Segist hafa reynt að koma í veg fyrir að Epstein gengi laus Kjartan Kjartansson skrifar 10. júlí 2019 22:55 Acosta vildi ekki svara því beint hvort hann sæi eftir ákvörðuninni um að fella ákæruna á hendur Epstein niður. AP/Alex Brandon Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna reyndi að verja ákvarðanir sínar í máli Jeffrey Epstein sem sakaður er um mansal á táningsstúlkum þegar hann var saksóknari á Flórída fyrir áratug á blaðamannafundi í dag. Ráðherrann segist hafa náð ítrustu refsingu yfir Epstein sem möguleg var á þeim tíma. Epstein, fyrrverandi vogunarsjóðsstjóri, var handtekinn á laugardag og ákærður fyrir mansal og misnotkun á stúlkum undir lögaldri í New York og á Flórída. Sakirnar sem eru bornar upp á hann eru sambærilegar við þær sem til stóð að ákæra hann fyrir á Flórída fyrir rúmum tíu árum. Alexander Acosta, núverandi atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, var þá alríkissaksóknari og það var hann sem ákvað að semja við Epstein um að falla frá ítarlegri ákæru vegna mansals gegn því að hann játaði á sig vægara brot árið 2008. Epstein hefði að öðrum kosti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Epstein játaði í staðinn að hafa falast eftir vændi frá stúlkum undir lögaldri og fékk að afplána þrettán mánaða fangelsisdóm í sýslufangelsi frekar en alríkisfangelsi. Þar fékk hann meðal annars leyfi til að vinna á skrifstofu utan fangelsisins. Ásakanir hafa verið uppi um að auðævi og áhrif Epstein hafi komið honum undan frekari afleiðingum brota sinna.Epstein er sakaður um að hafa tælt til sín unglingsstúlkur sem hann misnotaði síðan. Hann greiddi stúlkunum til að finna fleiri ung fórnarlömb.Vísir/GettyBað fórnarlömbin ekki afsökunar „Við vildum sjá Epstein fara í fangelsi. Hann þurfti að fara í fangelsi,“ sagði Acosta á blaðamannafundi í Washington-borg í dag þar sem hann reyndi að bera hönd fyrir höfuð sér vegna gagnrýninnar sem hann hefur sætt. „Við teljum að við höfum farið fram á viðeigandi hátt,“ sagði ráðherrann sem fullyrti að hann hafi reynt að gera það rétta fyrir fórnarlömb Epstein. Bandarískir fjölmiðlar hafa engu að síður greint frá því að Acosta hafi gert samkomulagið við Epstein án þess að tilkynna fórnarlömbum hans sem kærðu brotin um það áður eins og lög kváðu á um. Þau fengu þannig ekki tækifæri til að mótmæla samkomulaginu fyrir dómi. Dómari á Flórída úrskurðaði fyrr á þessu ári að samkomulagið hafi brotið réttindi fórnarlambanna. Samkomulagið fríaði einnig mögulega samverkamenn Epstein frá saksókn. Acosta bað fórnarlömbin ekki afsökunar á blaðamannafundinum í dag og gaf í skyn að viðhorf í samfélaginu hafi breyst eftir metoo-byltinguna, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við höfum nú tólf ár af þekkingu og eftirhyggju og við búum í mjög breyttum heimi. Í dag kemur heimurinn fram við fórnarlömb á mjög, mjög ólíkan hátt,“ fullyrti Acosta. Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur boðað Acosta til að bera vitni um samkomulagið við Epstein síðar í þessum mánuði. Bandaríkin Jeffrey Epstein MeToo Tengdar fréttir Krefjast afsagnar atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna Háværar raddir eru nú uppi um að Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, segi af sér vegna aðkomu hans að máli Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum. 9. júlí 2019 23:48 Epstein kveðst saklaus Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein sem hefur verið ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði auk fleiri brota, kveðst saklaus og lýsti því fyrir dómstólum í dag. 8. júlí 2019 22:23 Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32 Bandarískur milljarðamæringur ákærður fyrir barnamansal Epstein, sem er 66 ára gamall, hefur áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum. 7. júlí 2019 13:08 Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna reyndi að verja ákvarðanir sínar í máli Jeffrey Epstein sem sakaður er um mansal á táningsstúlkum þegar hann var saksóknari á Flórída fyrir áratug á blaðamannafundi í dag. Ráðherrann segist hafa náð ítrustu refsingu yfir Epstein sem möguleg var á þeim tíma. Epstein, fyrrverandi vogunarsjóðsstjóri, var handtekinn á laugardag og ákærður fyrir mansal og misnotkun á stúlkum undir