Árásarmaðurinn í Noregi neitar sök en talar ekki Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2019 10:19 Blóm við heimili mannsins þar sem sautján ára gömul stjúpsystir hans fannst myrt. Vísir/EPA Rúmlega tvítugur karlmaður sem ruddist inn í mosku í Bærum í Noregi og særði einn með skotvopni um helgina neitar sök en hefur jafnframt hafnað því að leyfa lögreglu að yfirheyra sig. Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í dag. Unni Fries, lögmaður mannsins, sagði við norska ríkisútvarpið NRK, í gær að hann hefði nýtt sér rétt sinn til að svara ekki spurningum lögreglunnar að svo stöddu. Hann neiti sök en ætli ekki að taka afstöðu til ákæru fyrir dómi. VG hefur eftir Grete Lien Metlid, yfirmanni leyniþjónustu- og rannsóknardeildar Oslóarlögreglunnar, að maðurinn verði ákærður fyrir hryðjuverk og morð á sautján ára gamalli stjúpsystur sinni. Lík hennar fannst við húsleit á heimili árásarmannsins. Krafist verður fjögurra vikna einangunrargæsluvarðhalds yfir manninum. Aðeins þrír voru í al-Noor-moskunni þegar maðurinn réðst þar inn á laugardag. Skaut hann einn og særði áður en eldri maður yfirbugaði hann. Enginn særðist alvarlega í árásinni. Heimildir NRK herma að árásarmaðurinn hafi gerst mjög trúrækinn síðasta árið og aðhyllst hægriöfgaskoðanir. VG segir að skömmu fyrir árásina hafi færsla í nafni hans verið skrifuð á samfélagsmiðla þar sem meðal annars var lýst aðdáun á fjöldamorðunum í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars og í stórverslun í El Paso í Texas í Bandaríkjunum um þarsíðustu helgi. Í færslunni var jafnframt hvatt til kynþáttastríðs. „Valhöll bíður,“ sagði í niðurlagi færslunnar. Noregur Tengdar fréttir Maðurinn sem yfirbugaði norska árásarmanninn þakklátur að geta hjálpað Maðurinn sem yfirbugaði 21 árs gamla Norðmanninum sem réðist vopnaður í al-Noor-moskuna í Bærum í gær, segist þakklátur fyrir að hafa getað hjálpað einhverjum. 11. ágúst 2019 21:10 Ein manneskja skotin í árás í norskri mosku Ein manneskja var skotin og ein handtekin eftir skotárás í mosku í Noregi. 10. ágúst 2019 15:27 Skotárásin í Noregi mögulegt hryðjuverk Verið er að rannsaka skotárásina á Al-Noor moskuna í Noregi sem gerðist í gær sem mögulegt hryðjuverk. 11. ágúst 2019 13:34 Kona fannst látin á heimili árásarmannsins í Bærum Ung kona fannst látin á heimili mannsins sem var handtekinn í tengslum við skotáras sem var gerð á al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í dag. 10. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður sem ruddist inn í mosku í Bærum í Noregi og særði einn með skotvopni um helgina neitar sök en hefur jafnframt hafnað því að leyfa lögreglu að yfirheyra sig. Maðurinn verður leiddur fyrir dómara í dag. Unni Fries, lögmaður mannsins, sagði við norska ríkisútvarpið NRK, í gær að hann hefði nýtt sér rétt sinn til að svara ekki spurningum lögreglunnar að svo stöddu. Hann neiti sök en ætli ekki að taka afstöðu til ákæru fyrir dómi. VG hefur eftir Grete Lien Metlid, yfirmanni leyniþjónustu- og rannsóknardeildar Oslóarlögreglunnar, að maðurinn verði ákærður fyrir hryðjuverk og morð á sautján ára gamalli stjúpsystur sinni. Lík hennar fannst við húsleit á heimili árásarmannsins. Krafist verður fjögurra vikna einangunrargæsluvarðhalds yfir manninum. Aðeins þrír voru í al-Noor-moskunni þegar maðurinn réðst þar inn á laugardag. Skaut hann einn og særði áður en eldri maður yfirbugaði hann. Enginn særðist alvarlega í árásinni. Heimildir NRK herma að árásarmaðurinn hafi gerst mjög trúrækinn síðasta árið og aðhyllst hægriöfgaskoðanir. VG segir að skömmu fyrir árásina hafi færsla í nafni hans verið skrifuð á samfélagsmiðla þar sem meðal annars var lýst aðdáun á fjöldamorðunum í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í mars og í stórverslun í El Paso í Texas í Bandaríkjunum um þarsíðustu helgi. Í færslunni var jafnframt hvatt til kynþáttastríðs. „Valhöll bíður,“ sagði í niðurlagi færslunnar.
Noregur Tengdar fréttir Maðurinn sem yfirbugaði norska árásarmanninn þakklátur að geta hjálpað Maðurinn sem yfirbugaði 21 árs gamla Norðmanninum sem réðist vopnaður í al-Noor-moskuna í Bærum í gær, segist þakklátur fyrir að hafa getað hjálpað einhverjum. 11. ágúst 2019 21:10 Ein manneskja skotin í árás í norskri mosku Ein manneskja var skotin og ein handtekin eftir skotárás í mosku í Noregi. 10. ágúst 2019 15:27 Skotárásin í Noregi mögulegt hryðjuverk Verið er að rannsaka skotárásina á Al-Noor moskuna í Noregi sem gerðist í gær sem mögulegt hryðjuverk. 11. ágúst 2019 13:34 Kona fannst látin á heimili árásarmannsins í Bærum Ung kona fannst látin á heimili mannsins sem var handtekinn í tengslum við skotáras sem var gerð á al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í dag. 10. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Maðurinn sem yfirbugaði norska árásarmanninn þakklátur að geta hjálpað Maðurinn sem yfirbugaði 21 árs gamla Norðmanninum sem réðist vopnaður í al-Noor-moskuna í Bærum í gær, segist þakklátur fyrir að hafa getað hjálpað einhverjum. 11. ágúst 2019 21:10
Ein manneskja skotin í árás í norskri mosku Ein manneskja var skotin og ein handtekin eftir skotárás í mosku í Noregi. 10. ágúst 2019 15:27
Skotárásin í Noregi mögulegt hryðjuverk Verið er að rannsaka skotárásina á Al-Noor moskuna í Noregi sem gerðist í gær sem mögulegt hryðjuverk. 11. ágúst 2019 13:34
Kona fannst látin á heimili árásarmannsins í Bærum Ung kona fannst látin á heimili mannsins sem var handtekinn í tengslum við skotáras sem var gerð á al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í dag. 10. ágúst 2019 23:06