Bráðabirgðastjórn Moldóvu fer frá og pattstöðunni lokið Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2019 23:08 Maia Sandu verður áttundi forsætisráðherra landsins frá árinu 2013. EPA Bandalag flokka, sem ýmist berjast fyrir nánari samskiptum Moldóvu við ESB eða Rússland, virðast hafa haft betur í baráttunni um völd í landinu eftir að starfandi ríkisstjórn landsins samþykkti að fara frá fyrr í dag. Þetta kemur fram í frétt Al Jazeera. Pattstaða hefur verið í moldóvskum stjórnmálum síðustu misserin eftir þingkosningarnar í febrúar þar sem enginn flokkur eða flokkabandalag náði hreinum meirihluta. Mikil spenna skapaðist svo í síðustu viku þegar tveir stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir – Sósíalistaflokkurinn, sem berst fyrir nánari samskiptum við Rússland, og ACUM, sem stefnir að ESB-aðild landsins – hófu óvænt samstarf og mynduðu nýjan meirihluta á þingi og stjórn.Tvær ríkisstjórnir starfandi Starfandi ríkisstjórn Pavel Filip forsætisráðherra, sem var við völd fyrir kosningar, neitaði hins vegar að fara frá, þannig að segja má að tvær ríkisstjórnir hafi verið starfandi í landinu á sama tíma. Sagði Filip að frestur hafi verið liðinn til að mynda nýja stjórn og dró hann þannig lögmæti stjórnar Sósíalista og ACUM í efa. Síðastliðinn sunnudag þrýsti Demókrataflokkurinn svo stjórnlagadómstól landsins til að skipa starfandi forsætisráðherra, Filip, nýjan forseta landsins. Tók hann þá sæti Igor Dodon sem er meðlimur í Sósíalistaflokknum. Fyrsta verk Filip var að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Fulltrúar Sósíalistaflokksins og ACUM fordæmdu hins vegar embættisverk Filip. Stór hluti alþjóðasamfélagsins fordæmdi sömuleiðis þá stöðu sem upp var komin í landinu.Pavel Filip hefur nú látið af embætti.EPAFyrr í dag greindi hins vegar Filip, sem tók við embætti forsætisráðherra árið 2016, að hann myndi fara frá. Hann kallaði þó nýja stjórn „ólöglega“ og sagði hana vera stjórnað af rússneskum stjórnmálum. Væri rétt nýjar kosningar færu fram í landinu við fyrsta tækifæri. „Við munum ganga í stjórnarandstöðu,“ sagði Vladimir Cebotari, varaformaður Lýðræðisflokksins, flokks Filip, í sjónvarpsviðtali fyrr í dag. „Að ríkisstjórnin fari frá er eina mögulega og lögmæta lausnin til að koma í veg fyrir stjórnmálakrísu í landinu.“„Moldóva er loksins frjáls“ Í kosningnunum í febrúar varð Sósíalistaflokkurinn, flokkur forsetans Igor Dodon, stærstur, Demókrataflokkur Filip forsætisráðherra annar, og ACUM þriðji. „Ég er með skilaboð til alls heimsins: Moldóva er loksins frjáls,“ sagði Maia Sandu, leiðtogi ACUM og nýr forsætisráðherra landsins, eftir að tilkynnt var um afsögn Filip. Sandu er áttundi forsætisráðherra landsins frá árinu 2013. Spillingarmál hafa verið áberandi í Moldóvu síðustu ár og greindi ESB frá því fyrir nokkrum mánuðum að lokað yrði á styrki til landsins vegna þessa. Fjölmargir íbúar hafa flúið land í leit að atvinnu, en Moldóva er eitt fátækasta ríki álfunnar – staðsett milli Rúmeníu og Úkraínu. Fréttaskýringar Moldóva Tengdar fréttir Pólitískt neyðarástand í Moldóvu stigmagnast Pavel Filip, bráðabirgðaforseti Moldóvu, hefur rofið þing og boðað til skyndikosninga þann 6. september. Þingið hefur lýst þingrofunum sem ólöglegum og hafa sagt ríkisstofnanir Moldóvu verið teknar með valdi. 