Mikil fólksfækkun í Evrópu til 2100 Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júní 2019 06:00 Meðalaldur í Evrópu er hár og er von á fólksfækkun. Nordicphotos/AFP Íbúar Evrópu verða um 630 milljónir árið 2100. Það er 117 milljónum færra en í ár. Þetta er á meðal þess sem kom fram í nýrri mannfjöldaskýrslu sem mannfjöldadeild Sameinuðu þjóðanna birti fyrr í vikunni. Hins vegar mun íbúum heims fjölga talsvert heilt yfir. Búist er við því að jarðarbúar verði 9,7 milljarðar um miðja öld og að fjölgunin muni ná hápunkti árið 2100, verða 10,9 milljarðar. Á meðan Evrópubúum mun fækka er talið að það verði fólksfjöldasprenging í Afríku sunnan Sahara. Þar gæti fólksfjöldi tvöfaldast á næstu þrjátíu árum. Indverjum heldur áfram að fjölga og verður þjóðin sú fjölmennasta í heimi í kringum árið 2027. Fæðingartíðni í heiminum hefur lækkað undanfarna áratugi og lítur því út, eins og áður segir, að fjölgunin toppi um næstu aldamót. Meðalkonan átti 3,2 börn árið 1990, 2,5 barn í ár og um miðja öld mun talan standa í 2,2. Ríki Evrópusambandsins og Japan hafa verið á undan þessari þróun og er fæðingatíðni þar vel undir þeim 2,1 sem sagt er nauðsynlegt til að viðhalda fólksfjölda í skýrslunni. Fæðingartíðni í Evrópusambandinu er um 1,6 og um 1,8 í Japan. Á Íslandi stóð talan í 1,7 á síðasta ári. Þessi þróun sem nú þegar má greina í Evrópu, Japan og víðar þýðir að samfélög verða eldri. Samkvæmt skýrslu sem framkvæmdastjórn ESB birti á síðasta ári er horft fram á að fólki á milli fimmtán og 64 ára, það er að segja sá hluti samfélagsins sem tekur hvað virkastan þátt í atvinnulífinu, muni fækka úr 333 milljónum árið 2016 í 292 milljónir árið 2070. „Spár gera ráð fyrir því að fjárhagsleg áhrif þessa verði mikil fyrir öll aðildarríki og að áhrifin verði strax ljós á næstu tveimur áratugum. Innan Evrópusambandsins er búist við því að heildarkostnaður öldrunar, það er eftirlaunagreiðslna, heilbrigðisþjónustu, menntunar og atvinnuleysisbóta, aukist um um 1,7 prósentustig og verði því 26,7 prósent af vergri landsframleiðslu,“ sagði í tilkynningu um þá skýrslu. Þessi lága fæðingartíðni og hækkandi meðalaldur hefur í för með sér, samkvæmt umfjöllun The New York Times um skýrslu SÞ, erfiðleika við að viðhalda grunnstoðum velferðarkerfis vegna þess aukna álags sem von er á. Og að því er kemur fram í umfjöllun Sameinuðu þjóðanna um þau vandamál sem fylgja öldrun samfélaga er um að ræða eina stærstu breytingu 21. aldarinnar „sem hefur áhrif á nærri öll svið samfélagsins, þar á meðal atvinnumál, fjármálakerfi og eftirspurn eftir vörum og þjónustu“. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaunin Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Íbúar Evrópu verða um 630 milljónir árið 2100. Það er 117 milljónum færra en í ár. Þetta er á meðal þess sem kom fram í nýrri mannfjöldaskýrslu sem mannfjöldadeild Sameinuðu þjóðanna birti fyrr í vikunni. Hins vegar mun íbúum heims fjölga talsvert heilt yfir. Búist er við því að jarðarbúar verði 9,7 milljarðar um miðja öld og að fjölgunin muni ná hápunkti árið 2100, verða 10,9 milljarðar. Á meðan Evrópubúum mun fækka er talið að það verði fólksfjöldasprenging í Afríku sunnan Sahara. Þar gæti fólksfjöldi tvöfaldast á næstu þrjátíu árum. Indverjum heldur áfram að fjölga og verður þjóðin sú fjölmennasta í heimi í kringum árið 2027. Fæðingartíðni í heiminum hefur lækkað undanfarna áratugi og lítur því út, eins og áður segir, að fjölgunin toppi um næstu aldamót. Meðalkonan átti 3,2 börn árið 1990, 2,5 barn í ár og um miðja öld mun talan standa í 2,2. Ríki Evrópusambandsins og Japan hafa verið á undan þessari þróun og er fæðingatíðni þar vel undir þeim 2,1 sem sagt er nauðsynlegt til að viðhalda fólksfjölda í skýrslunni. Fæðingartíðni í Evrópusambandinu er um 1,6 og um 1,8 í Japan. Á Íslandi stóð talan í 1,7 á síðasta ári. Þessi þróun sem nú þegar má greina í Evrópu, Japan og víðar þýðir að samfélög verða eldri. Samkvæmt skýrslu sem framkvæmdastjórn ESB birti á síðasta ári er horft fram á að fólki á milli fimmtán og 64 ára, það er að segja sá hluti samfélagsins sem tekur hvað virkastan þátt í atvinnulífinu, muni fækka úr 333 milljónum árið 2016 í 292 milljónir árið 2070. „Spár gera ráð fyrir því að fjárhagsleg áhrif þessa verði mikil fyrir öll aðildarríki og að áhrifin verði strax ljós á næstu tveimur áratugum. Innan Evrópusambandsins er búist við því að heildarkostnaður öldrunar, það er eftirlaunagreiðslna, heilbrigðisþjónustu, menntunar og atvinnuleysisbóta, aukist um um 1,7 prósentustig og verði því 26,7 prósent af vergri landsframleiðslu,“ sagði í tilkynningu um þá skýrslu. Þessi lága fæðingartíðni og hækkandi meðalaldur hefur í för með sér, samkvæmt umfjöllun The New York Times um skýrslu SÞ, erfiðleika við að viðhalda grunnstoðum velferðarkerfis vegna þess aukna álags sem von er á. Og að því er kemur fram í umfjöllun Sameinuðu þjóðanna um þau vandamál sem fylgja öldrun samfélaga er um að ræða eina stærstu breytingu 21. aldarinnar „sem hefur áhrif á nærri öll svið samfélagsins, þar á meðal atvinnumál, fjármálakerfi og eftirspurn eftir vörum og þjónustu“.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaunin Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira