árið 2000 þegar Hafez al-Asssad, fyrrverandi forseti Sýrlands, og Ísrael virtust ætla að skrifa undir samning, sem hætt var við á síðustu stundu. Viðurkenning Trump hefur fjarlægt þessa hræðslu alveg, að yfirgefa þurfi Golan hæðir og „gefa“ Sýrlandi aftur, sagði Rokach, sem hefur búið á svæðinu í 35 ár. „Allir íbúar Golan hæða, allir, finna fyrir létti.“ Ákvörðun bandarískra yfirvalda hefur leitt til öldu framlaga og fjárfestinga frá bandarískum stuðningsmönnum, bætti hann við. Miriam og Sheldon Adelson, fjárfestar í Repúblikanaflokknum sem hafa lagt til fjárhagslegan stuðning við landnemabyggðir gyðinga á Vesturbankanum, hafa áform um að byggja 200 herbergja hótel á Golan hæðum sagði Rokach. Rokach segir það ekki skipta sig máli að Trump sé umdeildur. „Til þess er Bandarískt réttarkerfi. Ég dæmi Trump forseta fyrir það sem hann gerir fyrir Ísrael. Ég held að hann sé góður vinur,“ sagði hann. Bandaríkin Fréttaskýringar Ísrael Sýrland Tengdar fréttir Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag. 16. júní 2019 18:12 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Sjá meira
Ísrael hefur nefnt landtökubyggð sína á Golan hæðum „Trump hæðir,“ í höfuðið á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þetta var gert á sunnudag þegar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og ríkisstjórn hans söfnuðust saman í landnemabyggðinni og afhjúpuðu risastórt skilti sem á stendur „Ramat Trump“ – Trump Heights. Frá þessu er greint á vef fréttastofu The Guardian. Landnemabyggð Ísraela á Golan hæðum hefur verið umtöluð í áraraðir og hefur aldrei verið samþykkt af alþjóðasamfélaginu auk þess sem Sameinuðu þjóðirnar hafa lengi ávítað Ísrael fyrir byggðina. Ofan af hæðunum má horfa yfir Líbanon og Jórdaníu. Fyrstur til að samþykkja kröfu Ísraela til Golan hæða var Trump en það gerði hann í mars þessa árs þegar hann birti yfirlýsingu þess efnis á Twitter.After 52 years it is time for the United States to fully recognize Israel's Sovereignty over the Golan Heights, which is of critical strategic and security importance to the State of Israel and Regional Stability!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 21, 2019 Til að sýna Trump þakklæti sitt lofaði Netanyahu að landnemabyggðin á hæðunum yrði nefnd eftir forsetanum. Í þakkarskyni tweetaði Bandaríkjaforseti til að lýsa yfir þakklæti sínu.Thank you Mr. Prime Minister, a great honor! https://t.co/ozLz84g3i0— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 17, 2019 Til stendur að stækka Bruchim þorpið sem stendur á hæðunum en það var fyrst myndað árið 1991. Haim Rokach, forseti sveitarráðs Golan hæða, vonast til að á endanum verði 400 hús reist en til stendur að framkvæmdir að fyrstu 100 húsunum byrji síðar á þessu ári. „Ákvörðun forsætisráðherrans til að stofna nýja byggð á Golan hæðunum er byltingarkennd. Okkur þyrsti það,“ sagði bæjarstjórinn. Nokkur nöfn voru tilnefnd fyrir nýju byggðina og lögð fyrir ríkisnefnd til samþykktar. Hin nöfnin sem voru lögð til voru Neve Trump (Griðastaður Trumps) og Ruakh Trump (Sál Trumps). Baráttuhópar á svæðinu telja að allt að 130.000 Sýrlendingar hafi verið neyddir til að yfirgefa heimili sín árið 1967 í stríðinu sem geisaði þá og hafi ekki fengið að snúa til baka. Margir sveitabæir og þorp hafa síðan verið rudd og er enn hægt að sjá rústir steinhúsanna á ökrum í kring um hæðirnar og á þeim.Sýrlenskar flóttamannabúðir á landamærum Sýrlands og Ísrael. Golan hæðir sjást í bakgrunni.getty/Lior MizrahiÍsraelska ríkið bauð þeim nokkur þúsund Sýrlendinga sem enn eru á svæðinu ríkisborgararétt, sem flestir eru Druze Arabar, en flestir þeirra afþökkuðu það og vildu frekar vera flokkaðir sem íbúar á svæðinu. Til að festa sig í sessi hefur Ísrael reist herstöðvar og eru um 20.000 ísraelskir landnemar á svæðinu en margir þeirra hafa þar vínekrur, kúabú eða lítil ferðaþjónustufyrirtæki. Margir íbúar svæðisins eru svipaðir þeim sem tóku sér palestínskt land á Vesturbakkanum, sumir telja Gyðinga eiga rétt til landsins en hafa alltaf haft það á bak við eyrað að þeir gætu þurft að yfirgefa svæðið vegna friðarsamninga. Litlu munaði að til þess kæmi árið 2000 þegar Hafez al-Asssad, fyrrverandi forseti Sýrlands, og Ísrael virtust ætla að skrifa undir samning, sem hætt var við á síðustu stundu. Viðurkenning Trump hefur fjarlægt þessa hræðslu alveg, að yfirgefa þurfi Golan hæðir og „gefa“ Sýrlandi aftur, sagði Rokach, sem hefur búið á svæðinu í 35 ár. „Allir íbúar Golan hæða, allir, finna fyrir létti.“ Ákvörðun bandarískra yfirvalda hefur leitt til öldu framlaga og fjárfestinga frá bandarískum stuðningsmönnum, bætti hann við. Miriam og Sheldon Adelson, fjárfestar í Repúblikanaflokknum sem hafa lagt til fjárhagslegan stuðning við landnemabyggðir gyðinga á Vesturbankanum, hafa áform um að byggja 200 herbergja hótel á Golan hæðum sagði Rokach. Rokach segir það ekki skipta sig máli að Trump sé umdeildur. „Til þess er Bandarískt réttarkerfi. Ég dæmi Trump forseta fyrir það sem hann gerir fyrir Ísrael. Ég held að hann sé góður vinur,“ sagði hann.
Bandaríkin Fréttaskýringar Ísrael Sýrland Tengdar fréttir Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag. 16. júní 2019 18:12 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Sjá meira
Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag. 16. júní 2019 18:12
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent