Skotárásin í Noregi mögulegt hryðjuverk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 13:34 Árásarmaðurinn var yfirbugaður af þremur meðlimum moskunnar áður en lögregla kom á vettvang. skjáskot Verið er að rannsaka skotárásina á Al-Noor moskuna í Noregi sem gerðist í gær sem mögulegt hryðjuverk. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglu. Ungur maður, vopnaður haglabyssum og skammbyssum gekk inn í moskuna, sem er í úthverfi Óslóar í gær. Almennur borgari sem var þegar í moskunni náði að yfirbuga árásarmanninn og varð fyrir lítilsháttar meiðslum við það. Rune Skjold, aðalrannsóknarlögreglumaður í málinu, sagði að grunaði væri norskur að uppruna og hafi verið kunnugur lögreglu áður en ekki væri hægt að segja að hann hafi framið glæpi áður. Skjold bætti því við að maðurinn virtist aðhyllast „öfga-hægri“ skoðanir og væri andvígur innflytjendum. Hann hafi þá lýst yfir vorkunn sinni á Vidkun Quisling, sem var forsætisráðherra Noregs á meðan á hernámi nasista stóð í seinni heimsstyrjöldinni. Talið er að grunaði hafi staðið einn að verki en þegar lögregla leitaði á heimili hans eftir árásina í gær fannst þar lík konu. Lögregla hefur staðfest að hún hafi haft tengsl við grunaða. Irfan Mushtaq, forstöðumaður moskunnar, sagði að aðeins þrír einstaklingar hafi verið inni í moskunni þegar árásin var framin. Þá sagði hann að einstaklingurinn sem slasaðist hafi verið 75 ára safnaðarmeðlimur moskunnar. Hann greindi frá því að árásarmaðurinn hafi verið vopnaður tveimur byssum sem líktust haglabyssum sem og skammbyssu. „Hann braust inn í gegn um glerhurð og skaut af byssunum,“ bætti hann við. Moskan hafði aukið öryggisgæsluna eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch í Nýja-Sjálandi fyrr á árinu, þar sem 51 einstaklingar létu lífið. Noregur Tengdar fréttir Ein manneskja skotin í árás í norskri mosku Ein manneskja var skotin og ein handtekin eftir skotárás í mosku í Noregi. 10. ágúst 2019 15:27 Kona fannst látin á heimili árásarmannsins í Bærum Ung kona fannst látin á heimili mannsins sem var handtekinn í tengslum við skotáras sem var gerð á al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í dag. 10. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Verið er að rannsaka skotárásina á Al-Noor moskuna í Noregi sem gerðist í gær sem mögulegt hryðjuverk. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglu. Ungur maður, vopnaður haglabyssum og skammbyssum gekk inn í moskuna, sem er í úthverfi Óslóar í gær. Almennur borgari sem var þegar í moskunni náði að yfirbuga árásarmanninn og varð fyrir lítilsháttar meiðslum við það. Rune Skjold, aðalrannsóknarlögreglumaður í málinu, sagði að grunaði væri norskur að uppruna og hafi verið kunnugur lögreglu áður en ekki væri hægt að segja að hann hafi framið glæpi áður. Skjold bætti því við að maðurinn virtist aðhyllast „öfga-hægri“ skoðanir og væri andvígur innflytjendum. Hann hafi þá lýst yfir vorkunn sinni á Vidkun Quisling, sem var forsætisráðherra Noregs á meðan á hernámi nasista stóð í seinni heimsstyrjöldinni. Talið er að grunaði hafi staðið einn að verki en þegar lögregla leitaði á heimili hans eftir árásina í gær fannst þar lík konu. Lögregla hefur staðfest að hún hafi haft tengsl við grunaða. Irfan Mushtaq, forstöðumaður moskunnar, sagði að aðeins þrír einstaklingar hafi verið inni í moskunni þegar árásin var framin. Þá sagði hann að einstaklingurinn sem slasaðist hafi verið 75 ára safnaðarmeðlimur moskunnar. Hann greindi frá því að árásarmaðurinn hafi verið vopnaður tveimur byssum sem líktust haglabyssum sem og skammbyssu. „Hann braust inn í gegn um glerhurð og skaut af byssunum,“ bætti hann við. Moskan hafði aukið öryggisgæsluna eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch í Nýja-Sjálandi fyrr á árinu, þar sem 51 einstaklingar létu lífið.
Noregur Tengdar fréttir Ein manneskja skotin í árás í norskri mosku Ein manneskja var skotin og ein handtekin eftir skotárás í mosku í Noregi. 10. ágúst 2019 15:27 Kona fannst látin á heimili árásarmannsins í Bærum Ung kona fannst látin á heimili mannsins sem var handtekinn í tengslum við skotáras sem var gerð á al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í dag. 10. ágúst 2019 23:06 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Ein manneskja skotin í árás í norskri mosku Ein manneskja var skotin og ein handtekin eftir skotárás í mosku í Noregi. 10. ágúst 2019 15:27
Kona fannst látin á heimili árásarmannsins í Bærum Ung kona fannst látin á heimili mannsins sem var handtekinn í tengslum við skotáras sem var gerð á al-Noor moskuna í bænum Bærum í Noregi í dag. 10. ágúst 2019 23:06