Epstein, sem sakaður er um að hafa beitt mikinn fjölda stúlkna undir lögaldri kynferðisofbeldi og greitt þeim fyrir að finna ný fórnarlömb, slapp frá lengri fangelsisvist vegna samskonar mála árið 2008 þegar hann samdi við yfirvöld árið 2008.
Epstein samdi við saksóknarann í Miami í Flórída um að alríkisákærur yrði felldar niður en í stað þess skyldi Epstein gangast við ríkisákærum og verja 13 mánuðum í fangelsi. Saksóknarinn sem sá um samninginn var Alexander Acosta.
Samdi án þess að láta fórnarlömb Epstein vita
Bandaríkjaforseti, Donald Trump, greindi frá þessu fyrir utan Hvíta húsið í Washington í dag, með Acosta sér við hlið. Trump sagði eftirsjá af Acosta sem hafi verið afbragðs atvinnumálaráðherra. Þá tók Trump það fram að hann hafi ekki beðið Acosta um að stíga til hliðar. Acosta sagði að það væri ekki rétt að láta málaflokkinn líða fyrir þá gagnrýni sem hann hlyti. Frekar skyldi hann stíga til hliðar en ekki geta sinnt starfi sínu að fullu.Afsögnin fer formlega í gegn að sjö dögum liðnum.
Frá því að umræðan um samning Acosta og Epstein árið 2008 blossaði upp að nýju hafa þingmenn úr röðum Demókrataflokksins sí og æ kallað eftir afsögn ráðherrans. Sögðu þingmenn samninginn hafa verið ólöglegan vegna formgalla en Acosta mun ekki hafa látið fórnarlömb Epstein vita af samningnum þegar hann var gerður.
Trump og Acosta höfðu báðir á undanförnum dögum varið Atvinnumálaráðherrann og hvatti forsetinn Acosta til þess að útskýra gjörðir sínar á blaðamannafundi sem hann og gerði. Þar sagði Acosta að hann og starfsfólk hans hafi gert það rétta í stöðunni og hafi gert það sem þurfti til þess að koma Epstein á bak við lás og slá.
Spurður hvort hann sæi eftir atburðunum 2008 sagði Acosta: „Það eru tólf ár liðin og margt búið að gerast, heimurinn í dag er gjörólíkur þeim árið 2008.“
Ánægður með að Epstein fari aftur á bak við lás og slá
Þegar ákærur á hendur Epstein voru birtar af saksóknurum í New York í vikunni sagðist Acosta vera ánægður með ákvörðun saksóknara. Á Twitter síðu sinni sagði Acosta að glæpir Epstein væru hræðilegir.The crimes committed by Epstein are horrific, and I am pleased that NY prosecutors are moving forward with a case based on new evidence.
— Secretary Acosta (@SecretaryAcosta) July 9, 2019
With the evidence available more than a decade ago, federal prosecutors insisted that Epstein go to jail, register as a sex offender and put the world on notice that he was a sexual predator.
— Secretary Acosta (@SecretaryAcosta) July 9, 2019
Now that new evidence and additional testimony is available, the NY prosecution offers an important opportunity to more fully bring him to justice.
— Secretary Acosta (@SecretaryAcosta) July 9, 2019
Thank you, @POTUS. pic.twitter.com/Q9bxwmzKQM
— Secretary Acosta (@SecretaryAcosta) July 12, 2019