lögaldri í New York og á Flórída. Sakirnar sem eru bornar upp á hann eru sambærilegar við þær sem til stóð að ákæra hann fyrir á Flórída fyrir rúmum tíu árum. Alexander Acosta, núverandi atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, var þá alríkissaksóknari og það var hann sem ákvað að semja við Epstein um að falla frá ítarlegri ákæru vegna mansals gegn því að hann játaði á sig vægara brot árið 2008. Epstein hefði að öðrum kosti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Epstein játaði í staðinn að hafa falast eftir vændi frá stúlkum undir lögaldri og fékk að afplána þrettán mánaða fangelsisdóm í sýslufangelsi frekar en alríkisfangelsi. Þar fékk hann meðal annars leyfi til að vinna á skrifstofu utan fangelsisins. Ásakanir hafa verið uppi um að auðævi og áhrif Epstein hafi komið honum undan frekari afleiðingum brota sinna.Epstein er sakaður um að hafa tælt til sín unglingsstúlkur sem hann misnotaði síðan. Hann greiddi stúlkunum til að finna fleiri ung fórnarlömb.Vísir/GettyBað fórnarlömbin ekki afsökunar „Við vildum sjá Epstein fara í fangelsi. Hann þurfti að fara í fangelsi,“ sagði Acosta á blaðamannafundi í Washington-borg í dag þar sem hann reyndi að bera hönd fyrir höfuð sér vegna gagnrýninnar sem hann hefur sætt. „Við teljum að við höfum farið fram á viðeigandi hátt,“ sagði ráðherrann sem fullyrti að hann hafi reynt að gera það rétta fyrir fórnarlömb Epstein. Bandarískir fjölmiðlar hafa engu að síður greint frá því að Acosta hafi gert samkomulagið við Epstein án þess að tilkynna fórnarlömbum hans sem kærðu brotin um það áður eins og lög kváðu á um. Þau fengu þannig ekki tækifæri til að mótmæla samkomulaginu fyrir dómi. Dómari á Flórída úrskurðaði fyrr á þessu ári að samkomulagið hafi brotið réttindi fórnarlambanna. Samkomulagið fríaði einnig mögulega samverkamenn Epstein frá saksókn. Acosta bað fórnarlömbin ekki afsökunar á blaðamannafundinum í dag og gaf í skyn að viðhorf í samfélaginu hafi breyst eftir metoo-byltinguna, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við höfum nú tólf ár af þekkingu og eftirhyggju og við búum í mjög breyttum heimi. Í dag kemur heimurinn fram við fórnarlömb á mjög, mjög ólíkan hátt,“ fullyrti Acosta. Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur boðað Acosta til að bera vitni um samkomulagið við Epstein síðar í þessum mánuði.
Bandaríkin Jeffrey Epstein MeToo Tengdar fréttir Krefjast afsagnar atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna Háværar raddir eru nú uppi um að Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, segi af sér vegna aðkomu hans að máli Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum. 9. júlí 2019 23:48 Epstein kveðst saklaus Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein sem hefur verið ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði auk fleiri brota, kveðst saklaus og lýsti því fyrir dómstólum í dag. 8. júlí 2019 22:23 Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32 Bandarískur milljarðamæringur ákærður fyrir barnamansal Epstein, sem er 66 ára gamall, hefur áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum. 7. júlí 2019 13:08 Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Krefjast afsagnar atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna Háværar raddir eru nú uppi um að Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, segi af sér vegna aðkomu hans að máli Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður er um mansal á ungum stúlkum. 9. júlí 2019 23:48
Epstein kveðst saklaus Bandaríski milljarðamæringurinn Jeffrey Epstein sem hefur verið ákærður fyrir mansal á tugum stúlkna sem hann misnotaði auk fleiri brota, kveðst saklaus og lýsti því fyrir dómstólum í dag. 8. júlí 2019 22:23
Segir Epstein hafa nauðgað sér þegar hún var fimmtán ára Jennifer Araoz var fjórtán ára gömul þegar hún var kynnt fyrir bandaríska milljarðamæringnum Jeffrey Epstein. 10. júlí 2019 16:32
Bandarískur milljarðamæringur ákærður fyrir barnamansal Epstein, sem er 66 ára gamall, hefur áður verið sakaður um misnotkun á stúlkum. 7. júlí 2019 13:08
Greiddi fórnarlömbum sínum til að finna fleiri Ákæra gegn Jeffrey Epstein, milljarðamæringi og vini tveggja Bandaríkjaforseta, var opinberuð í New York í dag. 8. júlí 2019 14:16