Róttækari og hófsamari demókratar tókust á í kappræðum Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2019 11:07 Sanders (t.v.) og Warren (t.h.) vörðu róttækar hugmyndir sínar um opinbera heilbrigðisþjónustu í kappræðunum. AP/Paul Sancya Heilbrigðismál voru helsta bitbein miðjumanna og róttækari demókrata í öðrum sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvali flokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar í gærkvöldi. Róttækari frambjóðendur eins og Elizabeth Warren og Bernie Sanders vörðu þar hugmyndir sínar um opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Sanders og Warren hafa verið helstu talsmenn þess að útvíkka opinberu heilbrigðisþjónustuna Medicare til allra landsmanna sem hana vilja. Medicare veitir nú aðeins eldri borgurum og fötluðu yngra fólki sjúkratryggingu. Með áætlun þeirra væru einkasjúkratryggingar felldar niður og allir landsmenn yrðu tryggðir af hinu opinbera. Deildar skoðanir eru innan flokksins um ágæti þeirra hugmynda. Sumir óttast að stefnan sé of róttæk og eigi eftir að færa repúblikönum vopn í hendur sem geti sakað flokkinn um að boða sósíalisma. „Þau fara um og segja hálfu landinu að heilbrigðisþjónustan þeirra sé ólögleg,“ sagði miðjumaðurinn John Delaney, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Maryland, um hugmyndir róttækari frambjóðendanna.Pete Buttigieg sagði samherjunum sínum að hætta að fást um hvernig repúblikanar eigi eftir að ráðast á þá fyrir forsetakosningarnar.AP/Paul SancyaSegir andstæðinga sína hrædda við stórar hugmyndir „Ég skil ekki hvers vegna einhver hefur fyrir því að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna til þess eins að tala um fyrir hverju við getum ekki og ættum ekki að berjast,“ sagði Warren um varnaðarorð annarra frambjóðenda um að áhersla á róttæka uppstokkun heilbrigðiskerfisins geti kostað flokkinn atkvæði í forsetakosningunum. Sanders tók í sama streng. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á demókrötum sem eru hræddir við stórar hugmyndir,“ sagði óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont sem er ekki í Demókrataflokknum sjálfur. Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri frá South Bend í Indiana og yngsti frambjóðandinn í forvalinu, hvatti flokkssystkini sín til að hætta að deila innbyrðis. Demókratar ættu að hætta að hafa áhyggjur af því hvað repúblikanar muni segja um þá. „Það er satt ef við tökum upp öfgavinstri stefnumál eiga þeir eftir að kalla okkur hóp klikkaðra sósíalista. Ef við tökum upp íhaldssömu stefnumál vitið þið hvað þeir eiga eftir að gera? Þeir eiga eftir að segja að við séum hópur klikkaðra sósíalista. Tökum því afstöðu með réttu stefnumálunum, förum út og verjum þau,“ sagði Buttigieg. Alls taka tuttugu frambjóðendur í forvalinu þátt í sjónvarpskappræðunum í Detroit. Þeim er skipt upp í tvö kvöld. Tíu frambjóðendur rökræddu í gærkvöldi og hinir tíu koma fram í kvöld. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, eru vinsælustu frambjóðendurnir í könnunum sem taka þátt í kvöld. Fjöldinn sem fær að taka þátt í sjónvarpskappræðunum verður skorinn niður fyrir þær næstu. Þá verða gerðar strangari kröfur um stuðning í skoðanakönnunum og fjáröflun til að frambjóðendur teljist gjaldgengir í kappræðurnar.Tíu frambjóðendur stigu á stokk í gær. Ekki eiga allir þeirra eftir að komast í næstu umferð kappræðnanna.AP/Paul Sancya Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Heilbrigðismál voru helsta bitbein miðjumanna og róttækari demókrata í öðrum sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvali flokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar í gærkvöldi. Róttækari frambjóðendur eins og Elizabeth Warren og Bernie Sanders vörðu þar hugmyndir sínar um opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Sanders og Warren hafa verið helstu talsmenn þess að útvíkka opinberu heilbrigðisþjónustuna Medicare til allra landsmanna sem hana vilja. Medicare veitir nú aðeins eldri borgurum og fötluðu yngra fólki sjúkratryggingu. Með áætlun þeirra væru einkasjúkratryggingar felldar niður og allir landsmenn yrðu tryggðir af hinu opinbera. Deildar skoðanir eru innan flokksins um ágæti þeirra hugmynda. Sumir óttast að stefnan sé of róttæk og eigi eftir að færa repúblikönum vopn í hendur sem geti sakað flokkinn um að boða sósíalisma. „Þau fara um og segja hálfu landinu að heilbrigðisþjónustan þeirra sé ólögleg,“ sagði miðjumaðurinn John Delaney, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Maryland, um hugmyndir róttækari frambjóðendanna.Pete Buttigieg sagði samherjunum sínum að hætta að fást um hvernig repúblikanar eigi eftir að ráðast á þá fyrir forsetakosningarnar.AP/Paul SancyaSegir andstæðinga sína hrædda við stórar hugmyndir „Ég skil ekki hvers vegna einhver hefur fyrir því að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna til þess eins að tala um fyrir hverju við getum ekki og ættum ekki að berjast,“ sagði Warren um varnaðarorð annarra frambjóðenda um að áhersla á róttæka uppstokkun heilbrigðiskerfisins geti kostað flokkinn atkvæði í forsetakosningunum. Sanders tók í sama streng. „Ég er orðinn svolítið þreyttur á demókrötum sem eru hræddir við stórar hugmyndir,“ sagði óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont sem er ekki í Demókrataflokknum sjálfur. Pete Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri frá South Bend í Indiana og yngsti frambjóðandinn í forvalinu, hvatti flokkssystkini sín til að hætta að deila innbyrðis. Demókratar ættu að hætta að hafa áhyggjur af því hvað repúblikanar muni segja um þá. „Það er satt ef við tökum upp öfgavinstri stefnumál eiga þeir eftir að kalla okkur hóp klikkaðra sósíalista. Ef við tökum upp íhaldssömu stefnumál vitið þið hvað þeir eiga eftir að gera? Þeir eiga eftir að segja að við séum hópur klikkaðra sósíalista. Tökum því afstöðu með réttu stefnumálunum, förum út og verjum þau,“ sagði Buttigieg. Alls taka tuttugu frambjóðendur í forvalinu þátt í sjónvarpskappræðunum í Detroit. Þeim er skipt upp í tvö kvöld. Tíu frambjóðendur rökræddu í gærkvöldi og hinir tíu koma fram í kvöld. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, eru vinsælustu frambjóðendurnir í könnunum sem taka þátt í kvöld. Fjöldinn sem fær að taka þátt í sjónvarpskappræðunum verður skorinn niður fyrir þær næstu. Þá verða gerðar strangari kröfur um stuðning í skoðanakönnunum og fjáröflun til að frambjóðendur teljist gjaldgengir í kappræðurnar.Tíu frambjóðendur stigu á stokk í gær. Ekki eiga allir þeirra eftir að komast í næstu umferð kappræðnanna.AP/Paul Sancya
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24