Ráðherra pirraður á Kyrrahafsríkjum sem vilja lifa af Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2019 11:34 Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, (2.f.v.) vildi ekki skrifa upp á að kolagreftri yrði hætt í sameiginlegri yfirlýsingu ráðstefnu Kyrrahafsríkja. Vísir/EPA Afstaða Ástrala til loftslagsaðgerða olli deilum á ráðstefnu Kyrrahafsríkja í vikunni. Fulltrúar áströlsku ríkisstjórnarinnar komu í veg fyrir að kveðið væri á um loftslagsmarkmið í sameiginlegri yfirlýsingu fundarins. Á meðan lét aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu hafa eftir sér vafasöm ummæli um að íbúar Kyrrahafseyja muni lifa af loftlagsbreytingar því þeir „tína ávextina okkar“. Fundur Kyrrahafsríkja fór fram á eyjunni Túvalú í vikunni. Lítil eyríki reyndu þar að ná sáttum um loftslagsmarkmið en tilvist þeirra er ógnað vegna hækkandi sjávarstöðu samfara loftslagsbreytingum af völdum manna. Ástralar, sem eru stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í Eyjaálfu, vildu aftur á móti ekki taka undir kröfuna um slík markmið, þar á meðal um að bundinn verði endir á kolavinnslu. Stjórnvöld í Canberra hafa um árabil dregið lappirnar í loftslagsmálum. „Ég tel að við hefðum átt að vinna meira fyrir fólkið okkar,“ sagði Enele Sopoaga, forsætisráðherra Túvalú, um yfirlýsingu ráðstefnunnar sem hann og fleiri töldu útvatnaða. Sagði hann að Akilisi Pohiva, starfsbróðir hans frá Tonga, hefðu tárast yfir einum fyrirlestri um loftslagsbreytingar á ráðstefnunni, „slík er ástríðan“. Meirihluti ríkjanna átján sem sátu fundinn studdu kröfu um hertar loftslagsaðgerir. Auk Ástrala gerðu Nýsjálendingar athugsemdir við það. Eftir tólf klukkustunda samningaþref náðu ríkin saman um yfirlýsingu þar sem núverandi markmið Parísarsamkomulagsins voru ítrekuð, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Michael McCormack er aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu.Vísir/EPA Pirraður á „svona ríkjum“ sem vilja lifa af Ekki bætti úr skák fyrir samskipti Ástrala við nágrannaríkin þegar fréttir bárust um ummælum Michael McCormack, aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu, í dag. „Ég verð líka svolítið pirraður þegar fólk í svona löndum benda fingrinum að Ástralíu og segir að við ættum að loka öllum auðlindum okkar til að, þú veist, þau geti lifað af,“ sagði McCormack. „Þau munu lifa af, það er engin spurning um að þau munu lifa af og halda áfram að lifa af með mikilli aðstoð frá Ástralíu. Þau lifa áfram af vegna þess að svo margir verkamenn þeirra koma hingað og tína ávextina okkar, tína ávextina sem voru ræktaðir með mikilli ástralskri vinnu og dugnaði og við höfum alltaf boðið þau velkomin og gerum það alltaf,“ sagði aðstoðarforsætisráðherrann. McCormack sagði Ástrala ekki ætla að láta „ræna sér“ til að loka kolanámum og orkuverum sem sjái tugum þúsundum landsmanna fyrir vinnu, að sögn The Guardian. Skömmu áður en ummæli McCormark urðu opinber sagði Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra, að Ástralar yrðu að sýna Kyrrahafsríkjum virðingu vegna áhyggna þeirra af loftslagshlýnun. „Loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra eru tilvistarlegt mál fyrir Kyrrahafið,“ sagði Turnbull. Ástralía Loftslagsmál Tonga Túvalú Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Afstaða Ástrala til loftslagsaðgerða olli deilum á ráðstefnu Kyrrahafsríkja í vikunni. Fulltrúar áströlsku ríkisstjórnarinnar komu í veg fyrir að kveðið væri á um loftslagsmarkmið í sameiginlegri yfirlýsingu fundarins. Á meðan lét aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu hafa eftir sér vafasöm ummæli um að íbúar Kyrrahafseyja muni lifa af loftlagsbreytingar því þeir „tína ávextina okkar“. Fundur Kyrrahafsríkja fór fram á eyjunni Túvalú í vikunni. Lítil eyríki reyndu þar að ná sáttum um loftslagsmarkmið en tilvist þeirra er ógnað vegna hækkandi sjávarstöðu samfara loftslagsbreytingum af völdum manna. Ástralar, sem eru stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í Eyjaálfu, vildu aftur á móti ekki taka undir kröfuna um slík markmið, þar á meðal um að bundinn verði endir á kolavinnslu. Stjórnvöld í Canberra hafa um árabil dregið lappirnar í loftslagsmálum. „Ég tel að við hefðum átt að vinna meira fyrir fólkið okkar,“ sagði Enele Sopoaga, forsætisráðherra Túvalú, um yfirlýsingu ráðstefnunnar sem hann og fleiri töldu útvatnaða. Sagði hann að Akilisi Pohiva, starfsbróðir hans frá Tonga, hefðu tárast yfir einum fyrirlestri um loftslagsbreytingar á ráðstefnunni, „slík er ástríðan“. Meirihluti ríkjanna átján sem sátu fundinn studdu kröfu um hertar loftslagsaðgerir. Auk Ástrala gerðu Nýsjálendingar athugsemdir við það. Eftir tólf klukkustunda samningaþref náðu ríkin saman um yfirlýsingu þar sem núverandi markmið Parísarsamkomulagsins voru ítrekuð, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Michael McCormack er aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu.Vísir/EPA Pirraður á „svona ríkjum“ sem vilja lifa af Ekki bætti úr skák fyrir samskipti Ástrala við nágrannaríkin þegar fréttir bárust um ummælum Michael McCormack, aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu, í dag. „Ég verð líka svolítið pirraður þegar fólk í svona löndum benda fingrinum að Ástralíu og segir að við ættum að loka öllum auðlindum okkar til að, þú veist, þau geti lifað af,“ sagði McCormack. „Þau munu lifa af, það er engin spurning um að þau munu lifa af og halda áfram að lifa af með mikilli aðstoð frá Ástralíu. Þau lifa áfram af vegna þess að svo margir verkamenn þeirra koma hingað og tína ávextina okkar, tína ávextina sem voru ræktaðir með mikilli ástralskri vinnu og dugnaði og við höfum alltaf boðið þau velkomin og gerum það alltaf,“ sagði aðstoðarforsætisráðherrann. McCormack sagði Ástrala ekki ætla að láta „ræna sér“ til að loka kolanámum og orkuverum sem sjái tugum þúsundum landsmanna fyrir vinnu, að sögn The Guardian. Skömmu áður en ummæli McCormark urðu opinber sagði Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra, að Ástralar yrðu að sýna Kyrrahafsríkjum virðingu vegna áhyggna þeirra af loftslagshlýnun. „Loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra eru tilvistarlegt mál fyrir Kyrrahafið,“ sagði Turnbull.
Ástralía Loftslagsmál Tonga Túvalú Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira