Þúsundir ábendinga um óleyfilega heimagistingu og fjöldi mála áframsendur til skattrannsóknarstjóra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. júní 2019 19:30 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu var falið að efla eftirlit með heimagistingu síðasta sumar en um var að ræða átaksverkefni. Starfsfólki var falið að gera vettvangsrannsóknir í kjölfar ábendinga eða af eigin frumkvæði. Sýslumaður áætlar að dregið hafi úr óskráðri og óleyfilegri skammtímaleigu um tæpan þriðjung frá því að átakið hófst. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála er afar ánægð með hversu vel hefur tekist til. Skráningarhlutfall húsnæðis var 15% og með þessari aukningu nú er það komið upp í 50% þannig að átakið hefur skilað mjög miklum árangri. En auðvitað viljum við ná árangrinum uppí 100%,“ segir Þórdís.Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hóf rannsóknir í september í fyrra og frá þeim tíma hafa borist yfir 3000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu, 455 mál hafa verið stofnuð, 396 vettvangsheimsóknir framkvæmda og 71 máli lokið með stjórnvaldssektum. Þá hafa 59 mál verið áframsend á lögreglu vegna brota á rekstrarleyfisskyldu. Tugir mála eru til meðferðar sem verður að óbreyttu lokið með álagningu stjórnvaldssekta. Upplýsingar um 420 fasteignir í eigu einstaklinga og lögaðila hafa verið sendar á skattrannsóknaryfirvöld í tengslum við eftirlit með gististarfsemi og 68 áskoranir hafa sendar á aðila vegna minniháttar brota á lögum. Eftir að eftirlitið var aukið hefur fjöldi skráðra heimagistinga næstum tvöfaldast og það sem af er þessu ári eru þær um 1750 talsins.Frá ársbyrjun 2018 hefur sýslumaður innheimt yfir þrjátíu milljónir króna í skráningargjöld vegna skráðra heimagistinga og þá eru fyrirhugaðar og álagðar sektir um tæplega 106 milljónir króna. Átakið hefur gengið það vel að ákveðið hefur verið að það verði til frambúðar og þá voru lög hert í vor. „Ég er að forgangsraða fjármunum hér í ráðuneytinu svo þetta verði ekki bara átaksverkefni heldur viðvarandi eftirlit með heimagistingu,“ segir Þórdís Kolbrún. Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Sjá meira
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Ráðherra segir þetta mun meiri árangur en búist hafi verið við og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu var falið að efla eftirlit með heimagistingu síðasta sumar en um var að ræða átaksverkefni. Starfsfólki var falið að gera vettvangsrannsóknir í kjölfar ábendinga eða af eigin frumkvæði. Sýslumaður áætlar að dregið hafi úr óskráðri og óleyfilegri skammtímaleigu um tæpan þriðjung frá því að átakið hófst. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála er afar ánægð með hversu vel hefur tekist til. Skráningarhlutfall húsnæðis var 15% og með þessari aukningu nú er það komið upp í 50% þannig að átakið hefur skilað mjög miklum árangri. En auðvitað viljum við ná árangrinum uppí 100%,“ segir Þórdís.Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hóf rannsóknir í september í fyrra og frá þeim tíma hafa borist yfir 3000 ábendingar um óleyfilega skammtímaleigu, 455 mál hafa verið stofnuð, 396 vettvangsheimsóknir framkvæmda og 71 máli lokið með stjórnvaldssektum. Þá hafa 59 mál verið áframsend á lögreglu vegna brota á rekstrarleyfisskyldu. Tugir mála eru til meðferðar sem verður að óbreyttu lokið með álagningu stjórnvaldssekta. Upplýsingar um 420 fasteignir í eigu einstaklinga og lögaðila hafa verið sendar á skattrannsóknaryfirvöld í tengslum við eftirlit með gististarfsemi og 68 áskoranir hafa sendar á aðila vegna minniháttar brota á lögum. Eftir að eftirlitið var aukið hefur fjöldi skráðra heimagistinga næstum tvöfaldast og það sem af er þessu ári eru þær um 1750 talsins.Frá ársbyrjun 2018 hefur sýslumaður innheimt yfir þrjátíu milljónir króna í skráningargjöld vegna skráðra heimagistinga og þá eru fyrirhugaðar og álagðar sektir um tæplega 106 milljónir króna. Átakið hefur gengið það vel að ákveðið hefur verið að það verði til frambúðar og þá voru lög hert í vor. „Ég er að forgangsraða fjármunum hér í ráðuneytinu svo þetta verði ekki bara átaksverkefni heldur viðvarandi eftirlit með heimagistingu,“ segir Þórdís Kolbrún.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Sjá meira