9. júní 2019 19:51 Dómstóll vék forseta Moldóvu frá embætti Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að víkja skildi Dodon vegna misfærslna í starfi en Dodon fygldi ekki úrskurði stjórnskipunardómstóls sem kvað á um að Dodon skildi rjúfa þing boða til nýrra þingkosninga fyrir ákveðinn tíma. 9. júní 2019 09:48 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Bandalag flokka, sem ýmist berjast fyrir nánari samskiptum Moldóvu við ESB eða Rússland, virðast hafa haft betur í baráttunni um völd í landinu eftir að starfandi ríkisstjórn landsins samþykkti að fara frá fyrr í dag. Þetta kemur fram í frétt Al Jazeera. Pattstaða hefur verið í moldóvskum stjórnmálum síðustu misserin eftir þingkosningarnar í febrúar þar sem enginn flokkur eða flokkabandalag náði hreinum meirihluta. Mikil spenna skapaðist svo í síðustu viku þegar tveir stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir – Sósíalistaflokkurinn, sem berst fyrir nánari samskiptum við Rússland, og ACUM, sem stefnir að ESB-aðild landsins – hófu óvænt samstarf og mynduðu nýjan meirihluta á þingi og stjórn.Tvær ríkisstjórnir starfandi Starfandi ríkisstjórn Pavel Filip forsætisráðherra, sem var við völd fyrir kosningar, neitaði hins vegar að fara frá, þannig að segja má að tvær ríkisstjórnir hafi verið starfandi í landinu á sama tíma. Sagði Filip að frestur hafi verið liðinn til að mynda nýja stjórn og dró hann þannig lögmæti stjórnar Sósíalista og ACUM í efa. Síðastliðinn sunnudag þrýsti Demókrataflokkurinn svo stjórnlagadómstól landsins til að skipa starfandi forsætisráðherra, Filip, nýjan forseta landsins. Tók hann þá sæti Igor Dodon sem er meðlimur í Sósíalistaflokknum. Fyrsta verk Filip var að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Fulltrúar Sósíalistaflokksins og ACUM fordæmdu hins vegar embættisverk Filip. Stór hluti alþjóðasamfélagsins fordæmdi sömuleiðis þá stöðu sem upp var komin í landinu.Pavel Filip hefur nú látið af embætti.EPAFyrr í dag greindi hins vegar Filip, sem tók við embætti forsætisráðherra árið 2016, að hann myndi fara frá. Hann kallaði þó nýja stjórn „ólöglega“ og sagði hana vera stjórnað af rússneskum stjórnmálum. Væri rétt nýjar kosningar færu fram í landinu við fyrsta tækifæri. „Við munum ganga í stjórnarandstöðu,“ sagði Vladimir Cebotari, varaformaður Lýðræðisflokksins, flokks Filip, í sjónvarpsviðtali fyrr í dag. „Að ríkisstjórnin fari frá er eina mögulega og lögmæta lausnin til að koma í veg fyrir stjórnmálakrísu í landinu.“„Moldóva er loksins frjáls“ Í kosningnunum í febrúar varð Sósíalistaflokkurinn, flokkur forsetans Igor Dodon, stærstur, Demókrataflokkur Filip forsætisráðherra annar, og ACUM þriðji. „Ég er með skilaboð til alls heimsins: Moldóva er loksins frjáls,“ sagði Maia Sandu, leiðtogi ACUM og nýr forsætisráðherra landsins, eftir að tilkynnt var um afsögn Filip. Sandu er áttundi forsætisráðherra landsins frá árinu 2013. Spillingarmál hafa verið áberandi í Moldóvu síðustu ár og greindi ESB frá því fyrir nokkrum mánuðum að lokað yrði á styrki til landsins vegna þessa. Fjölmargir íbúar hafa flúið land í leit að atvinnu, en Moldóva er eitt fátækasta ríki álfunnar – staðsett milli Rúmeníu og Úkraínu.
Fréttaskýringar Moldóva Tengdar fréttir Pólitískt neyðarástand í Moldóvu stigmagnast Pavel Filip, bráðabirgðaforseti Moldóvu, hefur rofið þing og boðað til skyndikosninga þann 6. september. Þingið hefur lýst þingrofunum sem ólöglegum og hafa sagt ríkisstofnanir Moldóvu verið teknar með valdi. 9. júní 2019 19:51 Dómstóll vék forseta Moldóvu frá embætti Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að víkja skildi Dodon vegna misfærslna í starfi en Dodon fygldi ekki úrskurði stjórnskipunardómstóls sem kvað á um að Dodon skildi rjúfa þing boða til nýrra þingkosninga fyrir ákveðinn tíma. 9. júní 2019 09:48 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Sjá meira
Pólitískt neyðarástand í Moldóvu stigmagnast Pavel Filip, bráðabirgðaforseti Moldóvu, hefur rofið þing og boðað til skyndikosninga þann 6. september. Þingið hefur lýst þingrofunum sem ólöglegum og hafa sagt ríkisstofnanir Moldóvu verið teknar með valdi. 9. júní 2019 19:51
Dómstóll vék forseta Moldóvu frá embætti Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að víkja skildi Dodon vegna misfærslna í starfi en Dodon fygldi ekki úrskurði stjórnskipunardómstóls sem kvað á um að Dodon skildi rjúfa þing boða til nýrra þingkosninga fyrir ákveðinn tíma. 9. júní 2019 09:48