Innlent

Talin hafa sent átta burðar­dýr til landsins með kókaín í nær­buxunum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Rússneskt par hefur verið ákært fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa fengið átta einstaklinga til að flytja inn tvö og hálft kíló af kókaíni innanklæða í nærbuxum þeirra.
Rússneskt par hefur verið ákært fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa fengið átta einstaklinga til að flytja inn tvö og hálft kíló af kókaíni innanklæða í nærbuxum þeirra. Vísir/Vilhelm
Rússneskt par hefur verið ákært fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa fengið átta einstaklinga til að flytja inn tvö og hálft kíló af kókaíni innanklæða í nærbuxum þeirra.

Um var að ræða fimm ferðir sem farnar voru á tímabilinu frá 25. júlí 2017 til 5. september 2018.

Þetta kemur fram í ákæru á hendur manninum, sem vísað er til í vikugömlum Landsréttarúrskurði þar sem gæsluvarðhald yfir honum var framlengt. RÚV greindi fyrst frá málinu í dag.

Fólkinu er einnig gefið að sök að hafa í ágúst árið 2017 reynt að flytja rúm 550 grömm af kókaíni hingað til lands, falin í barnakerru. Fíkniefnin voru haldlögð í Þýskalandi.

Þá er rakið í ákærunni að maðurinn hafi yfirgefið landið í janúar 2017 og ekkert spurst til hans fyrr en í desember 2018 þegar hann var handtekinn í Leifsstöð. Svo virðist sem maðurinn hafi komið hingað til lands með skilríkjum annars manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×