Mikil fólksfækkun í Evrópu til 2100 Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júní 2019 06:00 Meðalaldur í Evrópu er hár og er von á fólksfækkun. Nordicphotos/AFP Íbúar Evrópu verða um 630 milljónir árið 2100. Það er 117 milljónum færra en í ár. Þetta er á meðal þess sem kom fram í nýrri mannfjöldaskýrslu sem mannfjöldadeild Sameinuðu þjóðanna birti fyrr í vikunni. Hins vegar mun íbúum heims fjölga talsvert heilt yfir. Búist er við því að jarðarbúar verði 9,7 milljarðar um miðja öld og að fjölgunin muni ná hápunkti árið 2100, verða 10,9 milljarðar. Á meðan Evrópubúum mun fækka er talið að það verði fólksfjöldasprenging í Afríku sunnan Sahara. Þar gæti fólksfjöldi tvöfaldast á næstu þrjátíu árum. Indverjum heldur áfram að fjölga og verður þjóðin sú fjölmennasta í heimi í kringum árið 2027. Fæðingartíðni í heiminum hefur lækkað undanfarna áratugi og lítur því út, eins og áður segir, að fjölgunin toppi um næstu aldamót. Meðalkonan átti 3,2 börn árið 1990, 2,5 barn í ár og um miðja öld mun talan standa í 2,2. Ríki Evrópusambandsins og Japan hafa verið á undan þessari þróun og er fæðingatíðni þar vel undir þeim 2,1 sem sagt er nauðsynlegt til að viðhalda fólksfjölda í skýrslunni. Fæðingartíðni í Evrópusambandinu er um 1,6 og um 1,8 í Japan. Á Íslandi stóð talan í 1,7 á síðasta ári. Þessi þróun sem nú þegar má greina í Evrópu, Japan og víðar þýðir að samfélög verða eldri. Samkvæmt skýrslu sem framkvæmdastjórn ESB birti á síðasta ári er horft fram á að fólki á milli fimmtán og 64 ára, það er að segja sá hluti samfélagsins sem tekur hvað virkastan þátt í atvinnulífinu, muni fækka úr 333 milljónum árið 2016 í 292 milljónir árið 2070. „Spár gera ráð fyrir því að fjárhagsleg áhrif þessa verði mikil fyrir öll aðildarríki og að áhrifin verði strax ljós á næstu tveimur áratugum. Innan Evrópusambandsins er búist við því að heildarkostnaður öldrunar, það er eftirlaunagreiðslna, heilbrigðisþjónustu, menntunar og atvinnuleysisbóta, aukist um um 1,7 prósentustig og verði því 26,7 prósent af vergri landsframleiðslu,“ sagði í tilkynningu um þá skýrslu. Þessi lága fæðingartíðni og hækkandi meðalaldur hefur í för með sér, samkvæmt umfjöllun The New York Times um skýrslu SÞ, erfiðleika við að viðhalda grunnstoðum velferðarkerfis vegna þess aukna álags sem von er á. Og að því er kemur fram í umfjöllun Sameinuðu þjóðanna um þau vandamál sem fylgja öldrun samfélaga er um að ræða eina stærstu breytingu 21. aldarinnar „sem hefur áhrif á nærri öll svið samfélagsins, þar á meðal atvinnumál, fjármálakerfi og eftirspurn eftir vörum og þjónustu“. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Sjá meira
Íbúar Evrópu verða um 630 milljónir árið 2100. Það er 117 milljónum færra en í ár. Þetta er á meðal þess sem kom fram í nýrri mannfjöldaskýrslu sem mannfjöldadeild Sameinuðu þjóðanna birti fyrr í vikunni. Hins vegar mun íbúum heims fjölga talsvert heilt yfir. Búist er við því að jarðarbúar verði 9,7 milljarðar um miðja öld og að fjölgunin muni ná hápunkti árið 2100, verða 10,9 milljarðar. Á meðan Evrópubúum mun fækka er talið að það verði fólksfjöldasprenging í Afríku sunnan Sahara. Þar gæti fólksfjöldi tvöfaldast á næstu þrjátíu árum. Indverjum heldur áfram að fjölga og verður þjóðin sú fjölmennasta í heimi í kringum árið 2027. Fæðingartíðni í heiminum hefur lækkað undanfarna áratugi og lítur því út, eins og áður segir, að fjölgunin toppi um næstu aldamót. Meðalkonan átti 3,2 börn árið 1990, 2,5 barn í ár og um miðja öld mun talan standa í 2,2. Ríki Evrópusambandsins og Japan hafa verið á undan þessari þróun og er fæðingatíðni þar vel undir þeim 2,1 sem sagt er nauðsynlegt til að viðhalda fólksfjölda í skýrslunni. Fæðingartíðni í Evrópusambandinu er um 1,6 og um 1,8 í Japan. Á Íslandi stóð talan í 1,7 á síðasta ári. Þessi þróun sem nú þegar má greina í Evrópu, Japan og víðar þýðir að samfélög verða eldri. Samkvæmt skýrslu sem framkvæmdastjórn ESB birti á síðasta ári er horft fram á að fólki á milli fimmtán og 64 ára, það er að segja sá hluti samfélagsins sem tekur hvað virkastan þátt í atvinnulífinu, muni fækka úr 333 milljónum árið 2016 í 292 milljónir árið 2070. „Spár gera ráð fyrir því að fjárhagsleg áhrif þessa verði mikil fyrir öll aðildarríki og að áhrifin verði strax ljós á næstu tveimur áratugum. Innan Evrópusambandsins er búist við því að heildarkostnaður öldrunar, það er eftirlaunagreiðslna, heilbrigðisþjónustu, menntunar og atvinnuleysisbóta, aukist um um 1,7 prósentustig og verði því 26,7 prósent af vergri landsframleiðslu,“ sagði í tilkynningu um þá skýrslu. Þessi lága fæðingartíðni og hækkandi meðalaldur hefur í för með sér, samkvæmt umfjöllun The New York Times um skýrslu SÞ, erfiðleika við að viðhalda grunnstoðum velferðarkerfis vegna þess aukna álags sem von er á. Og að því er kemur fram í umfjöllun Sameinuðu þjóðanna um þau vandamál sem fylgja öldrun samfélaga er um að ræða eina stærstu breytingu 21. aldarinnar „sem hefur áhrif á nærri öll svið samfélagsins, þar á meðal atvinnumál, fjármálakerfi og eftirspurn eftir vörum og þjónustu“.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Sjá meira